Batnandi mönnum er best að lifa

Þegar félög innan Sjálfstæðisflokksins eru farin að ákalla eigin sjávarútvegsráðherra og fjármálaráðherra að setja aukin kraft í hafrannsóknir og það meira að segja opinberlega eins og FUS í Snæfellsbæ, hlýtur að vera farið að kólna í neðra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft bæði embættin í að verða tvo áratugi, svo hæg ættu heimatökin að vera.

En þetta er algerlega í samræmi við það sem Framsókn hefur haft á sinni stefnuskrá um árabil, en ekki fengið framgengi í stjórn, hvað þá núna þegar hún er komin í stjórnarandstöðu.

En eins og ég segi, batnandi mönnum er best að lifa og vonandi veit þetta á gott varðandi auknar hafrannsóknir við Ísland.


mbl.is Vilja að kraftur sé settur í þorskarannsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband