Orð í tíma töluð um grundvallarmikilvægi landbúnaðarins
2.3.2008 | 21:30
Mikið var gott að heyra í forseta vorum í dag. Ræða hans er ekki ósvipuð þeim sem Guðni Ágústsson og aðrir í Framsókn hafa haldið svo margoft um mikilvægi landbúnaðarins. En það sem Ólafur Ragnar gerir er að setja þetta enn betur í alþjóðlegt samhengi við mannfjöldaþróun, gróðurhúsaáhrif, hækkað sjávarborð og orkubúskap heimsins. Ég hef aðallega skrifað út frá fæðuöryggi í tengslum við sóttvarnir, en auðvitað eru fleiri þættir sem skipta miklu máli.
"Verkefnið er ekki samningagerð á hefðbundinn hátt heldur samræða um sáttmála sem tekur mið af grundvallarhagsmunum þjóðarinnar, sáttmála sem felur í sér að fæðuöryggi hennar verði tryggt þótt þróunin í veröldinni sé óhagstæð."
Vonandi verður þessi umræða til þess að kratarnir hætti þeim árásum á landbúnaðinn sem þeir hafa stundað í áratugi og fari að skilja hvað er landi og þjóð fyrir bestu.
Þeim ætti ekki að vera skotaskuld að skipta um stefnu í þessu máli. Þeir eru nú í svo góðri þjálfun. Í þetta skipti væri það til verulegra bóta, jafnvel þótt það kosti eitthvað hærra matvælaverð eða niðurgreiðslur. Það eru aurar, matvælaöryggið eru krónurnar sem telja.
Hlutverk landbúnaðar í fæðuöryggi þjóðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Íslenskur landbúnaður getur vel séð um sýn mál án fyrirhyggju stjórnmálamanna.
Ef framleiðslan er gefin frjáls, og hvatt til opnunar á svipuðum uppboðsmarkaði fyrir afurðir og tíðkast fyrir fisk, munu bændur loksins fá að njóta sýn.
Það eina sem vantar er að fjarlægja allt þetta regluverk, sem heldur bændum í gíslingu afurðarsala og fyrirhyggjustofnana landbúnaðarins, sem gleypa til sýn afraksturinn og niðurgreiðslurnar til bænda.
Frelsið, mun reisa bændur og landbúnaðinn við.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.3.2008 kl. 10:35
Hvernig ætlar þú að jafna samkeppnisstöðu landbúnaðarins gagnvart erlendum vörum sem njóta niðurgreiðslna í sínu heimalandi, sem eru oft á tíðum faldar sem umhverfis- og byggðastyrkir og teljast því ekki með t.d. hjá OECD?
Nei. Við eigum að standa vörð um okkar landbúnað og fylgja WTO án þess að verða kaþólskari en páfinn í þeim efnum.
Við skulum ekki gleyma því að þessar þjóðir sem OECD mælir með lægri styrki og setur í "betri" flokk en okkur, t.d. ESB, eru með mikla tollamúra gagnvart þróunarlöndunum og halda þeim í fátæktargíslingu. Svo eru menn að tala um þróunaraðstoð við þessi ríki í hinu orðinu. Hræsni?
Gestur Guðjónsson, 3.3.2008 kl. 11:29
Er ekki að tala um frjálsan innflutning, er að tala um frjálsan landbúnað með innlendri samkeppni, til að gera Íslenskan landbúnað hæfan til samkeppni við innfluttar vörur, sem við getum ekki endalaust haldið burt.
Það verður endalaust þrýst á innflutning og með tímanum gefa menn eftir, þá verður vont að vakna of seint til að verjast.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 3.3.2008 kl. 23:22
Þú ert í rauninni að leggja til að kvótakerfið verði í raun lagt niður, ef ég skil þig rétt. Það hlýtur að þýða að sú hugmynd sem kastað var inn í umræðuna, um að styrkir næstu ára yrðu í formi uppkaupa ríkisins á kvótum.
Ég hef enga fordóma gagnvart því. Það er allrar athugunar virði að létta þeim fjárfestingum af bændum og "losa" þá undan kvótanum. En það þarf náttúrulega að skoðast í samhengi, þá sérstaklega við afurðastöðvakerfið sem byggir á stórrekstri, með eina stöð á hverju svæði, sem er sífellt að stækka. Þær eru yfirleitt í eigu bænda, svo það getur haft áhrif á ákvarðanatöku þar og menn kannski komnir í hring þar. Það er kannski eitthvað sem á eftir að breytast. Hver veit
Gestur Guðjónsson, 4.3.2008 kl. 12:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.