Sá á kvölina sem á völina...
7.7.2008 | 13:15
Ég er sífellt að sannfærast betur og betur um að í síðustu kosningabaráttu hafi Samfylkingin ekki séð setu í ríkisstjórn sem möguleika. Því hafi verið gefið út ótakmarkað loforðaleyfi til allra frambjóðenda, enda hafi verið talið að ekki þyrfti að standa við neitt, en gott að eiga loforðin að vísa til í stjórnarandstöðu.
Háð þeirra á virkjana- og verndarkort Framsóknar fyrir síðustu kosningar var dæmi um framgöngu þeirra. Nú endar Samfylkingin í ójarðtengingu sinni að ganga lengra en vel grundaðar tillögur Framsóknar gengu út á. Þær gengu nefnilega talsvert langt og voru helstu virkjanasinnum innan Framsóknar ekki að skapi, en þetta var málamiðlunin sem flokkurinn stóð heill að.
Þetta loforðaleyfi nýttu frambjóðendur sér vel, sem og Samfylkingin sjálf og var öllum lofað öllu allsstaðar. Í því ljósi verður áhugavert að sjá hana reyna að koma fram af einhverjum trúverðugleika fyrir næstu kosningar með kosningastefnumál.
Líklegast verður sótt í smiðju íhaldsins og engu lofað.
Reyndar lofaði Sjálfstæðisflokkurinn einu. Stöðugleika.
Segja Samfylkingu meiri stóriðjusinna en Framsóknarflokkinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Stöðugleiki íhaldsins fellst í þaulsetu í stólunum, það er ekkert annað á stefnuskránni.
G. Valdimar Valdemarsson, 7.7.2008 kl. 14:22
Er það þess vegna sem Samfylkingin mælist með 30-33% fylgi en Framsókn með 8-9% ?
Jón Ingi Cæsarsson, 7.7.2008 kl. 21:37
Gestur þar sem þú virðist vera innanbúðarmaður í Framsókn, þá væri fróðlegt að þú upplýsir um hversu mörgum Reiðhöllum Guðni lofaði að yrðu reistar í síðustu kostningarbaráttu.
Þér hlítur vera orðið ljóst að Framsóknarflokkurinn er ekki stjórnmálaflokkur, og og síðasta áratug var einungis nothæfur til miðlunar atvinnu, og embætta, auk annara bitlinga.
haraldurhar, 10.7.2008 kl. 23:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.