Umhverfisumræðan um olíuhreinsun er á villigötum

Ríkisútvarpið fjallaði um málþing um stóriðju á Vestfjörðum fyrir skömmu. Var yfirskrift og meginumfjöllunarefni fréttarinnar yfirlýsing embættismanns í Utanríkisráðuneytinu um að Íslendingar væru varnarlausir gagnvart meiriháttar mengunarslysum.

Þeim málflutningi mótmælti ég í færslu strax þá um kvöldið og benti á þann viðbúnað sem í landinu er og þá samninga og tengingar sem við höfum til að bregðast við mengunarslysum, sem er sama nálgun og aðrar þjóðir hafa gagnvart meiriháttar mengunaróhöppum, að nýta afl samvinnunnar. Það er eðlileg nálgun, enda virðir mengun engin landamæri.

Þegar ég svo skoðaði þá fyrirlestra sem fluttir voru á málþinginu  og birtust seinna á heimasíðu Fjórðungssambands Vestfjarða, kom í ljós að fréttamaður RÚV hafði alls ekki haft rétt eftir Ragnari Baldurssyni. Hann segir hvergi að við séum varnarlaus gagnvart meiriháttar mengunarslysum, heldur bendir hann réttilega á að með auknum flutningum þarf aukinn viðbúnað. Það er hárrétt og ég er honum algerlega sammála. Ég hef talað fyrir því að við eigum að minnsta kosti að hafa tvö varðskip, eins og það sem verið er að hefja smíði á, enda olíu, gas eða gámaflutningaskipin öll stór og fara stækkandi. Það er óháð byggingu olíuhreinsistöðvar. Við þurfum sífellt að meta hvort sá bráðamengunarvarnarbúnaður sem í landinu er, henti og sé til í nægjanlegu magni og gera viðeigandi ráðstafanir ef þörf er á. En umfjöllun RÚV er þeim ekki til vegsauka.

En öflugasta mengunarvörnin er að reyna að koma í veg fyrir að skip lendi í nauðum og hafa nægjanlegan viðbúnað til að koma í veg fyrir að skip strandi eða sökkvi. Þar gegna skip og búnaður Landhelgisgæslunnar lykilhlutverki. Það er ekki fyrr en skip hefur lent í nauðum að kemur til kasta búnaðar Umhverfisstofnunnar og erlendra tengiliða, eins og t.d. við strand Wilson Muuga þar sem innlendir aðilar gátu klárað málið.

Umhverfisumræðan um hugsanlega olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum eins og hún fór fram á málþinginu finnst mér annars vera á villigötum. Hún hefur að megninu til snúist um hlut sem er ekki einu sinni til umræðu. Hvort losunarheimildir séu til staðar fyrir hreinsistöðina.

Þær eru ekki til. Það liggur fyrir. Ef byggð yrði olíuhreinsunarstöð myndi framkvæmdaaðilinn, sem líklegast væri að leggja niður hreinsistöð af svipaðri stærð, þurfa að koma með losunarkvóta með sér.

Nema þá að hann gæti nýtt sér jarðvarma í grunnhitun olíunnar og næði að tryggja sér raforku til vetnisfrmaleiðslu sem er annar afar orkukrefjandi þáttur í rekstri slíkrar stöðvar. Ef slíkar hugmyndir um nýtingu endurnýjanlegra orkugjafa við hreinsunina væru uppi á borðinu, væri t.d. Húsavík með nágrennið við gufuna og hitann á Þeistareykjum og raforkuna þaðan mun hagkvæmari staðsetning. Sérstaklega ef farið yrði í olíuvinnslu á Drekasvæðinu.

Umræðan um umhverfisáhrif olíuhreinsistöðvar á að fjalla um önnur atriði, þá aðallega siglingarnar og þá auka áhættu sem siglingin inn að hreinsistöðinni hefur í för með sér, en einnig losun rokgjarnra efna, svifryks og fastra efna og meðhöndlun þeirra. Losunarkvótar eru mál rekstraraðilans, ekki ríkisns.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: haraldurhar

Olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum kemur aldrei, og því óþarfi að velta sér upp úr umhverfisumræðu varðandi hana.  Það eru engar forsendur fyrir reksti hennar á Vestfjörðum,, þó ekki væri nema það er þú óttast umhverfisslys af olíuflutingaskipum. Hverning álíur þú að sé að manuera slíkum skipum inni á fjörðum Vestfjarða.?

   Það er með ólíkindum hvað íslenskir ríkistarfsmenn halda að við getum látið af fjarmunum í hverskonar hugdettur eins og fara halda uppi 2 varðskipum með yfir 150 tonna togkraft til að vera til taks ef taka þarf í slef 270 þusund tonna olíudall.  Við höfum ekki einu sinni átt fyrir olíu á núverandi skipastól Landhelgisgæslunar, og eins og þú hefur kannski tekið eftir hve oft þau liggja fyrir föstu við Stapann til að spara olíu, en þó í úthaldi.

    Það er síst meiri hætta í dag og á komandi árum vegna siglinga stórra skipa á siglingarleiðinni sunnan við land, en hefur verið á undanförnum áratugum.   Sjóflutningar á Olíu munu minnka á komandi árum, sökum þess að sífellt meira er dælt af henni í gegn um leiðslur, og eins og þu kannski veitst þá álíta margir að Rússar muni leggja leiðslu yfir Barentshafið upp í Alaska, og olíu og gasi verði dreift þaðan með leiðslum til Bandaríkjanna.

haraldurhar, 29.2.2008 kl. 01:18

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haraldur: Það er ekkert verra að stýra þessum skipum á fjörðum Vestfjarða en hvar annarsstaðar. Við smíði þeirra er gert ráð fyrir því að til staðar séu öflugir dráttarbátar. Reyndar eru dráttarbátarnir sem notaðir eru í olíuhöfnunum það öflugir, að nú þarf að merkja styrk pollana á skipunum sérstaklega með rafsuðumerkingu, svo dráttarbátarnir rífi þá ekki af. Þannig að ef hreinsistöð verður byggð, fylgja henni öflugir dráttarbátar, sem gætu nýst til að hjálpa skipum sem eru á leið framhjá, en ætla ekki endilega inn í hreinsistöðina. Á þann hátt gæti stöðin aukið öryggi siglinganna, svo undarlega sem það kann að hljóma í einhverra eyrum. Mongstad er t.d. með fjóra báta sem eru á bilinu 50-90 tonn í togkraft, en nýja varðskipið okkar á að vera með rúmlega 100 tonna togkraft, sem er svipað og norsku strandgæsluskipin.

Gestur Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 10:47

3 Smámynd: Gunnar Axel Axelsson

Merkileg þessi umræða. Við höfum nú fengið í nokkurn tíma aðlögun að þeirri hugmynd að Ísland sé kjörinn staður fyrir olíuhreinsun. Þessi umræða hefur skotið upp kollinum nokkrum sinnum og svo án þess að um það hafi fari fram einhver efnisleg umræða í samfélaginu þá eru menn farnir að plana dæmið, velta fyrir sér mengunakvótum og öðrum praktískum hliðum málsins.

Svo tala menn um að þetta leysi "atvinnumálin" á vestfjörðum! Eru þeir þá að tala um þessa þrjá sem eru atvinnuleysir...? Eða eru menn að tala um að vestfirðingum þyrsti í að fara að vinna í olíuhreinsunarstöð??? Hvílík sæla sem það hlýtur nú að vera.

Gunnar Axel Axelsson, 29.2.2008 kl. 12:55

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég held að þessi umræða sé á réttum stað í framkvæmdaröðinni hvað þetta varðar. Það er verið að ræða þetta í tengslum við breytingar á aðalskipulagi. Fyrst ekki náðist að koma frumvarpinu um landsskipulag í gegn, er ekki hægt að ræða þetta fyrr en fram kemur tillaga á aðalskipulagi. Þá er málið kannski komið of langt.

Við skulum samt fagna því að umræðan sé núna meðan þetta er allt á undirbúningsstigi, en ekki á framkvæmdastigi, eins og svo ofsalega oft, eða jafnvel eftir að framkvæmdum lýkur, eins og með færslu Hringbrautarinnar.

Gestur Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 13:37

5 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Gestur, við skulum gleyma Landhelgisgæslunni.

Samkvæmt plönunum sem ég hef hlerað (sel þau ekki dýrar en ég stal þeim) þá verða að staðaldri þrír supply-arar á Arnarfirðinum í einu. Á hverjum þeirra er um 50 manna áhöfn, og eins og staðan er í dag eigum við ekki einn mann sem fengi hásetapláss á neinum þeirra. ( Tek fram að stöðin mun rísa í Arnarfirði, því hann er eini fjörðurinn sem er nógu stór)

 Þetta eru mjög sérhæfð störf um borð og gríðarlegar öryggiskröfur eru gerðar varðandi mannskapinn. Þó ég sé með alþjóðleg skipstjórnarréttindi þá fæ ég ekki einu sinni hásetapláss á svona skipi nema sækja fyrst margra vikna námskeið. Svo eru þau gerð út af sérstökum útgerðarfélögum sem þurfa/eru ekkert tengd hreinsistöðinni. Munu sennilega koma og fara (skipta) eftir verkefnum.

Við eigum ekki mannskap með reynslu til að sinna neinu í kringum þessi olíuskip, hvorki inni á firði né út í hafi. Allra síst hjá Landhelgisgæslunni.

Þessari hreinsistöð (olíuhöfn)  mun fylgja meiri mengunarvarnarbúnaður en við íslendingar getum látið okkur dreyma um að eignast næstu 50 árin, ef hún kemur ekki.

haraldur har, þessum olíuflutninga skipum er ekki manuerað, þau eru færð á legu með dráttarbátum.

En olíuhreinsunarstöð er besta mál, og engu skiptir þó fáir Íslendingar vinni þar til að byrja með. Með þessu gæti skapast grunnur að byggð á Vestfjörðum, grunnurinn sem var tekinn þegar fólkinu var meinað að nýta auðlindina sem skapaði byggðina.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 29.2.2008 kl. 17:19

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jóhannes. Hárrétt. Lýsti því eftirliti og kröfum sem er með olíuskipum í þessari færslu. þær eru ekki litlar.

Gestur Guðjónsson, 29.2.2008 kl. 20:52

7 Smámynd: haraldurhar

Gestur ég les það úr svari þínu til mín að þú hafir ekki alls ekki nokkurt vit né reynslu til að fjalla um siglingu og losun olíuflutingaskipa, og láta út úr sér að aðstæður á Vestjörðum séu sambærilegar  og hvar annarsstaðar  lýsir hvað best lítið þú veist  fátt       um það sem þú ert að fjalla um.      Þar sem ég þykist vita að þú hafir farið ásamt öðrum framámönnum til að skoða olíubirgðastöðina í Mongstad, þá ætti þér að vera ljóst að aðstæður eru allt aðrar og betri innan Norska skerjagarðsins.

    Að velta sér upp úr mengunar umræðu, og losunarkvótum fyrir olíuhreinsunarstöð á Vestjörðum endurtek ég að  það er     sógun á tíma og fjármunum, en það sem er verst í þessu máli, er það að vera blekkja íbúa Vestfjarða,  og vekja með þeim vonir um atvinnu, sem á sér enga stoð í raunveruleikanum.

   Þú veist væntanlega hver rate er á Aths skipum í dag, og sjálfsagt vex þér ekki í augum kostnaðurinn, frekar en með tilllögum þinni um tvö varðskip, með mikla togkraftinum.   Útgjöld á dráttabát í dag er ca. 60 þúsund US $ eða um 4 milljónir á dag, og ef eins og Jóhannes bendir á að þurfi 3. skip er rekstarkostaður eða leiga um 4400 milljónir á ársgrundvelli.

   Við íslendingar stöndum frami fyrir miklum þrengingum í efnahagsmálum á komandi misserum,  og því brínt að hætt sé að eyða orku og fjármunum í svona rugl eins og byggingu olíuhreinsunarstöðvar.   Við horfum fram á verulega lífskjaraskerðingu, og ekki kæmi mér á óvart að ríkið og sveitarfélög þyrftu að skera niður verulega í eftirlitsiðnaðnum á komandi árum.

haraldurhar, 1.3.2008 kl. 00:03

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haraldur. Það vill þannig til að ég vinn við öryggismál olíuflutningaskipa. Hef margoft komið til Mongstad og í aðrar olíuhreinsistöðvar vegna starfa minna og kynnt mér öryggismál í þeim og í birgðastöðvum. Hvort sem byggð verður olíuhreinsistöð eða ekki er full þörf á tveimur varðskipum, vegna þeirrar umferðar sem er í kringum landið, olíu, gas og gámaflutningaskipa. 

Ef byggð verður hreinsistöð, mun sú stöð kalla á rekstur 2-4ra dráttarbáta með 50-90 tonna togkraft hið minnsta. Rekstur þeirra er greiddur af olíuskipaútgerðunum, eins og venja er, svo það er kostnaður sem við eigum ekki að vera velta okkur upp úr. Slíkur kostnaður er hluti af eðlilegum rekstri slíkrar stöðvar, sem og mengunarvarnarbúnaður henni tengdri.

Gestur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 00:18

9 Smámynd: Hagbarður

Sæll Gestur og aðrir bloggarar!

Ég hef skrifað nokkrar færslur um hugsanlega staðsetningu á olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum frá því að þetta mál var kynnt sem hugsanlegur valkostur í atvinnuuppbyggingu á svæði sem á undir högg að sækja. Færslur mínar hafa allar gengið út á það að olíuhreinsunarstöð með slíkri staðsettningu á sér engar rekstrarlegar forsendur. Um losunarheimildir hef ég ekkert fjallað enda skipta þær engu máli ef rekstrargrundvöllurinn er ekki til staðar.

Ég held að það þurfi ekki doktorsgráðu í hagfræði til að átta sig á hvað þarf að vera til staðar til að reka einingu sem hefur möguleika að skila arði. Það er staðsetningin. Staðsetning slíkra stöðva er forsendan fyrir að einhver möguleiki sé fyrir því að einingin geti skilað arði. Hvar eru þá þessar stöðvar? Þær eru annaðhvort í nærumhverfi framleiðslusvæðanna, eins og Mongstad (sem er stærsta birgðarstöð Norðmanna) eða þá sem næst markaðssvæðunum. Vestfirðir uppfylla ekki þessi skilyrði.

Ekki hefur verið byggð ný olíuhreinsunarstöð í Bandaríkjunum síðan 1976. Ástæðurnar eru einkum þær að rekstur þessara stöðva hefur yfirleitt verið erfiður, framlegð af "venjulegri stöð er um $8,25/tunnu og síðan hafa sífellt auknari kröfur til minnkaðs brennisteinsinnihalds og benzen lagt auknar álögur á reksturinn. Minnka á brennisteinsinnihald úr 50 ppm niður í 10 ppm fyrir árið 2010 og takmarka á benzeninnihaldið fyrir árið 2011 niður að 0.

Rekstur þessara stöðva er yfirleitt í "klasa", pípur tengja stöðvarnar sem eykur rekstraröryggi stöðvanna og það sem "venjulegu" stöðvarnar geta ekki unnið er unnið í sérhæfðum olíuhreinsunarstöðvum. Tilkostnaður við flutning á "afurðum" og það sem ekki eru unnt að vinna til enda er haldið í lágmarki enda framlegðin þannig að hún býður ekki upp á mikið. Olíuhreinsunarstöðvar þurfa líka sérhæfða þjónustu sem ekki er til staðar hér á landi.

Að vinna olíu út á "víðavangi", þar sem lagera þarf upp margvíslegar afurðir og hrat og senda með sérútbúnum skipum á markað eða til frekari vinnslu á framlegð sem kannski næði $8,25 í framleiðslu, er fásinna. Olían sem verið er að dæla upp er einnig að þyngjast, þ.e. "léttari" olían er að klárast og meira er dælt upp af brennisteinsríkari olíu sem dýrari er í vinnslu.

Það er ábyrgðarhluti af "ráðamönnum" að eyða peningum í svona skoðun og vekja vonir í hjörtum fólks að hugsanlega sé þarna komin leið út úr vanda heils byggðarlags. Svona vitleysu á að stöðva strax. Leyfi mér að láta fylgja hluta úr grein frá UBS Investment Research frá 27. júlí 2007.

Supply Outlook Driven

Completely by Capacity Creep

We expect U.S. refining capacity to grow 1.2% in 2007 and 1.1% in 2008,

compared with five-year average capacity growth of 0.8%. The total number of

operable refineries in the U.S. has come down significantly, from 301 refineries

in 1982 to 149 at year-end 2006 (see Chart 22). At the same time, average

refinery size has risen as smaller, inefficient units have been progressively shut

down or mothballed. Operable refining capacity in the U.S. at year-end 2006

totaled 18.31 MMBbld (on a barrel per stream-day basis.

Tight refining capacity and growing demand for refined product on the back of a

strong global economy caused refining margins to rise significantly since 2003.

Existing refineries have had to operate at higher utilization levels (see Chart 23)

as the total number of operable refineries has come down since the 1980s, with

no new refineries being built (Marathon’s Garyville refinery, built in 1976, was

the last new refinery built) and demand having grown at a 1% compound rate

during 1976-2006.

The economic consequence has been that supply from the U.S. refining system

has become increasingly tight. Any shock to the system (such as unusually cold

weather or very strong demand) or an extreme event (such as Hurricanes Katrina

and Rita in late 2005) typically affects the system severely, boosting refining

margins.

Since 2004, U.S. refinery operators have had to invest significant amounts of

capital in existing hardware to comply with low-sulfur gasoline and diesel

specifications. In addition, no new refineries were built in the U.S. because of:

(1) Significantly higher costs to build a refinery in the U.S. relative to costs in

developing countries.

(2) Stricter environmental standards and the associated difficulty in obtaining

permits in the U.S.

(3) Increasing NIMBY (not in my backyard) effect.

Capacity growth entirely by creep: we

expect growth of 1.2% in 2007 and 1.1%

in 2008

We expect limited refining capacity and

growing refined product demand to

continue to drive margins in 2007

U.S. Refiners Initiation of Coverage
23 July 2007

UBS 23

We expect capacity to grow mainly through creep and piecemeal refinery

expansions. Most expansions are aimed at making the refinery more complex,

which involves the addition of cokers, hydrotreaters, fluid catalytic crackers, etc.

Higher utilization of more complex downstream units is the key objective, and

an increase in primary distillation tower (or refinery capacity) is a secondary

objective. Adding deep conversion units to a refinery requires higher refinery

maintenance, and currently high refining margins are partly due to higher than

expected demand but also lower refining throughputs.

We believe the reason for lower throughputs is twofold:

(1) A more transitory effect, with higher refinery maintenance activity in 2007

owing to the delay of turnarounds following the 2005 hurricanes.

(2) A more structural effect of higher refinery maintenance because of

increasing refinery complexity and higher focus on safety.

Recently expanded refining complexes are highly integrated, with greater

interdependence between individual units. Therefore, a malfunction in any one

unit can necessitate a greater portion of the refining complex being taken down

for repairs. In addition, units like hydrotreaters require more frequent

maintenance (every two or three years) than distillation towers or cokers (every

four or five years). Given greater inter-unit dependence, a turnaround in any one

section can affect operations of the entire refinery.

The system is already extremely tight (capacity utilization is almost 90%, and

gasoline demand is still strong) and is increasingly vulnerable to outages. In

addition, light product supply (particularly gasoline) has become more

vulnerable to downtime at smaller units as increasingly tight specifications

require more units to be in operation to blend compliant product.

High Costs Affecting Refinery Expansion Plans

The increase in refining margins in 2003-06 also resulted in a sharp run-up in

asset prices for refineries. In 2005, Valero acquired Premcor for roughly

$10,000 per Bbl/day of capacity (or $1,000 per complexity-adjusted daily Bbl),

but in 2006, Lyondell purchased its 41.25% interest in CITGO at roughly

$20,000 per Bbl/day of capacity (or $1,600 per complexity-adjusted daily Bbl).

Purchase prices in recent transactions average around $1,300 per complexityadjusted

daily Bbl. Notably, in January 2007, Tesoro purchased Shell’s

Wilmington refinery at a relatively attractive $16,200 per Bbl/day of capacity

(or $1,100 per complexity-adjusted daily Bbl), below prices in then-recent

transactions, and this acquisition was well received by the equity market.

Based on our proprietary survey of capital costs in the refining segment, we

estimate the cost of a new, complex 100 MBbld refinery in the U.S. at

$3.3 billion or $33,000 per Bbl/day of capacity.

The regular labor market for the entire U.S. energy sector is already very tight,

and greater demand from the refining industry is further tightening the market.

In addition, following BP’s Texas City refinery accident, there is more emphasis

on safety, which also increases overall downtime for a refinery.

We estimate the cost of a new, complex

100 MBbld refinery in the U.S. at

$33,000 per Bbl/day of capacity

U.S. Refiners Initiation of Coverage
23 July 2007

UBS 24

The refining industry faces a tight labor market, difficulty in sourcing equipment

required for maintenance, and longer lead times to obtain catalysts used in the

refining process. In some cases, these factors have led companies to raise their

budgets intermittently for proposed expansions, and some are even pushing back

their expansion plans:

(1) Marathon increased the budget of its 180 MBbld Garyville expansion

project to $3.2 billion from original estimates of $2.2 billion (made

sometime in 4Q05).

(2) Sunoco increased the budget of its Philadelphia refinery FCC expansion

and resid upgrading unit to $520 million from an original estimate of

$300 million (made sometime in 4Q05).

(3) Valero has postponed the 50 MBbld Quebec refinery expansion into 2008

from earlier plans of 2007.

(4) Estimates for a new 615 MBbld refinery in Kuwait have doubled to over

$12 billion from earlier estimates of $6 billion because of significant

increases in material, labor, and equipment costs, leading the operator to

change the contract to cost-plus from turnkey, with less certain timing on

the completion of the project.

According to the 2006 Oil and Gas Journal Worldwide Refining Report, global

refining capacity rose 50 MBbld in 2006, the smallest rise since 2001. On the

global landscape, project timing seems to be skewed to the end of this decade,

with capacity slated to grow each year from 2007 to 2012. Planned additions are

concentrated in 2009-11 (with average annual growth of 3.1%), and we expect

over 2.5 MMBbld of capacity to be added each year (on a risk-adjusted basis).

We rely on company guidance for when refineries are expected to come on

stream, but we cautiously assume that a significant number of projects will be

delayed given the sharp run-up in material costs and the long lead times in the

engineering, procurement, and construction sector.

Hagbarður, 1.3.2008 kl. 01:49

10 Smámynd: haraldurhar

     Gestur þar sem þú vinnur við öryggismál olíuflutingaskipa, og hefur þar að auki margoft heimsótt olíuhreinsunarstöðvar þa undrast ég enn meir skif þín, og liggur við að segja vanþekking þín á málinu er þú fjallar um.   Einungis ein heimsókn og eitt samtal við kunnáttumann í olíuhreinsunarstöinn, hefði að mínum dómi átt að nægja þér til að sjá að ekki er raunhæft að reisa olíuhreinsistöð á Vestjörðum.

    Það er ekki rétt hjá þér að rekstur dráttarbáta sé greiddur af útgerðum olíuskipa, þau greiða einungis eftir gjaldská eins og öll önnur skip.   Í dag er rate á tveggjabirðinga  vlcc. um 70 þúsund $ á dag.  Það yrði annsi hátt álagið á ratið ef fara ætti eftir þinni formúlu.

    Eg hef á undanförnum árum fjárfest í olíuflutingarskipum, og þjónusufyrirtækum í olíuiðnaði. Þar að auki kynnti ég mér lítilega fyrir rúmum tveimur áratugum hreinslun á olíu, þá með það í huga að ná gasolíuni úr svartolíunni er við keyptum af Rússum, og ætlaði einungis að eima hana frá.

     Málflutningur þinn um þörf á öflugum varðskipum, og auknum viðbúnaði vegna flutingaskipa í ísl. efnahagslögsögu, er að mínu áliti óraunsær.  Það er eins og sumir haldi að peningar spretti bara af trjánum, og hægt sé að legga út í ómældan kostnað eins og það að fara reka tvö 15 til 20. þúsund hestafla skip hjá Landhelgisgæslunni.  Nú er kominn tíminn til að leggja fram hvað við getum sparað, og dregið úr rekstarkostnaði, veislunni er lokið í bili.

haraldurhar, 1.3.2008 kl. 01:54

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haraldur: Þú þarft að lesa færslur mínar aftur, því ég skrifa hvorki með eða á móti olíuhreinsunarstöð. Ef verkefnið er arðbært fyrir framkvæmdaraðila og hagstætt heimamönnum og báðir aðilar vilja fara í verkefnið, þá sé ég ekki á hvaða grunni við hin ættum að hafa á móti því, að því gefnu að umhverfisáhrif framkvæmdarinnar séu ásættanleg. Umræðan um umhverfisáhrifin þurfa því að snúast um það sem máli skiptir. Ekki eitthvað sem er ekki einu sinni umræðuefni.

Við höfum mestanpart síðustu aldar haft 2-3 varðskip. Hvað í veröldinni hefur breyst sem réttlætir að fækka þeim ofan í eitt?

Gestur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 10:25

12 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haraldur: Gleymdi að svara einu, þ.e. dráttarbátaþjónustan. Í hafnarlögum er óheimilt að láta einn rekstrarþátt niðurgreiða annan. Þannig að það væri ólöglegt annað en að láta dráttarbátana standa undir sér. Ekki færi ríkið að styrkja þá.

Gestur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 10:48

13 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hagbarður. Þú kemur með áhugaverða punkta. En munum að það verður ekki farið í þetta nema fjárfestar séu tilbúnir að binda helling af milljörðum í framkvæmdina. Maður skyldi ætla að þeir væru þá ekki að því nema þeir ætli sér að hafa ávinning af henni og það gerist ekki nema markaður sé fyrir vöruna og hráefniskostnaður og rekstrarkostnaður þmt flutningar séu samkeppnisfær.

En hið opinbera á ekki að vera að fjárfesta of miklu í þetta, það er rétt, en um leið eiga menn heldur ekki að vísa mönnum á dyr komi menn fram með áhugaverðar hugmyndir. Það að taka á móti mönnum með svona hugmyndir kostar, og því tel ég þetta mál í afar eðlilegu ferli og finnst mér hægt að hrósa heimamönnum fyrir vestan fyrir hversu opin umræðan hefur verið, þótt hún hafi á stundum farið af sporinu. Það fylgir.

Ef ekkert yrði svo af þessu, hefur margt gott skapast þegar af þessari umræðu, sem ætti að nýtast Vestfirðingum í framtíðinni.

Gestur Guðjónsson, 1.3.2008 kl. 10:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband