Össuri hótað brottrekstri úr ríkisstjórn

"Ætli menn að vera ráðherrar lengi eiga þeir að vinna og skrifa á daginn, en sofa á nóttunni"

Ég fæ ekki skilið þessi ummæli Geirs H Haarde í kvöldfréttum Stöðvar 2 núna áðan öðruvísi en að hann sé að hóta Össuri Skarphéðinssyni brottrekstri, hætti hann ekki þeirri iðju sinni að ráðast á Sjálfstæðismenn með næturbloggfærslum. Hann megi ekki vera í stjórnarandstöðu á nóttunni .

Samfylkingin hefur enga hótunarstöðu gagnvart Geir, sem hefur stjórnarmyndunarumboðið einn. Í gleðivímunni yfir að komast í ríkisstjórn samdi hún einnig þingrofsréttinn af sér og getur Geir því óhindrað myndað nýja ríkisstjórn að vild, ráðið og rekið ráðherra án þess að Samfylkingin geti neitt gert. Myndi hún því þurfa að kyngja því að Össur yrði rekinn, vilji hún vera áfram í ríkisstjórn.

Þessi hótun setur lestur bloggsíðu Össurar í alveg nýtt samhengi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

" Í litlum rjúpnabrjóstum býr von um vorið."

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 19:30

2 Smámynd: Júlíus Valsson

Össur er bloggkóngur næturinnar. Mörg næturbloggin hans eru þegar orðin klassísk. 

Júlíus Valsson, 23.2.2008 kl. 15:29

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Össur er náttúrulega í þeirri einstöku stöðu að vera nánast ósnertanlegur innan Samfylkingarinnar. Hann er hlaut þrátt fyrir allt góða kosningu í formannsslagnum þegar hann tapaði fyrir Ingibjörgu Sólrúnu og verður í krafti hennar og almennrar stöðu sinnar í flokknum ekki settur af sem ráðherra á móti sínum vilja, þótt hann verði seint formaður á ný.

Þess vegna getur hann leikið sér að vild, skjótandi út og suður, til hægri og vinstri. Svona svolítið eins og níræðir forfeður hafa einir leyfi til í fjölskylduboðum.

Það eina sem hann þarf að óttast er að Geir H Haarde setji hann af. Þá myndi fyrst reyna á ISG og Samfylkinguna. Haldi Össur áfram að blammera íhaldið á nóttinni og Geir gerir ekkert úr þessari hótun sinni, er Össur aftur á móti búinn að opinbera vanmátt Geirs sem leiðtoga ríkisstjórnarinnar og síns eigin flokks.

Ég held að þetta sé of spennandi tilraun til að Össur geti látið hana eiga sig og því megum við búast við skotum frá honum á næstunni.

Gestur Guðjónsson, 23.2.2008 kl. 15:57

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Össur hefur sett ákveðið viðmið í blogginu. Nú þurfum við virkilega að vanda okkur.

Baldur Fjölnisson, 23.2.2008 kl. 19:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband