Ljóst að Seðlabankinn ræður ekki við efnahagsmálin einn

Það er stóralvarlegt mál að nýjasta verðbólgumæling Hagstofunnar skuli hafa komið markaðnum á óvart og að verðbólguspár Seðlabankans skuli ekki standast. Hin jákvæðu viðbrögð við stýrivaxtahækkuninni í upphafi vikunnar eru gengin til baka og eftir standa almenningur og litlu fyrirtækin með enn hærri vaxtabyrði.

Það er greinilegt að hagstærðamælingarnar eru ekki nægjanlega góðar. Oft á tíðum er verið er að vinna með 2-3 mánaða gamlar tölur og virðist engin tilraun gerð til að bæta úr með því að nota vísbendingar, t.d. úr kortaveltu og fleiri slíkar breytur, sem er hægt að fá nánast í rauntíma til að bæta þar úr. Veðurstofan virðist mun betri í langtímaspám sínum, þótt við duttlunga náttúruaflanna sé að etja þar.

Þögn ríkisstjórnarinnar er ekki síður öskrandi og kostar okkur almenning, greiðendur verðtryggðra sem óverðtryggðra lána, stórfé. Ríkisstjórnin virðist ætla Seðlabankanum einum að ná stjórn á efnahagsmálunum, sem hefur aðeins stýrivaxtavopnið og bindiskylduna. Útgjöldin, skattheimtan og stóru fjármunafærslurnar eru aftur á móti á hendi ríkisstjórnarinnar og meirihlutans á Alþingi. Hún virðist ekkert ætla að nota þau tæki til að lækka verðbólguna, bara að lepja te og fylgjast með meðan verðbólgan ríkur upp. Fjármálaráðherra neitar að tjá sig, ekkert heyrist frá púlti forsætisráðherra, en viðskiptaráðherra notar enn sem fyrr hvert tækifæri til að tala málin enn lengra niður með efasemdum um peningamálastefnuna. 

Ef viðskiptaráðherra hefur þessar efasemdir á hann ekki að vera að blaðra um þær við fjölmiðla, heldur undirbúa tillögur í samræmi við þær, fá þær samþykktar í ríkisstjórn og koma þeim til framkvæmda. Síendurtekið tal í fjölmiðlum sem engin alvara eða aðgerðir virðist búa að baki er enn til þess fallið að draga úr trúverðugleika efnahagslífsins, sem kostar okkur almenning enn meira.

Mér finnst alveg skoðandi að skoða kosti þess að fara dönsku leiðina, festa vextina við eina mynt eða myntkörfu og leyfa genginu sveiflast innan ákveðinna marka.


mbl.is Fara fram á sameiginlegan fund nefnda á Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: G. Valdimar Valdemarsson

Er ekki bara skoðandi að flytja vantraust á bæði ríkisstjórn og eða einstaka ráðherra þar sem stjórnvöld virðast ekki vandanum vaxin.  Að maður tali nú ekki um fjármálaráðherrann sem sendir umboðsmanni Alþingis tóninn í stað þess að svara málefnalega þeim spurningum sem til hans beint.  Ég held að margir Samfylkingarmenn ættu erfitt með að lýsa trausti á fjármálaráðherrann eftir yfirlýsingar hans í svari til umboðsmanns.

G. Valdimar Valdemarsson, 28.3.2008 kl. 13:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband