Vantrú á Íslandi kostar almenning stórfé
18.3.2008 | 09:46
Af fréttum erlendis frá að dæma, virðist það ekki vera vantrú á viðskiptabönkunum sem er að valda þessu gengissigi. Það virðist vera vantrú og vantraust á íslensku efnahagslífi í heild sinni.
Af hverju ætli það sé?
Er það vegna þess að greinendur sjá að Seðlabankinn rær einn á móti verðbólgunni?
Er það vegna þess að ríkisstjórnin setur fjárlög þar sem flóðgáttir eru opnaðar og útgjöld aukin um 20%, sem vinnur beint á móti Seðlabankanum?
Er það vegna þess að ríkisstjórnin aðhefst ekkert til að styrkja Seðlabankann, t.d. með aukningu gjaldeyrisvarasjóðs?
Er það vegna þess að skuldir þjóðarbúsins í heild sinni mælast mikilar, m.a. vegna þess að fyrirtæki eru ekki að skrá erlend eignasöfn sín hér á landi, vegna skattareglna?
Er það vegna þess að í tengslum við kjarasamninga gefur ríkisstjórnin út yfirlýsingu sem skilur alla eftir í lausu lofti, vegna þess að engar útfærslur eða tímasetnignar á aðgerðum liggja fyrir, ss á stimpilgjöldum og breytingu gjalda?
Er það vegna þess að ráðherrar tala út og suður um framtíðarsýn sína í peningamálum og engin skipulögð umræða fer fram um málið af hálfu ríkisstjórnarinnar?
Er það vegna þess að við blasir að ríkisstjórnin kemur sér ekki saman um aðgerðir til að bregðast við vandanum?
Er það vegna þess að það eru tvær eða kannski tólf ríkisstjórnir í landinu og kalla megi fundina í stjórnarráðinu ráðherrafundi en ekki ríkisstjórnarfundi, enda tala ráðherrar út og suður um öll mál?
Ég veit ekki hvað af þessu vegur þyngst, en almenningur þarf að borga fyrir það svo mikið er víst.
Gengið sígur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég tel að sú vantrú sem er á íslandi, sé nokkuð vel rökstudd. Maður ætti ekki að sakast við þá sem líta á "staðreyndirnar" eins og þær koma fyrir, til dæmis hjá Seðlabankanum, og draga síðan þá ályktun að hér sé ekki gott að eiga viðskipti.
Maður getur hinsvegar dregið í efa hæfileika þeirra sem stjórna þessu fyrir hönd okkar. Það er enginn vilji til að fá stöðuna upp á borðið og án þess verður vart hægt að vinna sig út úr þessu.
Eina leiðinn til að öðlast tiltrú er að hafa kjark til að taka vandamálinn upp, og vinna svo markvisst fyrir opnum tjöldum að lausn þeirra.
proletariat, 18.3.2008 kl. 11:38
proletariat hittir vel á kjarnann, að mínu mati.
Hagbarður, 18.3.2008 kl. 12:07
Hélt þú ættir við trúleysisfélagsskapinn: Vantrú - sjá www.vantru.is .. ! .. þar til ég las áfram!
Jóhanna Magnúsar- og Völudóttir , 18.3.2008 kl. 13:54
Sammála Hagbarði. Strútar hafa sjaldan talist til mikilla efnahagsspekúlanta.
Þú hefur verið búin að undirbúa öflugt komment á vantrú Jóhanna....
Gestur Guðjónsson, 18.3.2008 kl. 20:55
Fjármálaeftirlit í mörgum norðurlöndum eru að skoða þessa "útrásarmenn" okkar niður í kjölinn...
Ég yrði ekki hissa á því að þeir myndu finna eitthvað sem Í Efnhagsafbrotadeild íslensku lögreglunnar hafi yfirsést, eða kann ekki og hefur enga reynslu í...
yrði ekki hissa þó þeir fyndi alveg voða voða voða mikið af földum peningum...
og ef við erum heppnir, myndu finna auranna sem kallaðir eru "skuldir við útlönd" í leiðinni.
Bíðum við ekki bara rólegir og látum þá sem kunna til verka, ná í rassin á þeim sem eru aðal pottormarnir í þessum "con artist" leik sínum...
Óskar Arnórsson, 18.3.2008 kl. 21:39
Áhugavert. Hefur þetta komið fram einhversstaðar, Óskar?
Gestur Guðjónsson, 18.3.2008 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.