En milliard her og milliard der...

...det samler sig op til penger, á forstjóri Norsk hydro að hafa sagt einhverntíma.

Það er spurning hvað honum þætti um þá eitt þúsund milljarða sem ég hef fært rök fyrir að gjaldeyrisvarasjóður Seðlabanka Íslands þurfi að vera, ættum við að halda myntinni sjálfstæÆtli ðri.

Til að útvega þá peninga þarf að taka lán. Ætli vaxtagreiðslurnar af því láni yrðu ekki í kringum 30-50 milljarðar á ári.

Ætli Seðlabanka Evrópu þætti ekki gott að fá slíka upphæð fyrir að tryggja íslenska krónu með tvíhliða gengissamningi, þar sem íslenska krónan yrði bundin evrunni, svipað og Danir hafa gert, fyrst við þýska Markið og nú við evruna. Spurning hvort jafnvel væri ekki hægt að réttlæta hærri upphæð, t.d. með núverandi kostnaði gengismun.

...og báðir aðilar njóta góðs af meðan við áttum okkur á því hvað við viljum í Evrópumálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Gestur, ég hef ekkert vit á þessu en velti því fyrir mér hvort seðlabankinn gæti ekki dregið úr þessum kostnaði með því að ávaxta peningana að einhverju leyti í skammtímabréfum í stað þess að geyma þá í skúffu?  Það hljóta að vera til öflugir bankar og sjóðir erlendis sem hægt er að treysta. Annars er með ólíkindum hvað Íslensku bankarnir eru að bjóða háa vexti erlendi. Þeir yfirbjóða aðra banka t.d. í Noregi og Finnlandi

Sigurður Þórðarson, 18.7.2008 kl. 06:45

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Blessaður og sæll Gestur.


Hóst hóst, hmm, hvað með að lesa aftur það sem þú skrifar í "höfundur" þarna efst uppi í vinstra horni :) - hmmm

Já blessað veri atvinnuleysið sem hagstjórnartæki í kjölfar þess að senda peningastjórntæki sín til annarra landa.


Aðeins kjánar nota stóra gjaldeyrisforða til að reyna að halda gengi uppi eða niðri eða föstu. Síðasta stóra tilraun sem gerð var til að pumpa upp gengi hrunins gjaldmiðils var þegar Evrópski seðlabankinn var að reyna að pumpa upp gengi evru sem hafði þá fallið 24% - en sem þýddi akkúrat ekki neitt og sem hélt áfram að falla og falla, og hoppaði og skoppaði þar til fallið var orðið 30%, þrátt fyrir aðgerðir ESB í markaði. Þetta var eins og að pissa í sjóinn. Upphæðirnar voru bara stærri.

Ef það er eitthvað sem spákaupmenn laðast að eins og mý að mykjuskán þá er það binding gjaldmiðla við aðra gjaldmiðla og sérstaklega myntbandalög og ríkispappírar þeirra.

a 24% decline since its launch in January 1999


BBC maí 2000

_734732_eurovdollar_0500_gra300


Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2008 kl. 09:20

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Gunnar: Ég er illa skitsófren í þessu máli og kostir og gallar aðildar eru stórir og hef ég alls ekki gert upp hug minn í þessu máli. Hagstjórnartækin skipta miklu máli í þessu sambandi, en stöðugleiki í gengi (sem er alls ekki endilega það sama og stöðugleiki í efnahagsmálum) gera það einnig ásamt fjölda annara þátta.

Það að geta farið dönsku leiðina og fest gengið við Evru, án þess að taka hana upp, gefur jú alltaf möguleika á þeim sveigjanleika að hægt væri að breyta því viðmiðunargengi sem krónan ætti að spila innan.

Gestur Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 10:36

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Gestur, ég skil, en það er búið að taka Danmörku 25 ár og útgjöld ríkisins við byggingu 700.000 manna stórrar geymslu fyrir þegna sem þurfti að henda fyrir borð í því ferli, til þess eins að koma á stöðugleika gagnvart bara einum einsata gjaldmiðli í heiminum. Danska krónan hoppar og skoppar gagnvart öllum örðum gjaldmiðlum heimsins á hverjum einasta degi.

Það vill einnig svo til að þessi markaður hennar evru er breyttur því hann er núna frosinn og hefur ekki sýnt neinn hagvöxt að ráði síðustu 10 árin, þannig að allur vöxtur í útflutningi hefur einmitt ekki verið til þessa eina markaðar sem nú hefur verið hraðfrystur niður sökum geðveilu embættismanna á stærsta elliheimili heims, Þýskalandi. Einkaseðlabanki Þýskalands, ECB, sér Danmörku fyrir öllum stýrivaxtaákvörðunum.

Til þess að fá gagnkvæma bindingu þurfti senda peningastjórnina niður til Frankfurt þar sem hún var læst inni í skáp. ECB sendi svo símsvara í staðinn sem tilkynnir barkastjórn Nationalbankens að þeir hafi 15 sekúndur til að stilla stýrivexti í samræmi við það sem er ákveðið niðri í hræðslumálaráðuneyti evru í Frankfurt, nema þeir vilji stilla þá aðeins hærra, og sem þeir gera í flestum tilfellum. Ef Danir hlýða ekki þá hverfur stuðingur ECB og þá breytist gagnkvæmnin í einkvæmni á 15 sekúndum.

Af hverju er mönnum allt í einu farið að detta í hug að gjaldeyrismarkaðir séu hættir að vera einmitt markaðir þar sem verð breytast dag frá degi samkvæmt lögmálum um framboði og eftirspurn, og samkvæmt trú aðila í markaði á því hverjar framtíðarhorfurnar eru fyrir þær hagstæðir sem myntin hvílir á - verðmætasköpuninni og framtíðarhorfum fyrir raungildi.

Vilja menn fara að kaupa og selja gjaldeyri í apótekum eftir klukkan 18 á kvöldin á föstu verði eða hvað ? Þetta er þrátt fyrir allt MARKAÐUR og hann virkar. Það er 2008 núna, ekki áætlunarbúskapur með gerfigengi eins og var.

Það hefði átt að láta gamla heimabæ minn, Siglufjörð, fá sína eigin mynt á sínum tíma. Þeir framleiddu oft 40% af útflutningi þjóðarinnar og ríkið tímdi ekki einusinni að byggja veg yfir Skarðið. Bæjarbúar gerði það að hluta til í sjálfboðavinnu, og byggðu einnig virkjun til að búa til rafmagn fyrir bæinn. Svo hefði Ísland getað sótt um inngöngu í Siglufjörð og tekið upp mynt þeirra og orðið hamingjusamir alla æfi þar til síldin hvarf og gjaldmiðillinn sökk í sæinn. Þaað hefði nú verið fínt. Svo hefðu allir getað talað dönsku á sunnudögum. Er það þetta sem menn vilja?

Evra er því miður ekki sá galdrapappír sem íslendingar halda. Hún getur vel sokkið í sæinn. Menn óttast að hún verði aftur tekin í karphúsið og það einmitt núna bráðum, og vel og vandlega í þetta skiptið. Það er alls óvíst að framtíð Íslands liggi endilega samhliða Evrópu sem viðrist vera haldin mikilli sjálfseyðingarhvöt á meðan Íslendingar hafa framtíðarviljann í mjög góðu lagi og þjóta fram úr Evrópu sem er nánast stöðnuð. Það er heimur fyrir utan ESB

Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi ?

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2008 kl. 11:53

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Gleymdi:

Ályktun þín var alveg rétt frá upphafi Gestur. Alveg hárrétt. Þetta gildir enn. Ekkert hefur breyst. Þú komst, þú sást, og þú ályktaðir rétt.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2008 kl. 12:07

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Afsakið, - röng slóð á BBC frétt fyrir ofan

Rétt slóð

a 24% decline since its launch in January 1999

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2008 kl. 14:56

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Þetta eru allt góð og gild rök hjá þér Gunnar, þau sömu og ég hef haldið fram eftir búsetu mína í DK, en samt þarf stöðugt að skoða hvað sé okkur fyrir bestu á hverjum tíma og frekar vil ég verðbólgu en atvinnuleysi, svo mikið er víst.

En ef fyrirtækin fara úr landi vegna gjaldmiðilsins hefði það atvinnuleysi í för með sér og þá er spurning hvort sé verra pest eða kólera. Þess vegna tel ég rétt að skoða stöðuna vel, ekki vegna aðdáunar á Brusselvaldinu, heldur vegna okkar eigin hagsmuna.

Reyndar skil ég ekki af hverju fyrirtækin eru að kalla eftir evruvæðingu, þau eru hvort eð er á leiðinni þangað, þeas þau sem það borgar sig fyrir. Það er fátt sem bannar þeim það.

Vandinn við sveiflur í gengi íslensku krónunnar er sú staðreynd að innanlandsmarkaður fyrir íslenska framleiðslu er svo lítill.

Ef við flyttum ekkert inn og ekkert út myndi það engin áhrif hafa á almenning hvað einhverjir kaupahéðnar mætu gjaldmiðilinn á í viðskiptum sín á milli. Því er svo sannarlega ekki til að dreifa á Íslandi meðan að t.d. Bandaríkjamenn og ESB eru í mun nær því ástandi. Það er svo aftur enn ein ástæða þess hve stýrivextirnir íslensku virka illa.

Útflutningur og innflutningur er mjög stórt hlutfall af okkar heildarviðskiptum og því slá gengissveiflur okkur harðar en þau hagkerfi sem eru sjálfbærari. Ef innanlandsmyntin og inn- og útflutningsmyntin væri sú sama væri það jú ekki vandamál, en í dag er evran og tengdar myntir jú lang stærsta viðskiptamynt okkar, auk dollars, en það er að mínu mati ekki sjálfgefið að hrávörumarkaðirnir sem skipta okkur mestu máli séu í dollurum. Efnavara og frakt á henni er að mestu leiti farin yfir í evru, meðan að viðskipti með olíu og ál eru enn í dollurum. Það þarf ekki nema eina góða fýlu milli OPEC og USA til að það breyttist.

Gestur Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 15:27

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

En ef fyrirtækin fara úr landi vegna gjaldmiðilsins hefði það atvinnuleysi í för með sér og þá er spurning hvort sé verra pest eða kólera

Þá væru þau öll löngu farin. En þetta gengur bara ekki svona fyrir sig hérna í Evrópu. ESB er alls ekki USA. 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME). Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB. Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB. Aðeins 12% af aðföngum (inputs) fyrirtækjanna eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi.

Stóru fyrirtækin í ESB, þ.e.a.s. 0,2% af öllum fjölda fyrirtækja í ESB, þurfa einmitt ekki á ESB að halda því þau hafa engin sérstök "cross boarder" viðskipti því þau ganga þannig til verks að þau kaupa bara upp þau fyrirtæki sem þau hafa áhuga á í viðkomandi löndum - þ.e. í þeim löndum sem þeir hafa áhuga á að starfa í. Svo hafa þau aðalstöðvar þar sem rætur þeirra eru og svo sérstaklega það sem skattar eru lágir. Þetta er einmitt búið að vera uppistaðan í þessari svokallaðri útrás íslenskra fyrirtækja. En þetta er einmitt svona eins í öllum löndum.

Þetta eru allt hlutir sem einnig hafa verið rædd hér, þ.e. að fyrirtæki fara úr landi, og þá yfirleitt út fyrir landamæri ESB. Já sum gera það, en þó oft sem útibú eða úthýsing. Það er ekkert hægt að gera við því. Þetta er sama umræðan og fer fram á vöruverði og verðsamanburði til neytenda í öllum löndunum INNAN landamæra ESB. Nákvæmlega sami söngurinn hér. Allir vilja fá verðlag Rúmeníu en enginn vill vera á laununum þeirra. Þetta er svipuð umræða sem við eru að viðhafa hér á blogg þínum, en bara á fyrirtækjasviðinu.

Þó svo að sum fyrirtæki flyttu þá munu starfsmenn þeirra aldrei flytja með, nema einstöku yfirmenn og þá tímabundið. Prófaðu að hugsa málið: þegar síðasti starfsmaðurinn er farinn heim og búið er að slökkva ljósin, prófaðu þá að standa fyrir utan fyrirtækið og virða fyrir þér hvers virði það er: settu verðmiða utan á fyrirtækið og prófaðu að selja einhverjum það. Þú færð náttúrlega ekki neitt fyrir 98% af þessum fyrirtækjum. Nema t.d. að það fylgdu einhverjar staðbundnar fastar auðlindir með, eða viðskiptasambönd erlendis eða útibú sem þrífast án aðalstöðva eða önnur movable goods, t.d. flugvélar eða svoleiðis, en þá værir þú kominn út í partasölu.

En svo er allt hitt. Hátt gegni evru er t.d að flytja hluta af framleiðslu AirBus frá ESB og til BNA, og svo einnig vegna þess að stór hluti af ESB, og þá sérstaklega evru-svæðið, er búið að verðleggja sig út af markaðinum í háum konstaði. Og svo eru það skattarnir. Google og Yahoo voru að flytja Evrópustöðvarar sínar frá Bretlandi til Sviss. Skattar skipta miklu máli.

Og maður þarf ekki að vera í ESB til að hafa lága skatta. Það eina sem þarf til er að hafa fulla atvinnu og sterkt efnahagslíf. Og þetta eru einmitt aðalsmerki Íslands. Hér er nefnilega að verða til ný Svíþjóð og Danmörk út um allt ESB svæðið. Skattar í ESB eru komnir í 40% af landsframleiðslu, en þetta hlutfall er 29% á Íslandi. Skattar í ESB eru alltaf að hækka vegna þess að ESB er alltaf að dragast afturúr Íslandi og Bandaríkjunum í þjóðartekjum en gera samtímis ekkert annað en að koma þegnunum á fastasamning hjá dópsölu ríkisins í ESB, sem eru velferðargreiðslur úr kassanum og atvinnuleysisbætur. ESB þegnar eru orðnir velferðarfíklar. Þetta er dópið er fyrir fólkið, því þá verður maður kosinn aftur og aftur, og svo er atvinnuleysi ennþá 7,2% og 15% hjá ungmennum undir 25 ára aldri. Þetta eru samt tölur sem núna eru í sögulegu lágmarki, en munu núna þjóta upp aftur. Þetta mun aldrei geta gegnið upp til lengdar.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2008 kl. 17:22

9 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ég hef andúð á sósíaldemókratisma eftir dvölina í DK, sérstaklega skattastefnuna og yfirfærslurnar með þeim letjandi áhrifum sem hún hefur á atvinnuþátttöku og afbökunar á viðhorfi fólks til hlutverks hins opinbera í samfélaginu. Reyndar er ESB afar sósíaldemókratískt í eðli sínu og því er erfitt að skilja á milli, en ef ég skil rétt, þá er skattafyrirkomulag og félagslega kerfið einkamál hvers ríkis og því ekki ESB mál. Endilega leiðréttið ef það er ekki rétt. Ef rétt er ert þú að lýsa skoðun þinni á sósíaldemókratisma frekar en ESB hvað varðar skattana og atvinnuþátttökuna. Venstre hefur gert margt gott í að draga danskt samfélag í rétta átt og verið dæmdir sem miklir hægri menn fyrir vikið, en það er alls ekki rétt. Venstre er miðjuflokkur í íslenskum skilningi, en starfar í samfélagi sem er ofsalega langt til vinstri, þannig að viðmiðið er skakkt.

Þessi umræða um Rúmeníu er jú hrein speglun á þvaðrinu um að matvælaverð muni hrapa við það eitt að ganga í ESB. Reyndar heyrir maður aldrei svör þeirra sem eru að bera matvælaverð á Spáni við verðið hér, við þeirri staðreynd að Spánverjar nota mun hærra hlutfall af sínum launum til matarkaupa. Við búum við nokkuð litla tekjuskiptingu, sem þýðir að laun afgreiðslufólks í verslunum er einfaldlega svipað og laun meðaljónsins, ef ekki hærri. Mér finnst það gott og ég held að ég sé alls ekki einn um þá skoðun að við eigum að halda tekjuskiptingunni jafnri og heilbrigðri. Reyndar má alveg spyrja sig af hverju búðirnar hafa efni á að byggja hverja verslunarskemmuna á fætur annarri. Kannski er það vegna þess að þau hús eru meira og minna byggð á rúmenskum launum gegnum þjónustukaup.

Það eina sem myndi hugsanlega lækka í verði væru þær landbúnaðarvörur sem framleiddar eru á Íslandi, á kostnað matvælaöryggis þjóðarinnar og íslensks landbúnaðar, sem erfitt er hægt að sjá keppa við niðurgreiddan evrópskan landbúnað.

Sjávarútvegsmálin og ráðstöfunarrétt þjóðarinnar yfir auðlindum þarf að leiða til lykta á skynsamlegan hátt í aðildarviðræðum. Annars getur aðild ekki komið til greina. Að taka eignarhaldið inn í stjórnarskrána er lykillinn að því að ná góðri niðurstöðu þar.

Reyndar heyrði ég einhversstaðar um daginn að þessi alþjóðlega lausafjárkrísa sé verði kannski til þess að hagsveiflan hér samþættist þeirri evrópsku. Ef rétt er, eru þau rök gegn frekari samþættingu peningamálastefnunnar úr sögunni.

Eftir því sem meira er gruflað er í þetta mál er það atvinnulífið og fjármálalífið sem skiptir mestu máli í þessu sambandi. Meðan EES samningurinn er í gildi er hann fínn, svo það sem menn væru að sækjast eftir eru...

Peningar.

...og það ætti að vera hægt að reikna með einhverri vissu út frá gefnum forsendum hvað við fáum á móti því sem við gefum.

Um það finnst mér að þurfi að koma frekari upplýsingar fram um, það fæst líklegast ekki nema í gegnum aðildarviðræður og áður en farið er í þær þarf að vera kominn stöðugleiki og þegar honum er náð, af hverju ættum við þá að vera að sækja um?

Það hlýtur að vera hreint og kalt hagsmunamat

Gestur Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 22:44

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Það hlýtur að vera hreint og kalt hagsmunamat

Þá hlýtur einnig 17 júní árið 1944 að hafa verið kalt hagsmunamat. Það er frelsið sem hefur gert Íslendinga svo ríka að þeir myndu verða ríkasta þjóð sem nokkurntíma hefur gengið í ESB. Það verða því engir peningar Gestur, - það verða mikil og stór útgjöld fyrir þjóðina. Frelsið ykkar sá fyrir því.

Skattar eru enn hálf frjálsir, en það er þó beitt miklum þrýstingi til að hindra skattasamkeppni. Allir sem hugsa vita að ef hinn innri fjármálamarkaður á að geta komist á og virkað bara sæmilega þá þarf að samhæfa skatta og gjöld.

Það ESB sem Ísland sér nú í hyllingum verður mjög hratt orðið annað ESB og það verður ekki í hyllingum því það mun einungis hafa dregist meira aftur úr Íslendingum og Bandaríkjunum.

Þú veist einnig að Venstre er það sama og S núna því það er ekki hægt að gera neitt óvinsælt í þjóðfélagi þar sem 75% kjósenda er á kassanum. Engin mun kjósa undan sér annan fótinn sem jú að eilífu er depóneraður í kassa Ríkisins og sem svo er í kassa og faðmi ESB. Enginn. Það verða því aldrei neinar pólitískar breytingar í svona þjóðfélagi. Virkt líðræði er horfið, og skútan stefnir að feigðarósi. Nú eru Íslendingar orðnir miklu ríkari en Danir. Þökk sé því að vöðvar frelsisins hjá Dönum hafa visnað í faðmi ESB því þar eru þeir notaðir í æ minna og minna mæli. Allir vita hvert ber.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2008 kl. 23:20

11 Smámynd: Gestur Guðjónsson

17. júni var hagsmunamat alveg eins og hagsmunamat um aðild að ESB þarf að vera. Ef umræðurnar fyrir þá ákvörðun eru skoðaðar er það alveg ljóst. Kostnaður og hagnaður metinn og borinn saman, eins erfitt og það hugsanlega er, með dassi af samanburði á þeirri framtíðarsýn sem þjóðin hefur og þeim möguleikum sem henni býðst.

Það sem er náttúrulega að gerast á Íslandi núna er að það var ekki full innistæða fyrir þeirra 60% kaupmáttaraukningu sem varð á síðasta áratug. Hún hefði kannski bara átt að vera 50% og þá hefði ekki verið eins harkaleg niðursveifla núna, bara hægari uppsveifla undanfarið...

Gestur Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 23:33

12 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Reyndar heyrði ég einhversstaðar um daginn að þessi alþjóðlega lausafjárkrísa sé verði kannski til þess að hagsveiflan hér samþættist þeirri evrópsku. Ef rétt er, eru þau rök gegn frekari samþættingu peningamálastefnunnar úr sögunni

ESB er núna að sigla inn í kreppu. Allir vita að kreppa í ESB þýðir 8-10 ár, því það er enginn sveigjanleiki og dýnamík í hagkerfi ESB. Já Ísland yðri einnig svona. Það er alls óvíst að myntbandalag ESB muni lifa af þessa kreppu. Atvinnuleysið mun hinsvegar lifa mjög vel af og gera ESB enn fátækara og minna spennandi sem markað fyrr vörur og fjárfestingar.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2008 kl. 23:41

13 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Eins og ég hef skrifað í mínum fyrri færslum, langar mig ekkert inn í ESB bara til að fara inn, en ef sterk rök eru fyrir því er það eitthvað sem verður að taka tillit til, þannig að það þarf sífellt að meta hvar okkar hagsmunir liggja.

Í því mati verður að sjálfsögðu að skoða þá hluti sem þú nefnir, sveigjanleikann, sem virkar jú letjandi á stöðugleikann, og ekki síður það ESB sem mun blasa við þegar þjóðarbúskapurinn verður með þeim hætti að við höfum yfirhöfuð val um að sækja um í styrk og sæmilegri samningsstöðu. Ef myntbandalagið leysist upp er lítið inn að sækja, svo lengi sem EES samningurinn eða eitthvað svipað fyrirkomulag rammar viðskipti og samskipti landsins við Evrópu.

Það breytir ekki því að það á og verður að berjast til stöðugleika, þeim stöðugleika sem aðild að evrunni heimtar, hvort sem við ákveðum svo að nýta þann árangur til að komast inn eða ekki.

Gestur Guðjónsson, 18.7.2008 kl. 23:52

14 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Því miður Gestur. Að ganga í ESB er allt örðuvísi en að öðlast frelsi. Það er best hægt að líkja því við að panta 10 ára tíma hjá tannlækni sem svo dregur úr manni flestar tennurnar á þessum 10 ára tíma. Hægt, en bítandi, eru tennurnar dregnar út þér og þar sem þú heitir ekki Þýskaland eða Frakkland þá færðu enga deyfingu. En tannlaus verður þú smá saman. Og það er ekki hægt að setja gömlu tennurnar í aftur, ef þú seinna meir sérð eftir þeim. En þegar þú kemur tannlaus út þá muntu ekki muna hvernig það var að hafa allar gömlu flugbeittu tennurnar í kjaftinum. Þú munt bara biðja mömmu um mjúka fæðu.

Ef er búinn að prófa þetta. Ég bý í ESB og hef gert það í 23 ár og rekið fyrirtæki í ESB í næstum jafn langann tíma

Þegar 10 ára ferlinu inn í ESB verður lokið þá muntu komast að raun um að það ESB sem þú hélst að þú værir að ganga í, er þá orðið allt annað. ESB-sinnar munu þá segja þér að þetta hefði nú ekki átt að verða alveg svona, en að það sér orðið það samt, og þér er þá boðið að kjósa um það sem þú í upphafi hélst að myndi ekki ske, en sem núna samt er skeð. Þetta er svona eins og að fara yfir á tékkareikningi, þú segir bara við bankann að þú getir ekki borgað þennan yfirdrátt til baka og að bankinn verði því að hækka hann. Svona mun þér verða boðið að kjósa um það sem búið er að ske. Þetta er kallað að samþykkja yfirdráttinn.

Þetta er alltaf svona, hjá öllum löndum sem hafa gengið í ESB. Það er þessvegna sem það í raun er enginn meirihluti fyrir verkinu. Allir ganga nöldrandi inn í kosningabúrið og segja já við yfirdrættinum. Þetta er jú óskabarn embættismanna. Ekki fólksins.

Þið verðið samt fyrst til að vinna ykkur út úr vandanum Gestur. Þökk sé sveigjanleikanum.

Gunnar Rögnvaldsson, 18.7.2008 kl. 23:54

15 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sýnist þér vera stöðugleiki í ESB Gestur?. ESB15 er staðnað já, hraðfryst niður vaxtargildru myntbandalagsins. Og ESB15 mínus 27 er í miklum vandamálum já og í mikilli og harðri veðbólgubaráttu sem ekki er hægt að lækna lengur með stýrivaxtavopninu og erum við þá komnir í hring Gestur, og aftur að því sem þú í upphafi skrifaðir í "um höfund" - og så ulideligt kristal klart! Best að halda hlutunum einföldum.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 19.7.2008 kl. 00:09

16 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er yfirleitt best já.

Það verður í það minnsta spennandi að fylgjast með því hvernig fram vindur. ESB er að breytast hratt og Ísland líka.

Svo höfum við ekki rætt WTO hlið málsins í þessu sambandi og Asíu og þá möguleika sem þar reynast.

Einnig vantar að ræða um áhrif þess ef útflutningstölur okkar Íslendinga væru rétt skráðar, þ.e. að fyrsti viðkomustaður vörunnar, t.d. Holland (Rotterdam) eða aðrar stórar umskipunarhafnir, væri ekki alltaf skráð sem tilflutningsland. Hverjar væru okkar helstu viðskiptaþjóðir þá. Mér skilst t.d. að allt ál fari til Rotterdam, en það vita allir sem vilja vita að það er ekki nema að afar litlu leiti endastöð þess.

Engar áætlunarsiglingar eru beint til Asíu frá Íslandi, þannig að það sem við erum að selja þangað er þá líklegast ekkert skráð sem slíkt.

Gestur Guðjónsson, 19.7.2008 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband