Áhugavert hlutfall í Evrópukosningum endurtekur sig

Það virðist vera að það sé nákvæmlega sama hvaða þjóð í Vestur-Evrópu er spurð í þjóðaratkvæði um eitthvað er varðar samþykktir Evrópusambandsins, alltaf er uþb helmingur með og helmingur á móti.

Það virðist því tilviljun sem ræður því hvorum megin niðurstaðan fellur. Ef eitthvað er að marka tölfræðina þá gæti það verið til marks um að þýðið velji af tilviljun ekki þekkingu.

Ef það er rétt er það þá vegna þess að ESB er einfaldlega orðið of flókið og fjarri kjósendum til að þeir geti tekið upplýsta afstöðu?

Ég veit ekki...

Kosningaþátttakan er í það minnsta vísbending í þá átt.

Óháð því er samt full ástæða til að kanna kosti og galla þess fyrir okkur Íslendinga að ganga þarna inn.


mbl.is 53,4% Íra höfnuðu ESB-samningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Þeir hafa verið kannaðir, fá mál ef einhver hafa verið könnuð eins mikið og þetta ákveðna mál. Skýrsla Evrópunefndar forsætisráðherra er sennilega bezta yfirlitið yfir kosti og galla aðildar sem gert hefur verið. Þverpólitískt í ofanálag. Hefurðu lesið hana?

Hjörtur J. Guðmundsson, 15.6.2008 kl. 09:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband