Hvernig hugsa fréttamenn Stöðvar 2?

Í kjölfar ummæla Láru Ómarsdóttur sem fóru óvart í loftið um sviðsetningu atburða fyrir beina útsendingu frá óeirðunum við Rauðavatn um daginn, fór af stað undirskriftarsöfnun meðal fréttamanna Stöðvar 2 um að hún segði ekki upp.

Hvað felst í þeirri gjörð?

Felst ekki í því að allir fréttamenn Stöðvar 2, nema Lára sjálf og Steingrímur Ólafsson fréttastjóri sem hefur talað skýrt um alvarleika málsins, telji það sem hún sagði, í góðu lagi, að hún hafi bara verið óheppin að vera "tekin"?

Hver er trúverðugleiki þess fólks sem telur svona ummæli í lagi?

Höfum í huga að öllu gamni fylgir nokkur alvara, sama hvað Lára segir um hversu lítið hún meinti með ummælum sínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband