Atvinnuleysi stjórntæki ríkisstjórnarinnar?

Gylfi Arnbjörnsson framkvæmdastjóri ASí er farinn að hafa sömu áhyggjur og ég lýsti í færslu fyrir skömmu, að ríkisstjórnin sé viljandi að keyra atvinnustigið niður til að kæla hagkerfið.

Manni kemur ekkert á óvart að íhaldinu hugnist hæfilegt atvinnuleysi, enda lækkar það launataxtana en hvað Samfylkingin er að hugsa er mér ráðgáta.

Líklegast sér Samfylkingin hag í því að auka verkalýðsvitund sem óhjákvæmilega fylgdi auknu atvinnuleysi, nema hún sé einfaldlega að koma sér upp stjórntæki sem þarf til, gengjum við í ESB og hagsveiflan þar og hér væri ekki í takt. Þá væri bindiskylda og atvinnuleysi þau stjórntæki sem eftir væru eftir að stýrivaxtatækið væri tekið af okkur.

Af tveimur vondum kostum vel ég verðbólgu umfram atvinnuleysi. Árangur áfram - ekkert stopp


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband