Ómakleg árás Össurar á Gísla Martein

Síðastliðna nótt sat maður við tölvuna sína á Vesturgötunni og skrifaði:

"Hvað lá eftir Gísla Martein þegar kom að atburðarrásinni kringum REI? Ekkert, nema hræin af mávunum sem hann lét embættismenn skjóta og stillti sér svo upp hjá einsog Rambó sjálfur." 

Hver skrifar svo? Jú, sá maður sem gegnir því embætti sem samflokksmenn hans kalla "hinn umhverfisráðherrann". Reyndar hefur hann einnig gegnt hinu eiginlega umhverfisráðherraembætti, svo maður skyldi ætla að hann hefði áhuga á málaflokknum og jafnvel einhverja innsýn eða í það minnsta yfirborðsþekkingu.

En nei. Ég sat með Gísla Marteini í fyrsta meirihluta umhverfisráðs þessa kjörtímabils og mér er til efs að nokkur meirihluti hafi náð að gera jafn mikið á jafn stuttum tíma í umhverfismálum og sá meirihluti sem Gísli Marteinn var í forsvari fyrir og leiddi af miklum áhuga.

Grænu skrefin mörkuðu rammann um þær aðgerðir sem við fórum í. Mikið af þeim var þegar kominn í framkvæmd þegar meirihlutinn sprakk. Það er eftirsjá af þessu ráði fyrir umhverfið.

Menn verða að vera sanngjarnir og það voru samflokksmenn Össurar í minnihluta ráðsins. Sem dæmi studdi minnihlutinn grænu skrefin og fagnaði þeim. Gísli stýrði vinnu umhverfisráðs með þeim hætti að starfsáætlun ráðsins var samþykkt af öllum nefndarmönnum. Er það einsdæmi og til mikillar eftirbreytni.

Hafandi sagt þetta verður að sjálfsögðu að vara við öskrandi hægrimennskunni í Gísla Marteini. Menn þurfa ávallt að vera á varðbergi gagnvart henni, því hún skýst upp í tíma og ótíma. Það gerðum við, fulltrúar Framsóknar í ráðinu.

Hvernig einstökum borgarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins reiðir svo af í gjörningaveðrinu núna veit ég ekki. Þar ráða tilviljanir örugglega miklu, en pólitískir andstæðingar verða að vera sanngjarnir. Það er Össur ekki í þessari færslu sinni og ber skömm fyrir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband