Tjónasjóður til verndar "góðum" rándýrum
17.6.2008 | 12:00
Refur, örn, fálki og smyrill eru rándýr sem eiga heima í íslenskri náttúru. Þessi dýr valda auðvitað einhverjum búsifjum hjá þeim sem nytja aðrar tegundir, eins og hjá æðarbændum og stöku sinnum hjá fjárbændum.
Þetta ísbjarnarmál og það tjón sem hann er að valda í æðarvarpinu á Hrauni, þykir mér sýna að þörf sé á sjóði til að bæta fyrir það tjón sem þessi dýr valda.
Er það bæði réttlætismál gagnvart þeim sem verða óumbeðið fyrir því tjóni sem dýrin valda en einnig verndarmál, því þá ætti freisting þeirra sem verða fyrir tjóni að verja sig með því að drepa dýrin að vera minni, sé peningalega tjónið bætt.
Ég er ekki sannfærður um að þessi sjóður ætti að vera opinber. Það eru mörg rök, aðallega sveigjanleikarök, sem hníga að því að betra væri að hafa hann utan opinbera kerfisins og ætti hann þá að fjármagnast með frjálsum fjárframlögum. Mink á aftur á móti að reyna að útrýma og það með opinberu fé.
Beðið átekta að Hrauni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.