Flokkur valdsins er á móti breytingum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið við völd meira og minna frá lýðveldisstofnun. Hefur stærð hans og fylgi verið langt umfram það sem eðlilegt mætti teljast út frá þeirri staðsetningu sem hann segist hafa í íslenskum stjórnmálum, þ.e. sem hægriflokkur einstaklingsfrelsisins.

Enda er hann engin hægriflokkur í raun. Hann er valdaflokkur, íhaldsflokkur fólks sem er við völd og vill fá að njóta þeirra gæða sem felast í því að vera áfram við völd í stjórnmálum eða viðskiptalífi. Í huga þess eru allar breytingar ógn. Ógn um að staða þess breytist og að hugsanlega gætu einhverjir náð spón úr þeirra aski eða komið sér sjálft í álnir eða stöðu sem gæti jafnast á við þeirra eigin stöðu og ógnað henni í einhverju tilliti. Ef breytingar eru óumflýjanlegar skal tryggt með ráðum og dáð að þær breyti ekki því valdahlutfalli sem komið hefur verið á.

Skipta hagsmunir heildarinnar þá minnstu máli en hagsmunir þeirra einstaklinga sem um ræðir, sú hlið er í þeirra munni kölluð frelsi einstaklingsins. Frelsi til að fá að halda sinni stöðu.

Hugsanleg innganga í ESB er slík ógn. Völd færðust til Brussel og ekki væri lengur hægt að hafa fulla stjórn á öllum þeim gæðum sem hægt er að afla og eru til skiptanna hverju sinni.

Þeir sem hafa ráðið ríkjum í Sjálfstæðisflokknum undanfarið eru sáttir við óbreytt ástand og því er hann íhaldssamur, því breytingar hafa ávallt í för með sér að einhver gæði gætu færst til og það er handhöfum gæðanna á hverjum tíma á móti skapi.

Þess vegna verður afar fróðlegt að fylgjast áfram með því hvernig Evrópuumræðan hjá Sjálfstæðisflokknum mun þróast á næstunni, eftir að Þorgerður Katrín sá ljósið í þeirri leið sem Framsókn hefur varðað í málaflokknum. Hún á nefnilega ekki rætur í þvi umhverfi sem skapar þá íhaldssemi sem ég lýsti hér að ofan og Björn Bjarnason er frekar fulltrúi fyrir.

Mun frjálshyggjan og frelsi allra einstaklinga sigra íhaldssemina?


mbl.is Á móti þjóðaratkvæðagreiðslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Ert þú fylgjandi Evrópusambandsaðild ?

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 16.5.2008 kl. 01:30

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Arnþór. Svo ég útskýri aðeins sveitunga mína og Flóamenn voru menn ekki að mótmæla símanum sem slíkum heldur því okurverði sem Danir settu upp fyrir að leggja hann. Aðrir lágu kylliflatir og borguðu.

Að ESB. Framsókn tók þá ákvörðun á síðasta miðstjórnarfundi að leggja spurninguna undir kjósendur eftir upplýsta umræðu. Í flokknum er formaður Evrópusamtakanna og stjórnarmenn þar og einnig stjórnarmenn í Heimssýn. Þannig að það mun aldrei nást alger sátt í flokknum um hvort við eigum að fara inn eður ei og í ákvörðuninni lá sú ákvörðun að flokkurinn muni ekki reyna að ná einni sameiginlegri niðurstöðu. En í flokknum er nú orðin mjög góð sátt um hvernig eigi að svara þessari spurningu. Það verður gert án skoðanakúgunar.

GMaría: Ég hef lýst því hér á þessari síðu að ég er ekki búinn að gera upp minn hug. Finnst ég ekki hafa forsendur til þess. Langar ekki beint inn, en ef hagsmunum þjóðarinnar í víðum skilningi er betur borgið innan ESB þá eigum við að ganga inn. Við þeirri spurningu er ekki komið svar og bíð ég eftir því svari.

Gestur Guðjónsson, 16.5.2008 kl. 09:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband