Stóriðjustefna Samfylkingarinnar - hring eftir hring - hring eftir hring

Í tíð síðustu ríkisstjórnar var virkri stóriðjustefnu ríkisins hætt. Virk leit að erlendum fjárfestum með boðum um sérsamninga og fyrirgreiðslu var hætt og handvirk fyrirgreiðsla pólitíkusa var afnumin.

Frjálslyndi í stað stjórnlyndis.

Þessari staðreynd mótmælti og rangfærði Samfylkingin í kosningabaráttunni og gaf lítið fyrir orð Jóns Sigurðssonar sem lýsti staðreyndum málsins þó ágætlega. Var því statt og stöðugt haldið fram að Framsókn ætlaði áfram að stjórna meiri stóriðju inn í landið. Í dag koma þessir þingmenn upp og segja að Framsókn hafi tekið af öll stjórntæki í stóriðjumálum og nú hafi þau engin stjórntæki til eins eða neins.

Þetta kallar maður að tala í hring.

Um leið og frjálslyndið tók við af stjórnlyndinu sem Samfylkingin virðist vilja innleiða á ný, voru sett lög um losun gróðurhúsalofttegunda til að tryggja að við náum að uppfylla skuldbindingar okkar í loftslagsmálum, sem setja um leið ramma á hversu langt er hægt að ganga í stóriðjumálum. Ekki er samhljómur hjá Samfylkingarráðherrunum um hvernig eigi að nýta það sem eftir er af kvótanum. Einn ráðherra Samfylkingarinnar segir ekki meir, ekki meir, meðan annar segir á fundi á Húsavík að engin ráðherra Samfylkingarinnar hafi talað á móti álveri á Bakka. 

Sömuleiðis vildi Framsókn setja lög um verndun og nýtingu náttúruauðlinda, sem Samfylkingin kom í veg fyrir að yrði að lögum.

Höfum það á hreinu. Það var Samfylkingin ásamt VG sem kom í veg fyrir að lögin um vernd og nýtingu náttúruauðlinda yrðu samþykkt á sínum tíma. Það var einnig sama Samfylking sem kom í veg fyrir að sameign þjóðarinnar á náttúrulauðlindum kæmist í stjórnarskrá, þrátt fyrir loforð þar um.

Er það að fara í hring? Kannski er það bara að fara út og suður. Spurning hvort er verra.

Heimasíða rammaáætlunar um nýtingu vatnsafls og jarðvarma er vistuð hjá Landvernd. Ég hef ekki orðið var við að hún hafi verið uppfærð undanfarið og hef heldur ekki heyrt að starfið sé yfirhöfuð í gangi, þrátt fyrir búið sé að skipa nýja verkefnisstjórn fyrir þónokkru.

Skiladagur á að vera 1. júlí 2009. Eftir 16 mánuði. Ég ekkert heyrt af starfinu, bara tal um að gera þurfi áætlunina. Er virkilega ekkert í gangi þar?

Svo er spurningin hvort hringferðin sé ekki að verða enn hraðari, núna þegar Sjálfstæðisflokkurinn kemur fram með hugmyndir um frekari stóriðjuuppbyggingu sem viðbragð við efnahagsástandinu núna. Núna hlýtur að þýða snör vinnubrögð við gerð rammaáætluninar eða á að fara í þessar boðuðu aðgerðir framhjá henni?


mbl.is Náttúruperlum ekki kastað í forina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband