Nú er það helst í fréttum af ríkisstjórninni að viðskiptaráðherra er að hitta menn og eiga viðræður til að ræða hugmyndir til að slá á verðbólgu. Hugmyndir sem eiga svo eftir að fara í gegnum ríkisstjórn og þingflokka stjórnarflokkanna áður en þær verða lagðar fyrir Alþingi. Það er gott að menn eru hættir að fylgjast bara með og lepja te. Enda ríkisstjórnin að verða ársgömul.
Verst að skilafrestur nýrra mála til Alþingis þennan þingveturinn er þegar liðinn, svo þetta hefur ósköp lítið upp á sig. Í bili amk. Nema til að komast í fréttir.
En manni finnst umhugsunarefni, fyrst þetta er það fréttnæmasta af ríkisstjórninni, hvort þetta sé það eina sem verið er að gera? Hélt að þetta væri eitthvað sem væri stöðugt í gangi og í rauninni alls ekki fréttnæmt. Svo virðist ekki vera. Því miður
Ef satt er, verður maður að anda djúpt og minna sig á að mjór er mikils vísir.
Ræða um átak gegn aukinni verðbólgu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Eru þetta ekki svona umræðustjórnmál?
Hallur Magnússon, 7.4.2008 kl. 21:50
jú, er það ekki?
Gestur Guðjónsson, 7.4.2008 kl. 22:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.