Gefur ríkisstjórnin frat í Sameinuðu þjóðirnar?

Þann 11. júní rennur út sá frestur sem Ísland hefur til að bregðast við áliti mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna um íslenska fiskveiðistjórnunarkerfið. Eftir 54 daga.

Mér sýnist 15 þingdagar vera eftir og á þeim tíma þyrftu lagabreytingar að komast í gegnum 3 umræður, hagsmunaaðilar að kynna sér málið og semja umsagnir, heit og löng umræða að fara fram á þingi og á öðrum vettvangi, áður en málið kæmist í gegn.

Ég er smeykur um að þetta sé vitnisburður um að viðbrögðin verði neikvæð, svörin verði þau að lögsaga dómstólsins sé ekki bindandi og mikil áhersla verði lögð á að ekki hafi verið einhugur í nefndinni og rök þeirra sem skiluðu séráliti verði týnd til og gerð að aðalatriði. Málið fari sem sagt ekki til Alþingis yfirhöfuð og engar breytingar verði gerðar.

Eru þetta samræðustjórnmál Samfylkingarinnar í raun?

Ingibjörg Sólrún sagði í seinni Borgarnesræðu sinni:

Ég gagnrýndi valdsmennina þá. Ég hef haldið því áfram og ég mun halda því áfram eins lengi og þörf krefur. Ég tel fulla ástæðu til að tala um hvernig þeir sem stjórna samfélaginu fara með vald sitt, hvernig þeir fara með það opinbera vald sem þeim hefur verið trúað fyrir.

Líklegast er ekkert að marka, hún er komin í ríkisstjórn núna. 

Það verður fróðlegt að fylgjast með því hvaða áhrif það hafi á framboð okkar til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, stöðu okkar innan hafréttarmála, að við gefum frat í stofnanir þeirra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Gestur góð hugleiðing , það skyldi þó aldrei vera að okkur yrði synjað sökum þess að hafa ekki unnið heimavinnuna vegna flakkferða erlendis.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 19.4.2008 kl. 03:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband