Ólíklegt að olíuverð fari yfir 150 dollara

Ég á bágt með að trúa því að olíuverðið hækki til mikilla muna til viðbótar. Í mesta lagi í 150 dollara.

Ef verðið fer hærra, mun hvatinn til að færa sig yfir í aðra orkugjafa og orkubera aukast sem því nemur og það dregur jú úr eftirspurn eftir olíu.

Þeir aðilar sem hafa fjárfest í olíuvinnslu þurfa að fá þær fjárfestingar til baka og til þess þarf eftirspurn.

Því tel ég afar ólíklegt að OPEC hleypi verðinu mikil meira upp, þótt það sé freistandi vegna stundargróðans, en það mun koma niður á þeim til lengri tíma litið.

Ekki að umhverfið myndi sýta það.


mbl.is Verð á hráolíu yfir 141 dal tunnan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Ásgeir Gunnarsson

Það versta í þessu er að þetta getur orsakað alvarlega heimskreppu

Gunnar Ásgeir Gunnarsson, 27.6.2008 kl. 09:53

2 identicon

Ég held það fari hærra. Ég held að eftirspurn sé þegar farin að vaxa hraðar heldur en framleiðslan og það sé helsta ástæðan fyrir þessu, þó fall dollarans og spákaupmennska vissulega hljóti að spila inn í.

Indland og Kína sprungu út sem þjóðfélög og þurfa núna alla þá olíu sem þau geta náð sér í, og þau eru ekki að fara neitt burt. Það skelfilega er að þetta gerist akkúrat á þeim tíma sem við erum farin að eiga mjög eriftt með að finna nýjar olíuauðlindir. 

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 10:01

3 Smámynd: Sævar Helgason

Hitaveita Íslendinga er gott dæmi um að þegar orkuverð keyrir úr öllu hófi- þá horfa menn á aðra kosti.  Í kreppunni miklu mili 1930 -1940 réðumst við í fyrsta áfanga hitaveitunnar og lokaáfanginn var tekinn í olíukreppunni 1973-1980- okkur til mikilla heilla.

Hvað verður t.d með álið-- það er nú hærra verðlagt en nokkru sinni fyrr- leiðir það til hröðunnar á ódýrari lausnum ???- Stórt er spurt . 

Sævar Helgason, 27.6.2008 kl. 10:53

4 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Gestur: þú þarft ekki að láta þér til hugar koma að við séum búin að ná toppnum í 150$. Þetta er bara orðin spurning um hve fljótt mannskeppnan nær því takmarki að nýta umhverfisvænni orkugjafa. Birgjarnir vs. framleiðendunum munu sko aldeilis ekki fara að gefa afslátt af "SVARTA GULLINU" segi að lokum eins og víðfræg norsk persóna í Spaugstofunni: ÞETTA ER ALLT EITT ALLSHERJAR SAMSÆRI.

Eiríkur Harðarson, 27.6.2008 kl. 13:12

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Olían hefur hækkað um 350% síðan ráðist var inn í Írak fyrir fimm árum og fyrir fimm árum var hlutdeild annarra orkugjafa í bílaflotanum sama sem engin og er enn sama sem engin og verður vafalaust enn hverfandi eftir fimm ár.

Eldsneyti á bíla er einfaldlega allt of ódýrt. Þess vegna eru allir, bókstaflega allir, og hundurinn líka akandi á bílum. Þetta er bara efnahagsleg staðreynd hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Notkunin virðist alls ekkert minnka þó verðið rjúki upp. Það hlýtur að segja sína sögu. 

Baldur Fjölnisson, 27.6.2008 kl. 13:58

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Gjaldmiðillinn sem olíuviðskiptin fara fram í - dollarinn - er gjörónýtur og í frjálsu falli og það er stór orsakavaldur að hækkun olíunnar og raunar annarra hráefna. Verðmyndun þessarra hluta fer fram með framvirkum samningum á mörkuðum í BNA og Bretlandi og svok. spákaupmenn eru að stærstum hluta helstu bankar og fjármálafyrirtæki hins vestræna heims. The usual suspects.

Nú, helstu olíuframleiðsluríkin hafa lengi keypt yfir sig af ónýtum bandar. skuldapappírum og verðmæti þeirra hefur skiljanlega hrunið eftir því sem dollarinn hefur fallið. Olíuverðshækkun er því þeim nauðsynleg til að vega upp tap af ónýtum eignum. 

Ástæður olíuhækkunarinnar eru margþættar eins og ég hef lýst á bloggi mínu síðasta árið, þær snúast um framboð og eftirspurn (hver einasti kjaftur á vesturlöndum er akandi og milljarðar manna í þróunarríkjunum stefna skiljanlega á það sama en það er fyrir löngu búið að hirða alla auðveldu og ódýru olíuna) og þær eru stjórnmálalegs eðlis (öruggasta leiðin til að tryggja hátt og hækkandi olíuverð er að ljúga af stað endalaus stríð á helsta olíuframleiðslusvæði heimsins). Við þetta bætast síðan viðskiptalegar ástæður og svikasölumennska á ónýtum pappírum eins og ég lýsti að ofa. Góðar stundir. 

Baldur Fjölnisson, 27.6.2008 kl. 19:03

7 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Baldur hefur nú nokkuð til síns máls.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 28.6.2008 kl. 02:08

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Algerlega sammála Baldri, jafnvel þótt ég sé að vinna í olíugeiranum.

Gestur Guðjónsson, 28.6.2008 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband