ESB, sjálfstæðið og hvalveiðar

Sem betur fer erum við ekki undir valdi ESB í þessu máli og eins og ég skil grein Dimas, umhverfisframkvæmdastjóra ESB, hefði sambandið ekkert að segja um málið þótt við værum þar inni. Hann er að kalla eftir sjálfviljugum stuðningi ESB ríkjanna við sitt sjónarmið í grein sinni. Leiðrétting væri vel þegin ef skilningur minn er rangur.

Ég held að þessum ágæta framkvæmdastjóra væri nær að beina sjónum sínum að drápi á skepnum sem eru raunverulega í útrýmingarhættu í stað þess að vera að agnúast yfir nýtingu stofna sem eru í góðu jafnvægi, enda þorir hann ekki að minnast á Ísland í greininni, heldur vísar í veiðar í Suðurhöfum, þar sem hætta í tengslum við hvalveiðar er mun raunverulegri.


mbl.is Hvetur ríki ESB til að sameinast gegn hvalveiðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband