Enn ein fylkingin komin fram

Ég er sífellt að sannfærast betur og betur um það að Samfylkingin er ekki stjórnmálaflokkur í hefðbundnum skilningi þess orðs. Þetta er kosningabandalag fylkinga sem í raun er hver sinn einsmálsflokkurinn, ekki ósvipað og Frjálslyndi flokkurinn var í upphafi. Það er margt gott fólk þarna innan um, en í raun er þetta stjórnlaus hópur.

Við erum nú með hinn nýstofnaða Landnema, Kvennalistann, Græna netið, Þjóðvaka, Alþýðubandalagið, Reykjavíkurkratana, Hafnarfjarðarkratana og landsbyggðarkratana úr Alþýðuflokknum sem Samfylkingin virðist sem regnhlíf kenna sig hugmyndafræðilega. Í það minnsta þegar finna á háfleyg orð á tyllidögum.

Fylkingarnar hafa svo hver sína stefnu í raun og því upplifir maður það að Samfylkingin sé sífellt að skipta um skoðun. Líklegast er það ekki rétt. Það eru bara fulltrúar mismunandi fylkinga að tala og virðist fylkingin sem slík bara vera sátt við það. Ef einhver sem ber ábyrgð þarf að taka umdeilda ákvörðun verður einhver fylkingin á móti og hefur það hlutverk að róa þá kjósendur sem eru á móti ákvörðuninni. Þessi vinnubrögð eru líklegast réttlætt undir nafni skoðanafrelsis, en eru í raun óábyrg tækifærismennska, sem á ekkert skylt við ábyrgt stjórnmálastarf.

Þetta með allt öðrum hætti í öðrum flokkum. Þeir finna leiðir til að vinna sig út úr þeim ágreiningi sem kemur upp og koma svo fram með eina stefnu eða aðferð, sem viðkomandi flokkur stendur svo við.

Því er Sjálfstæðisflokkurinn að kynnast í núverandi ríkisstjórnarsamstarfi og ég býst ekki við að gleðin sé mikil á þeim bænum, þótt þeir þori ekki að koma fram undir nafni með þá skoðun sína.


mbl.is „Viljum gera landnema sýnilegri“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bumba

Þakka þér fyrir góðan og fræðandi pistil Gestur. NIÐUR MEÐ SAMFYLKINGUNA! Með beztu kveðju.

Bumba, 16.6.2008 kl. 10:31

2 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Sér ekki bara fylkinginn að hún verður búin að tapa svo miklu fylgi þegar að kemur að næstu kosningum að hún verður að flytja inn landnema til að einhverjir kjósi hana.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 16.6.2008 kl. 23:09

3 Smámynd: Þórður Guðmundsson

Þú segir að Samfylkingin sé sífellt að skipta um skoðun. Getur þú nefnt eitthver haldbær dæmi um það? Mér finnst vanta einhver raunhæf dæmi í tengslum við það sem þú ert að segja. Þetta er aðeins of dylgjukennt fyrir minn smekk og það vantar frekari rökstuðning inn í málflutning þinn.

Þórður Guðmundsson, 16.6.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Tek bara nokkur dæmi sem ég man eftir núna í svipinn

Samfylkingin lofaði fríum Hvalfjarðargögum. Það var kynnt sem stefna flokksins á Akranesi.

Samfylkingin boðaði aðhald og ráðdeild í rekstri ríkisins, en fyrstu fjárlög hennar í stjórn voru með 20% útgjaldaauka.

Fagra Ísland og Björgvin tekur fyrstu skóflustunguna að Helguvíkurálverinu.

... enda ekki að marka það sem Samfylkingin sagði fyrir kosningar, þar sem nú eru fylkingin komin í stjórn, eins og Helgi Hjörvar komst svo réttilega að orði

Gestur Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 00:03

5 Smámynd: Gunnlaugur B Ólafsson

Um hvað er hinn fámenna sveit Framsóknarmanna sammála? Skynsamlegt væri fyrir þig að eyða orkunni innanbúðar. Mbk, G

Gunnlaugur B Ólafsson, 17.6.2008 kl. 01:50

6 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Framsóknarmenn eru ekki á einu máli um hvort ganga eigi inn í ESB, frekar en flokksmenn annarra flokka. Heldur ekki fylkingarmenn, en Framsóknarmenn eru nú einhuga um hvernig eigi að leiða málið til lykta.

Þau mál sem menn eru ekki sammála um innan Framsóknar líta menn á sem viðfangsefni sem þarf að leysa. Innan Fylkingarinnar virðast menn ekkert vera að því.

Gestur Guðjónsson, 17.6.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband