Umræða um strandsiglingar er á villigötum

Þessi umræða um strandsiglingar er meira bullið.

Fyrir það fyrsta þá eru strandsiglingar alls ekki aflagðar. Þær eru meiri nú en áður ef eitthvað er, þótt skipin séu hætt að sigla hálftóm hringin í kringum landið samkvæmt einhverri áætlun.

Samskip og Eimskip bjóða upp á strandflutninga frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Austurlands, Reyðarfjarðar og Eskifjarðar. Ég heyri ekki annað á þeim en að nýtingin á þeim sé skelfileg og væri ekki komið við á þessum stöðum nema vegna þess að frá þessum stöðum er útflutningur sem fer beint út. Það er í sjálfu sér strandflutningur, ef menn skilgreina Reykjavík sem eina vöruflutningamiðstöðin, eins og þessi umræða snýst öll um í vanþekkingu sinni.

Þar að auki er salt, mjöl, lýsi, áburður, olía og mikið magn frosinna fiskafurða, flutt beint inn og út á ströndina. Allt er þetta strandflutningur auk þess sem ferskur fiskur er fluttur út með Norrænu, sem er einnig strandflutningur við þær forsendur sem þessi umræða gefur sér.

Það er rétt að hver tonnkílómeter mengar minna og kostar minna ef hann er á sjó miðað við vegaflutninga, en inn í þann reikning verður að taka lagerhald úti á landi, kostnað við umskipun, þjónustustig og þau lífsgæði sem felast í stöðugu aðgengi að ferskum matvörum, sem strandflutningar geta ekki veitt.

Þannig að vonandi fær frjálslyndið að njóta sín í stað þess stjórnlyndis sem þessi málflutningur hefur í för með sér, þótt auðvitað eigi flutningaaðilar að greiða fyrir þann kostnað sem þeir valda og eðlilegt sé að endurskoða það.


mbl.is Strandsiglingar kall nútímans
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það er ekki að ástæðulausu að strandsiglingar (í þeirri merkingu sem flestir leggja í hana) lögðust niður. Svo má auðvitað spyrja sig hvort almennir borgarar á höfuðborgarsvæðinu eigi að handstýra því hvernig íbúar Ísafjarðar og Kópaskers fái vörur sínar afhentar. Ég reikna með því að íbúar út á landi geri álíka kröfur eins og aðrir íbúar þessa lands að fá vörur sínar á sem stystum tíma og þá helst í gær.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 12:01

2 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þessi færsla hjá þér er svo algjörlega út í hött og ég get ekki séð hvernig sæmilega viti borinn maður getur skrifað svona vitleysu.  Fyrir það fyrsta þá þurfa Samskip og Eimskip EKKI að sjá um viðhald á vegakerfinu, en skipin sem þessi félög eru með í ferðum þurfa þessi félög að sjá um viðhald á, þar af leiðandi er að sjálfsögðu mikið ÓDÝRARA fyrir þessi félög að flytja vörurnar landleiðina.  Ég minni þig á það að það sem er þjóðhagslega hagkvæmt getur verið rekstrarlega óhagkvæmt. Frjálshyggjuþvælan á alls ekki alltaf við.

Jóhann Elíasson, 9.5.2008 kl. 12:06

3 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ef ég skil þig rétt Jóhann Elíasson þá vilt þú flytja vörurnar á þann hátt sem er þjóðhagslega hagkvæmt. Það er tvennt í þessu sem ég ætla að benda þér og öðrum á:

1. Af hverju þarf fólk út á landi að bíða í marga daga eftir vörum sínum? Eru vegirnir bara fyrir afmarkaðan hóp fólks eða bara fyrir fólk sem keyrir þar umí ákveðnum tilgangi. Kannski viltu bara hafa þá fyrir fólksflutninga eða fyrir bíla undir ákveðinni stærð. Fyrir hvern eru vegirnir gerðir, fólkið á höfuðborgarsvæðinu til að það komist út á land eða fólkið út á landi til að það komist til höfuðborgarsvæðisins? Kannski eru vegirnir hugsaðir sem samgönguæðar þar sem fólk og vörur geti flust milli svæða án vandkvæða.

2. Ég hef unnið sem innkaupastjóri fyrirtækis og veit sem er að hver dagur sem það tekur vörur að koma til landsins þýðir verulega aukningu á óvissu og kostnaði. Birgðahald verður að vera meira sem þýðir meiri fjárbinding og stærra lagerhúsnæði. Þér finnst það kannski ekki skipta máli. Hugsanlega er þjóðhagslega hagkvæmt að við búum öll á höfuðborgarsvæðinu.

3. Það er ýmislegt sem er þjóðhagslega hagkvæmt að gera en er ekki gert. Hver ætli verði þjóðhagslegur sparnaður af því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu? Ætla það sé ekki bara þjóðhagslega hagkvæmt að byggja stórar blokkir og hætta að úthluta einbýlishúsalóðum. Það myndi spara þjóðfélaginu mikinn pening í gatnamannvirkjum. Í framhaldi af því má segja að það sé sennilega ekki þjóðhagslega hagkvæmt að leyfa fólki að eiga einkabíla, líklega væri best ef allir ættu heima, samþjappaðir í stórum blokkum og ferðuðust með strætó. Ætli það sé þjóðhagslega hagkvæmt að búa á Íslandi

Ég er hræddur um að þú sért kominn á hálann ís þegar þú ætlar að neyða stóran hluta af þjóðinni til að flytja vörur sínar með skipum í staðinn fyrir bílum.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 13:55

4 Smámynd: Jóhann Elíasson

Steinn, það er til nokkuð sem heitir lagerhald og sé því skynsamlega beitt þarf enginn að bíða eftir vörunum sínum.  Það er hægt að senda með skipum þyngri vörur og þær sem hafa lengra geymsluþol, aðrar vörur eins og grænmeti og þess háttar yrði að flytja áfram landleiðina.  Einhvern veginn finnst mér að það sért þú sem ert á hálum ís í þessari umræðu.  Út frá hvaða sjónarmiði teldir þú eiginlega þjóðhagslega hagkvæmt að allir byggju á höfuðborgarsvæðinu?

Jóhann Elíasson, 9.5.2008 kl. 14:53

5 Smámynd: Steinn Hafliðason

Það að til sé lagerhald þá er eykur afhendingartíminn óvissu í eftirspurn á þeim tíma sem beðið er eftir vörunum og þar af leiðandi þarf lagerinn að vera bæði stærri vegna lengri afhendingartíma og einnig hlutfallslega stærri vegna meiri óvissu. Það eykur vissulega kostnað og verðlag út á landi og rýrir því lífsgæði þess fólks.

Varðandi þjóðhagslega hagkvæmni að allir byggju á höfuðborgarsvæðinu set ég það fram í spurningu en ekki sem fullyrði eins og þegar þú heldur því fram að það sé "...Þessi færsla hjá þér er svo algjörlega út í hött og ég get ekki séð hvernig sæmilega viti borinn maður getur skrifað svona vitleysu." Þú rökstyður ekki einu sinni í hverju þetta bull er falið. Varðandi hagkvæmni þess að allir byggju á höfuðborgarsvæðinu væri hægt að skrifa heila bók um rök með og á móti. Það ætla ég ekki að gera hér en hitt veit ég að þróunin hefur verið í þá átt að sífellt stærra hlutfall landsmanna búa þar og væri hægt að álykta að það sé vegna einhvers konar hagkvæmni þess að búa þar.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 15:10

6 Smámynd: Jóhann Elíasson

Það er náttúrulega tóm þvæla að lagerhald auki afhendingaróvissu og hvernig í ósköpunum á lagerhald að geta haft áhrif á eftirspurn?  Sé lagerhaldi almennilega stjórnað hefur það engin áhrif á lífsgæði þeirra sem á það þurfa að stóla.  Enginn kemst hjá einhverju lagerhaldi svo þessi rök þín eru alveg út í bláinn.  Rökstuðningurinn er í greininni hans en þar er hann að skrifa um hvað sé nú mikið ódýrara fyrir Eimskip og Samskip að senda vöru landleiðis en með sjóflutningum, það gefur náttúrulega auga leið þar sem þessi fyrirtæki þurfa ekki að sjá um viðhald vegakerfisins, að það er ódýrara fyrir þá að flytja vörurnar landleiðina.  Varðandi þjóðhagslega hagkvæmni af því að allt landið sé í byggð, er ég sammála þér með það að það væri hægt að skrifa bók með rökum með og á móti, en samt finnst mér rökin vera fleiri með en ég er sammála með það sú umræða á ekki alveg við hér.

Jóhann Elíasson, 9.5.2008 kl. 15:28

7 Smámynd: Steinn Hafliðason

Afhendingaróvissa eitthvað sem ég hef ekki rætt um. Það er hugtak sem nær yfir hvort þú færð vöruna afhenta á réttum tíma eða ekki. Lagerhald hefur heldur ekki áhrif á eftirspurn, allavega ekki með beinum hætti.

Hins vegar er óvissa í væntri eftirpurn meiri eftir því sem þú þarft að spá lengra fram í tímann. Þegar þú pantar vöru tekur magnið mið af því hversu mikið þú býst við að selja á þeim tíma sem þú bíður eftir að vörusendingin komi til þín. Ef varan er lengur á leiðinni til þín þarftu að spá lengra fram í tímann þegar þú ákveður hvað þú þarft að panta mikið.

Eftirspurn eftir vöru sveiflast frá degi til dags og frá viku til viku. Stundum koma nokkrir dagar í röð þar sem er mikil eftirspurn og síðan koma dagar stundum margir í röð þar sem eftirspurn er lítil. Þarna er ég að tala um eðlilegar sveiflur sem allir lagerar verða að eiga við. Eftir því sem þú þarft að bíða lengur frá innkaupapöntun þar til varan kemur í hús verður þú að hafa stærri varabirgðir til að mæta hugsanlegum sveiflum í eftirspurn.

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 15:50

8 Smámynd: Jóhann Elíasson

Sem sagt þú viðurkennir það að lagerhald sem slíkt hefur ekki áhrif á eftirspurnina heldur er það eftirspurnin sem stjórnar lagerhaldinu.  Þú þarft lítið að fræða mig um framboð og eftirspurn, ég hef kennt bæði hagfræði og markaðsfræði og í störfum mínum sem rekstrarráðgjafi hef ég þurft að glíma við flest þau vandamál sem upp hafa komið varðandi lagerhald og hagkvæmni innkaupa.

Jóhann Elíasson, 9.5.2008 kl. 16:16

9 Smámynd: Steinn Hafliðason

Þá held ég að við skiljum hvorn annan

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 16:20

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Jóhann: Ég er alveg sammála þér að landflutningarnir eigi að greiða það sem þeim ber í viðhaldi vegakerfisins, það kemur skýrt fram í síðustu málsgreininni.

Bendi enn og aftur á að strandflutningar eru langt frá því aflagðir og það er einmitt aðallega bulkvara og þungaflutningar sem eru á sjónum.

Gestur Guðjónsson, 9.5.2008 kl. 18:54

11 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Satt að segja held ég að þetta sem fram hefur farið hér sanni það sem fyrirsögnin segir: "Umræða um strandflutninga er á villigötum". Þar fer handhafi þessarar síðu fremstur í flokki, einfaldlega af því að hann telur sig vita eitthvað um strandflutninga.

Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 20:11

12 Smámynd: Steinn Hafliðason

Ef þú ert svona fróður Haraldur, af hverju deilir þú ekki þekkingu þinni með okkur. Í rauninni er það eina sem þú ert búinn að segja afskaplega ómálefnalegt og ekkert annað en persónuleg árás. Hvað veist þú um hvað aðrir vita?

Steinn Hafliðason, 9.5.2008 kl. 21:35

13 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Ég bara vitna í fyrrisögnina mér finnst hún segja allt sem segja þarf.

Haraldur Bjarnason, 9.5.2008 kl. 22:23

14 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ríkið má ekki niðurgreiða standfluttinga við Ísland vegna Evrópusabandsins og EES. Ef þetta verður sett í útboð þá þarf að bjóða það út á Evróbusvæðinu. Það eru breittir tímar í dag og ekki auðvelt að eiga við þetta.

Jón V Viðarsson, 10.5.2008 kl. 02:48

15 Smámynd: Jón V Viðarsson

Ég ætlaði nú að taka það fram líka að ef strandflutningar færu í útboð, þá væri það kanski til 5 ára í senn og hver ætti þá að borga brúsann. Við erum að tala um fastar ferðir umhverfis landið á minnst tveimur skipum með mjög stuttu millibili. Þetta myndi verða gríðalegur kostnarauki í alla staði. Það sannaðist best með Jakslinum fræga.

Jón V Viðarsson, 10.5.2008 kl. 03:19

16 Smámynd: Sævar Helgason

Það er rétt . það eru enn í gangi strandflutningar. En eins og þú segir , Gestur ; " Ég heyri ekki annað á þeim en að nýtingin á þeim sé skelfileg"

Af hverju er það ?  Landflutningar eru ódýrari og skilvirkari hvað snertir vöruskil með hraði.

Þegar málið er skoðað þá er alveg ljóst að þessir landflutningar eru stórlega niðurgreiddir af okkur skattborgurum. Vegakerfið er alls ekki byggt fyrir þessa þungaflutninga og viðhalds og kostnaður við endurbyggingu þeirra  alveg gífurlegur og fer á næstu árum hraðvaxandi.

Þessir trukkar slíta vegakerfinu 1: 12.000 þ.e einn trukkur er á við 12 þús. bíla af meðalstærð.

Eigum við að leggja í þúsundir milljarða kostnað til að viðhalda þessum flutningum á vegunum eða eigum við að  fara sjóleiðina ?

Með því að reikna kostnaðinn í raungjöld af þessum flutningum og setja þann skatt á flutningabílana- þá fyllast strandferðaskipin með hraði.

Síðan þarf að finna góða leið til að almenn dagleg neysluvara verði áfram flutt landleiðina.

Ekki er hægt að bera gömlu strandflutningana saman við nútíma tækni með gámakerfi og stýrikerfum- það eru tveir gjörólíkir heimar 

Sævar Helgason, 10.5.2008 kl. 11:07

17 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Haraldur: Fræddu mig um hvað þú átt við með yfirlýsingum þínum um mig.

Sævar: "Síðan þarf að finna góða leið til að almenn dagleg neysluvara verði áfram flutt landleiðina"

Heldur þú að það sé eitthvað eftir þegar sú vara er áfram á vegunum. Hvaða rekstrargrunnur væri fyrir slíkum flutningum, umfram þá flutninga sem þegar eru á sjónum?

1:12.000 er hlutfall sem á hugsanlega við þegar vegur er ekki fullsiginn og undirlagið er ekki fast. Ef við tökum Reykjanesbrautina sem dæmi, sem er á föstu hrauni, er hlutfallið allt annað og lægra. Kostnaðarþátttökuna verður að miða við meðaltalið.

Gestur Guðjónsson, 10.5.2008 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband