Ótrúleg hræsni Vísis.is í umfjöllun um spilamennsku Birkis Jóns

Vísir.is hefur undanfarið farið mikinn í rógsherferð sinni gegn Birki Jóni Jónssyni í tengslum við spilaáhuga hans.

Ekki nóg með að frétt Andra Ólafssonar, fv formanns Ungra Jafnaðarmanna í Hafnarfirði, sem er vísvitandi röng og þannig fram sett að lesendur sitja uppi með að hann hafi brotið lög með spilamennsku sinni og ég hef áður bent á, er ennþá á forsíðu vefjarins 3 dögum seinna, eins og sjá má hér:

Fyrsta fréttin

og málinu áfram haldið lifandi með frétt um bloggfærslu hans neðar á síðunni.

En um leið og visir.is telur sig umkominn að fara rangt með og fjalla með þótta og dómhörku um spilaáhuga Birkis, er þessi auglýsing neðst á síðunni:

Betson auglýsing

Tja....... var einhver að tala um flísar og bjálka?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ragnar Björnsson

Er það ekki bara sama sagan og venjulega að á meðan það er framsóknarmaður sem á í hlut þá er frjálst skotleyfi. Sbr. yfirlýsingar Sigurðar Kára í garð BIH og kveinið nú þegar GMB fær á sig svipaðar gusur.

Það er algerlega óþolandi að það séu tvenn viðmið í landinu yfir það hvað fólk og fjölmiðlar getur leyft sér í opinberri umræðu.

Guðmundur Ragnar Björnsson, 23.2.2008 kl. 19:39

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hann er fyrirtaks briddsspilari sem þýðir að hann getur þénað að vild í póker. Só?

Baldur Fjölnisson, 23.2.2008 kl. 19:41

3 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Eflaust fínn drengur hann Birkir, en hann er orðinn þingmaður á löggjafarsamkomu, og á ekki að haga sér sem kjáni.

Ég segi kjáni, því maður sem nýtur trausts til að setja lög, á að hegða sér sem fyrirmynd og virða löginn án vafa um annað, hann á flytja breytingartillögur við hegningarlöginn ef hann telur þess þurfa, en ekki koma fram sem spilagosi, og eftir lestur um hans feril á alþingi og flutt mál, sé ég ekki að hann hafi rætt þetta á þingi, eða er það.

Það er verið að úthluta veiðileifum á Hreindýr, en ritleg veiðileyfi eru á pólitíkusa allt árið.

Enginn friðun þar, né tilaga fyrirliggjandi svo ég viti.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 21:53

4 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þorsteinn, ég veit ekki til þess að hann Birkir hafi brotið lög eða getur þú bent mér á eitthvað slíkt?

Steinn Hafliðason, 23.2.2008 kl. 22:11

5 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Steinn.

Er ekki að tala um lögbrot, heldur hártogun laga og hegðan sem kastar vafa á siðferði og heillindi í starfi.

Ef Birkir flytur breytingartillögu við hegningarlöginn, er hann að sinna því starfi sem hann var kosin til, en ekki með svona uppákomum er hann að gera löginn að skemmtiefni og gríni, sem grefur undan virðingu fyrir lögum.

Slíkt á enginn þingmaður að leyfa sér, að mínu áliti.

Hann gæti farið í ræðustól á þingi og gert athugasemdir við löginn, en ekki utan þings.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 22:39

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég veit ekki til þess að spilaáhugi Birkis, né þessi pókerspilamennska hafi falið í sér neina pólitíska yfirlýsingu, enda var hann ekki að vekja athygli á henni sjálfur.

Það að keyra of hratt eða fullur getur heldur ekki talist slíkt, þótt sú hegðun sé samborgurunum hættuleg. Ég hef enga umræðu heyrt um að þeir þingmenn sem hafa gerst sekir um það ættu að segja af sér. Er það?

Þetta mál er hrein smjörklípa til að beina sjónum manna frá Össurarbloggfærslunum og Villamálunum.

Gestur Guðjónsson, 23.2.2008 kl. 22:51

7 Smámynd: maddaman

Held að Birkir hafi nú ekki valið sér það hlutskipti að tjá sig um sérstaklega um sín áhugamál í fjölmiðlum.  Líklega hefur blaðamaður hringt, sagt að hann hefði heimildir fyrir hinu og þessu og ætlað að skrifa bara það sem honum hentaði ef... 

Og hvað er þá svona fréttnæmt þegar komið hefur fram nokkrum sinnum að "spila póker" stangist ekki á við lög? Er þetta bara enn ein smjörklípan svo við hin höfum eitthvað krassandi til að tala um? Ég ætla nú ekki einu sinni að tala um framsetninguna "græðir tugþúsundir í spilavíti".

Bendi líka á farsann í kringum Villa sem hefur verið í gangi núna í hva... 4 vikur? Æ.. veit ekki... en hvernig á fólk að hugsa rökrétt í svona ástandi og ágangi fjölmiðla!

Líki þessu ekki saman því annað á við embættisfærslur en hitt ekki... en er ekki komið gott af æsifréttamennsku í bili?  

maddaman, 23.2.2008 kl. 23:15

8 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Svo vill ég benda á framtalsskildu tekna til skatts og líka á hegningarlöginn um bann við að afla tekna með spilamennsku.

Varðandi framtalsskildu:http://www.rsk.is/baeklingar/rsk_0801_2008.pdf

Varðandi lagabrot: http://www.althingi.is/lagas/nuna/1940019.html

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 23.2.2008 kl. 23:35

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þorsteinn: Eins og ég hef áður rakið, þá er spilamennska ekki lögbrot en það er bannað að hafa spilamennsku að atvinnu. Það hefur komið fram, m.a. hjá lögreglunni. Það er ekki bannað að vinna í spilum hvort sem þú kallar það tekjur eða vinning.

Spilavinningar eru framtalsskyldir, enda hefur Birkir lýst því yfir að hann muni telja þessi 18 þúsund upp til skatts.

Gestur Guðjónsson, 23.2.2008 kl. 23:41

10 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Þetta er bara spaugileg gúrka.  Ef ekki eru stærri "hneykslismál" í gangi þá er vel.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 00:39

11 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Fjárhættuspil er víða löglegt,og kanski ekki ólöglegt hér á landi.En eftir stendur að pókerspil upp á peninga var og hefur verið ein helsta tómstundaiðja glæpamanna.Og auðvitað mega Birkir  og allir þingmenn Framsóknarflokksins spila póker upp á peninga eins og þeim sýnist.En kjósendur þeirra hafa síðasta orðið um hvort þeir fara á þing eftir næstu kosningarMér sýnist á síðustu skoðanakönnunn að kjósendur séu ekki hrifnir af öllu sem þingmenn Framsóknar eru að segja.

Sigurgeir Jónsson, 24.2.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband