Ríkisstjórnin tekur ekki mark á Mannréttindanefnd SÞ

Þetta svar við áliti mannréttindanefndar SÞ er undarleg lesning.

Fyrir það fyrsta er fallinn úrskurður, álit mannréttindanefndar SÞ. Ísland greip til varna gagnvart kærunni og niðurstaða fékkst. Þess vegna er hlálegt að sjá viðbrögð þar sem I. hlutinn eru nýjar og endurteknar varnir Íslands í málinu, söguskýringar og útskýringar. Slíkt á heima í málflutningnum sjálfum, ekki í viðbrögðum við niðurstöðu hans.

"Þessi viðbrögð eru hér með kynnt mannréttindanefndinni og er vænst viðbragða frá henni við framangreindu og hvort nóg sé að gert."

Þessi lokaorð viðbragðanna eru ekkert annað en yfirlýsing um að ríkisstjórnin taki ekki mark á álitinu um leið og ríkisstjórnin viðurkennir að hafa ekki varið sinn málstað með nægjanlegum hætti. Heldur ríkisstjórnin að mannréttindanefndin segi "sorrý, við misskildum þetta aðeins og ætlum að breyta álitinu"!!!

Það er reyndar alveg í samræmi við þá sýn sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa á íslenskum dómstólum, og birtist nú síðast í Baugsmálinu.

Í öðru lagi er því hafnað að greiddar verði bætur. Álit mannréttindanefndarinnar er sem sagt virt að vettugi.

Í þriðja lagi þá er sagt að

"...efnt verði til allsherjarskoðunar á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu í náinni framtíð með breytingar í huga þannig að komið verði til móts við kröfur mannréttindanefndar Sþ, eftir því sem unnt er."

...eftir því sem unnt er!

Engar tímasetningar, engin aðferðafræði, engin markmið. Það er alveg greinilegt að ríkisstjórnin treystir sér ekki til að fara í þá vinnu sem nauðsynleg er til að bregðast við áliti mannréttindanefndarinnar, til þess er líklegast engin eining milli stjórnarflokkanna.

Þetta mál er og í kolvitlausum farvegi. Fyrst ríkisstjórnin náði ekki samstöðu um lagabreytingar, hefði sjávarútvegsráðherra átt að flytja Alþingi skýrslu um álitið fyrir þingfrestun, þar sem einmitt hefði átt að fara yfir þær varnir sem hafðar voru uppi og leggja svo í framhaldinu fram þingsályktunartillögu þar sem verklag við endurskoðun fiskveiðstjórnunarkerfisins væri fest niður, skilgreindir þeir aðilar sem að því starfi ættu að koma og settir tímafrestir niðurstaðna. Þess í stað fer fram umræða utan dagskrár. Ekkert formlegt, bara kjaftasnakk. Ríkisstjórnin virðir þannig löggjafarvaldið og þingræðið að vettugi. Ekki í fyrsta skipti.

Þetta svar er hins vegar bara loft, með smá svifryki og Íslandi til skammar.


mbl.is Svar sent til mannréttindanefndar SÞ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalheiður Ámundadóttir

Ég hef einmitt oft furðað mig á algerri einokun sjávarútvegsráðuneytisins á málefninu. Utanríkisráðuneytið fer með samskipti við mannréttindanefndina alla jafna, líkt og önnur samskipti við SÞ, dómsmálaráðuneytið fer hins vegar með málaflokkinn mannréttindi.

Þó álitið fjalli um kvótakerfið, þykir mér undarlegt að sjávarútvegsráðherra hafi það í hendi sér hverjir fái bætur vegna mannréttindabrota.

Auk þess, eins og þú bendir á, er um löggjöf að ræða, sem þarf að endurskoða.

Og hver fer nú aftur með löggjafarvaldið? 

Aðalheiður Ámundadóttir, 9.6.2008 kl. 15:21

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það hefur engum dulist að niðurstaðan í þessu máli kom ríkisstjórnarflokkunum í opna skjöldu.

Ég segi flokkunum, því ef Samfylkingin hefði haft aðra sýn á málið væri það fyrir löngu komið í þann farveg til lausnar sem kallað var eftir. Það er auðvitað ekki boðlegt að taka málið úr höndum Alþingis þar sem það á heima.

Nú eigum við að horfa á það einu sinni enn að ríkisstjórnin matreiði mál til afgreiðslu á löggjafarþinginu og eftir uppskrift þóknanlegra umbjóðenda.  

Árni Gunnarsson, 9.6.2008 kl. 17:54

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mikið er ég sammála þér Gestur.

Sigurjón Þórðarson, 9.6.2008 kl. 23:29

4 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Solla og Geir kepptust við að segja að álitið væri ekki bindandi. Á maður að trúa því að  enginn hafi sagt þeim að Ísland staðfesti með valfrjálsri bókun að virða úrskurði mannréttindanefndarinnar? Eða er þeim bara slétt sama?

Sigurður Þórðarson, 9.6.2008 kl. 23:59

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Að sjálfsögðu hefði Alþingi átt að fá að fjall um svar stjórnvalda við slikum áfellisdómi gagnvart einni meginstóð atvinnuvegar í landinu.

Baugsmálið aftur á móti kemur stjórnmálamönnum ekkert við og hefur ekkert með þetta mál að gera.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.6.2008 kl. 02:23

6 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

útgerðaraðilarnir sem kærðu til mannréttindanefndarinnar, kærðu á þeim forsendum að þeir væru sjómenn sem hefðu keypt kvóta af öðrum sjómönnum.Fyrir það fyrsta þá fá engir sjómenn úthlutað kvóta sem þeir geta selt.Aðeins úgerðaraðilar sem eiga skip, fá úthlutað kvóta samkvæmt íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu.Sjómönnum er bannað að taka þátt í kvótakaupum.Ef Íslenska kvótakerfið er mannréttindabrot þá eru öll evrópuríkin líka að fremja mannréttindabrot og reyndar flest ríki heimsins líka þar sem flest ríki hafa kvótakerfi í einhverri mynd,þótt í flestum tilfellum fylgi kvóti skipi,og sé ekki framseljanlegur einn og sér eins og er hér.Eðlilegast er að Mannréttindadómstóll Evrópu fái málið til umfjöllunar þar sem þetta snertir öll ríki Evrópu.Af einhverjum ástæðum hafa þessir svokölluðu sjómenn,sem eru ekkert annað en útgerðaraðilar ekki viljað vísa málinu þangað.Þess vegna er eðlilegast að íslenska ríkið bjóðist til að borga fyrir þá málskostnaðinn við að senda málið þangað, eða fái dómstolinn til að taka málið fyrir eftir öðrum leiðum ef þeir fást ekki til þess,sem væri vægast sagt sérkennilegt.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2008 kl. 07:56

7 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Enginn rökstuðningur frá neinumhefur komið fram af hverju kæran fer ekki til Mannréttindadómstóls Evrópu.Þar yrðu útgerðarmönnunum sem að kærunni standa, dæmdar bætur ef kæran verður tekin til greina.Búið er að dæma málið í Hæstarétti, svo ekkert er að vanbúnaði að senda málið til Mannréttindadómstólsins.Ef útgerðarmennirnir vilja ekki þiggja gjafsókn frá ríkiniu, þá væri hægt að setja á stað söfnun fyrir þá til að senda málið þangað.Ef einhverjir hér á síðunni eru til í að standa fyrir slíkri söfnun með mér og þú Gestur þá er ég til í að reyna að hjálpa til eins og ég get.

Sigurgeir Jónsson, 10.6.2008 kl. 08:16

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Sigurgeir, þetta ætti að vera óþarfi. Ísland er búið að undirskrifa loforð um að virða úrskurði nefndarinnar. Ef ríkið er ákveðið í að svíkja það getur það allt eins hundsað Mammtéttidadóm Evrópu. Við höfum tæmt allar kæruleiðir, við verðum að skjóta þessu til þjóðarinnar og kjósa nýja ríkisstjórn.

Sigurður Þórðarson, 10.6.2008 kl. 12:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband