Gengisfelling til að knýja fram Evruskráningu?

Getur verið að gjaldfelling krónunnar undanfarið sé ekki einungis bönkunum hagstæð vegna ársfjórðungsuppgjörsins, heldur ekki síður sem þrýstingur á Seðlabanka Íslands að heimila þeim að gera upp í Evrum?

Seðlabankinn og forsætisráðherra hamast hins vegar á móti, því sú heimild er jú enn eitt skrefið í átt til óbeinnar Evruvæðingar íslenska hagkerfisins.

Eins og venjulega borgar almenningur stríðskostnaðinn...

Það væri fróðlegt að sjá samantekt á því hver hann er orðinn.


mbl.is Bankarnir fá 80 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Eg eiginlega viss um að þu hefur rétt fyrir þér í þessu

Jón Aðalsteinn Jónsson, 25.6.2008 kl. 13:00

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Gestur, þetta eru siðblindir menn, með alltaðra mótívasjon en að gera landi og þjóð gagn, það hefur ítrekað komið fram í viðtölum við horska bankamann á borð við Ragnar Önundason og hagfræðinga sem ekki eiga allt sitt undir vinnuhjá viðkomandi Psykopötum .

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 25.6.2008 kl. 13:14

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Á fyrsta ársfjórðungi voru menn í vistunarúrræðum í kringum Arnarhól með stórar samsæriskenningar um að vondir menn í útlöndum væru að ofsækja okkur. En enginn heilvita maður tók mark á því þannig að núna er verið að reyna eitthvað annað.

Ég held að bankarnir hafi fullan rétt á að reyna að tryggja hagmuni sína og sinna hluthafa. Hér er greinilega enginn við stjórn efnahags- og peningamála og það hefur verið augljóst lengi og kerfið stefnir greinilega að því að eyða sjálfu sér eins og ég hef margoft bent á hér á bloggunum. Hvers vegna menn haga sér þannig  þarf að rannsaka, fyrsta skrefið í þeirri rannsókn væri að upplýsa á hvaða lyfjum þetta lið gengur. Góðar stundir.

Baldur Fjölnisson, 25.6.2008 kl. 17:31

4 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Annars versnaði erlend staða innlánsstofnana um litla 941 milljarða á fyrsta ársfjórðungi 2008 - skv. upplýsingum seðlabankans Erlend staða þjóðarbúsins en samt mokgræddu þeir að eigin sögn. Þeir hljóta að vera með afar creatífa bókhaldara og endurskoðendur.

Baldur Fjölnisson, 25.6.2008 kl. 17:41

5 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Almenningur borgar stríðskostnaðinn svo mikið er víst hvort sem um er að ræða aðgerðir ellegar aðgerðaleysi.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 25.6.2008 kl. 23:29

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Efra línuritið sýnir dollarann en það neðra olíuna. Þetta er ekki alveg sama tímalengd en sýnir samt greinilega fylgni. Sé olíulínuritið framlengt til apríl 2006 þá var olían á þetta 55-70. Takið eftir hvernig hún byrjar að taka undir sig stökk sl. haust þegar ljóst var orðið að bankakerfi heimsins væri í raun gjaldþrota.

Þarna eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmuni í húfi. Til dæmis liggur Sádi-Arabía með eitthvað 1000 milljarða dollara í bandar. ríkispappírum hverra verðmæti hefur að sjálfsögðu hrunið með dollarnum. Auk þess hafa bandar. sölumenn logið inn á þá ónýt húsnæðisbréf í stórum stíl (fjármálafyrirtæki og lífeyrissjóðir um allan heim sitja uppi með það drasl) og einnig hafa þeir tapað gífurlegum fjármunum í Citigroup (hlutabréfin þar hafa fallið um nærri 70% síðasta árið) og öðrum bandar. bönkum sem eru á leið í gjaldþrot. Þannig hefur glæpalýður á Wall Street algjörlega rústað trúverðugleika bandarísks fjármálamarkaðar með dyggri aðstoð ruslaralýðs í Washington. Og það hefur stórbrotin áhrif. Við sjáum það í fjárflótta frá BNA og hrynjandi markaði þar og hrynjandi dollar. Eins og ég sagði að ofan þá þurfa helstu olíuframleiðsluríkin að bæta sér upp töp á ónýtum pappírum með hækkuðu olíuverði og olíumarkaðurinn gerir sér fulla grein fyrir því. Við getum sagt sem svo að heimsbyggðin sé skattlögð vegna ónýtra bandar. skuldapappíra.

Baldur Fjölnisson, 28.6.2008 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband