The million dollar question
14.3.2008 | 13:18
Fyrirhugað álver í Helguvík mun losa 400.000 tonn CO2eq/ári miðað við umhverfismatsskýrslu Norðuráls.
Meðalverð losunarheimilda CO2 á Evrópumarkaði er 22-25 pr tonn CO2eq.
Ef Helguvík fær úthlutað losunarheimildum af kvóta Íslands er verðmæti þeirrar úthlutunar sem sagt 1.000.000.000 kr/ári. Einn milljarður króna.
Er skrítið að Helguvíkurmenn geri allt til að vinna kapphlaupið við Húsavík og reyni að fá sem flesta krossa í kladdann til að geta talist vera komnir lengra í undirbúningi, sem veitir forgang við úthlutun losunarheimilda og tryggja sér þennan byggðastyrk?
Ísland hefur ekki losunarheimildir til nema annars álversins. Valið og valdið er úthlutunarnefndar losunarheimilda. Formaður þeirrar nefndar er skipaður af iðnaðarráðherra, en kærum mun umhverfisráðherra sinna.
Þannig að allir þræðir málsins eru í höndum Samfylkingarinnar. Nú verður fróðlegt að sjá hvernig hún bregst við og hvað er að marka það sem hún hefur sagt að hún ætli að gera og sagst geta gert.
Framkvæmdir hafnar í Helguvík | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð athugasemd.
Mér finnst stjórnmálamenn sýna mikla léttúð í þessum málum. Er það græðgin sem er svo óseðjandi að menn týna sér í að taka ákvarðanir sem enda kannski í martröð?
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 14.3.2008 kl. 15:49
Það hlýtur að vera bæði Debet og Kredet í bókhaldi um losunarheimildir, ef byggt er álver á svæði sem vinnur orkuna á umhverfisvænni hátt, en gert er á til dæmis kolasvæði, hlýtur mismunurinn á losun gróðurhúsalofttegunda að færast til tekna.
Það getur líka varla verið að þeir sem fyrst koma sér upp Álveri sitji að losunarheimildum eins og kvótakóngar sjávarútvegs.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 15.3.2008 kl. 11:51
Sæll, Gestur. ,, Fyrirhugað álver í Helguvík mun losa 400.000 tonn CO2eq/ári"
Segðu mér hvað kemur mikið til baka í sparnaði á CO2. vegna notkunar á áli í álgeiranum?
Segðu mér líka hvaða stóriðja mengar mest.?
Settu svo niðurstöðunar í grein á bloið þitt.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 15.3.2008 kl. 12:11
Ef umhverfisráðherra sækir fast um áframhald á íslenzka ávæðinu svokallaða í
Kyoto-samkomulaginu og aukningu á því verður a.m.k rúm fyrir áver bæði í Helguvík og Húsavík.
En Umhverfisráðherra og Samfylkinginn ætla að draga lappirnar í þessu eins
og nær öllu sem snertir íslenzka hagsmuni.
Þess vegna þarf að koma Samfylkingunni sem fyrst frá völdum. Hún er einn
allsherjar dragbítur á íslenzkt efnahagslíf.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 15.3.2008 kl. 13:50
Það er einmitt á grundvelli þess að orkuöflunin er án losunar gróðurhúsalofttegunda sem Siv fékk íslenska ákvæðið inn í Kyoto-bókunina. Það er sá kvóti sem verið er að sækja í núna og er svo verðmætur. Ég vona að ég sé að misskilja, en mér virðist sem núverandi ríkisstjórn ætli sér ekki að sækja þessa viðurkenningu í væntanlega Kaupmannahafnar-bókun.
Ef alþjóðasamfélagið ber gæfu til að nálgast málið út frá geiranálgun og sú nálgun verður heildstæð þannig að orkuöflun hvers geira sé meðtalin, eins og ég lýsti í þessari færslu fyrir stuttu, verður ekkert vandamál að fá slíka starfsemi til landsins og hin raunverulega góða staða Íslands fær notið sín og landið fær að leggja sitt lóð á vogarskálarnar til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á heimsvísu.
Í lögum um úthlutun losunarkvóta er sagt að þeir sem lengst eru komnir við undirbúning eigi að njóta forgangs, eins og ég benti á fyrir stuttu. Svo er það spurningin sem lögfróðir menn eiga að svara hvort sá samanburður eigi að miða við stöðuna á hverjum tíma eða hvort miða eigi við stöðuna þegar lögin voru sett.
Ég veit ekki hvaða stóriðja mengar mest. Það er allt spurning um hvernig eigi að líta á málin. En ég hef áður bent á að ferðamannaiðnaðurinn á Íslandi mengar meira en áliðnaðurinn, svona sem dæmi.
Gestur Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 14:15
Sæll, Gestur viltu svara þessu.
Sæll, Gestur. ,, Fyrirhugað álver í Helguvík mun losa 400.000 tonn CO2eq/ári"
Segðu mér hvað kemur mikið til baka í sparnaði á CO2. vegna notkunar á áli í álgeiranum?
Segðu mér líka hvaða stóriðja mengar mest.?
Settu svo niðurstöðunar í grein á bloið þitt.
Kv, Sigurjón Vigfússon
Rauða Ljónið, 15.3.2008 kl. 15:19
Pétur H Blöndal spurði umhverfisráðherra svipaðra spurninga á Alþingi fyrir stuttu.
Þú getur lesið spurningarnar, svörin og umræðuna hér.
Gestur Guðjónsson, 15.3.2008 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.