Nýr meirihluti - hvað mun Ólafur F gera?
8.6.2008 | 23:50
Í svokölluðum málefnasamningi Ólafs F og Sjálfstæðisflokksins stendur að það eigi að vera Vilhjálmur Þ Vilhjálmsson sem eigi að taka við af Ólafi F sem borgarstjóri. Ekki einhver annar Sjálfstæðismaður.
En það er eitt í þessu spili sem ekki er búið að klára. Nú hafa Sjálfstæðismenn ákveðið að breyta samningnum við Ólaf F einhliða, með því að skipta nafni Vilhjálms út fyrir Hönnu Birnu.
Það er í rauninni kominn nýr meirihluti með þessum gjörningi. Sá fjórði.
Mun Ólafur F geta treyst því að Sjálfstæðismenn ætli sér ekki að breyta einhverju fleira einhliða í leiðinni? - fordæmið er jú gefið.
Verður Ólafur F tilbúinn til málamiðlana að hætti Hönnu Birnu, svipaðra og hún ætlaðist til af Birni Inga, að hann miðlaði málum með því að fallast á allt sem þau sögðu í REI ruglinu þeirra!
***
Þetta er í rauninni afar haganlegt fyrir Sjálfstæðismenn, nú geta þeir undirbúið málin þangað til að þeir fá borgarstjórastólinn og hafið þá flugeldasýningu fyrir kosningar. Óánægja sem safnast alltaf í kringum ákvarðanir yfirstjórnendur festast á Ólaf en Sjálfstæðismennirnir sleppa við sletturnar fram að því.
Við útsvarsgreiðendur þurfum að borga brúsann, en það er þeim nok sama um, bara að fylgið hækki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tja, samkvæmt þessari formúlu hefur 100 daga vinstrimeirihlutinn sennilega aldrei starfað í raun þar sem þeir sem að honum stóðu komu sér aldrei saman um málefnasamning
Hjörtur J. Guðmundsson, 9.6.2008 kl. 11:25
Dagur B hélt stefnuræðu við umfjöllun um fjárhagsáætlun, svo sá meirihluti var síður en svo stefnulaus, þótt ég sé sammála þér með að málefnasamning eigi menn að gera, sbr. fyrsta meirihlutann. Ef menn segjast ekki vera með málefnasamning sem grundvöll meirihlutasamstarfs, þarf ekki málefnasamning til að hægt sé að kalla samstarfið meirihlutasamstarf.
Þetta er alltaf spurning um hvað menn segja, gagnvart því sem menn verða að standa við, sbr muninn á íhaldinu og krötum í núv ríkisstjórn.
Gestur Guðjónsson, 9.6.2008 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.