Verðmætum borgarinnar skóflað út um gluggann

Þessi blessaði meirihluti í Reykjavík ætlar að setja Íslandsmet í að sóa verðmætum borgarbúa og forgangsröðun hans er með þvílíkum ólíkindum og svo gersamlega á skjön við þá stefnu sem maður hélt að Sjálfstæðisflokkurinn væri að fylgja að manni fallast hendur.

Keyptir eru hjallar við Laugarveg á ofurverði til að byggja verslunarhúsnæði á, í samkeppni við aðila á frjálsum markaði, á sama tíma og til stendur að selja framtíðarútivistarsvæði borgarbúa í Hvammsvík á hálfvirði, hálfa milljón hektarann meðan að gangverð á "venjulegum" jörðum á Suðurlandsundirlendinu er nær milljóninni. Þá er ekki tekið tillit til þeirra mannvirkja sem á jörðinni eru, þmt golfvöllur. Það verður skemmtilegt eða hitt þó heldur fyrir OR að nýta jarðhitann sem var undanskilinn þegar fyrirtækið á ekki lengur jörðina. Skemmst er að líta til neðri hluta Þjórsár í því sambandi.

Stjórn OR ákvað svo að henda tæpra tveggja milljarða króna undirbúningi Bitruvirkjunnar út um gluggann án þess að hika, þrátt fyrir að alls ekki væri fullreynt um hvort hægt væri að fá leyfi til að virkja.

Nú síðast hefur stefnuleysi og meðvitað eða ómeðvitað svaraleysi í kringum REI gert það að verkum að starfsfólkinu, sem eru helstu verðmæti þess fyrirtækis, er nóg boðið og ætlar að leita á önnur mið. Maður getur ekki annað en borið virðingu fyrir því langlundargeði sem það hefur þó sýnt, en væntanlega mun REI deyja drottni sínum, Sjálfstæðisflokknum, í framhaldinu. Vonandi ráða starfsmennirnir sig til starfa hjá íslenskum fyrirtækjum. Geysir Green og önnur fyrirtæki sem eru að hasla sér völl á þessu sama sviði, klappa saman höndunum yfir því að geta nú nælt sér í starfsfólk á heimsmælikvarða fyrir sinn vöxt.

Sú vænta vegtylla og þeir þúsundkallar í launaauka sem borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur fengið fyrir að véla Ólaf F til fylgislags við sig er aldeilis að kosta okkur borgarbúa skildinginn, svo ekki sé meira sagt...


mbl.is Verkefni REI í lausu lofti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Þorkelsson

góð grein hjá þér.. svo má bæta við að þessi meirihluti er aktívt í því að drepa restina af miðbænum...

Óskar Þorkelsson, 5.7.2008 kl. 07:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband