Getuleysi VG í efnahagsmálum næstum eins slæmt og Samfylkingarinnar

Þögn Samfylkingarinnar í efnahagsmálum er alger og er kannski til marks um að kjörnir fulltrúar hennar hafi ekki kynnt sér hið að mörgu leiti ágæta kosningarit Samfylkingarinnar, Jafnvægi og framfarir, sem skrifað var af Jóni þeirra Sigurðssyni. Ritið virðist í það minnsta algerlega gleymt og grafið.

Dagskipun Samfylkingarinnar virðist vera að leyfa Geir H Haarde og Sjálfstæðisflokknum stikna reyna að bendla sig ekkert við efnahagsmástandið, en halda áfram að auka útgjöld í anda annarra kosningaloforða Samfylkingarinnar. Af nógu er að taka.

Nú leggur VG til að Alþingi verði kallað saman til að ræða efnahagsmál. Af hverju ætli það sé?

Er einhver þörf á því, meðan ríkisstjórnin nýtir ekki einu sinni þau verkfæri sem Alþingi hefur þegar gefið þeim og tekið lán til að styrkja undirstöður peningamálastefnunnar með eflingu gjaldeyrisvarasjóðs Seðlabankans og annarra aðgerða?

Mér þætti í það minnsta eðlilegt að VG útskýrði hvaða tillögur og aðgerðir flokkurinn vilji ræða áður en hugsanlega yrði fallist á að kalla Alþingi saman. Getur verið að þeir hafa engin svör sjálfir og sjá þann leik einan í stöðunni bíða eftir því að aðrir komi fram með tillögur sem þeir geti svo hakkað í sig og gert eins og alltaf - verið á móti.

Framsóknarmenn sjá varla þörf á því. Þingflokkurinn hefur lagt fram skýrar tillögur, eftir samráð við aðila vinnumarkaðarins og fjármálafyrirtækja, samráð sem ríkisstjórnin hefur talað um að hafa en ekki haft kjark og dug til að hafa. Líklegast vegna þess að hún veit nokk hvað muni koma fram og hún þorir ekki og þolir að taka afstöðu til.

Þvílíkt og annað eins. Á meðan ekkert gerist blæðir almenningi og fyrirtækjum.


mbl.is Þingmenn vilja Þjóðhagsstofnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

Auðvitað er ríkisstjórnin og hennar þingmenn að vinna hörðum höndum að aðsteðjandi vanda og marka stefnu í efnahags og peningamálum til lengri tíma.

Það er engin ástæða og ekki hepplegt að vera með einhvern hávaða vegna þessa í fjölmiðlaumræðunni. 

Eðlilega bregður framsóknarmönnum við , að vera utan ríkisstjórnar- Guðna formanni líður bölvanlega.  Nú í nokkur ár hefur verið ljóst hvert stefndi í okkar efnahags og peningamálum- ekki gerði Framsóknarflokkur mikið til að leiða mál á góða braut - meðan hann var við stjórnvölinn.  

Sævar Helgason, 21.7.2008 kl. 21:14

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Finnst þér að svör Árna Páls Árnasonar í þessu viðtali beri vott um að verið sé að vinna hörðum höndum?

Gestur Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Arnþór. Ætli það sé ekki rétt að halda því til haga að það var Steingrímur Hermannsson sem átti undirbjó inngönguna í EES. Allar undirbúningsskýrslur og viðræður höfðu átt sér stað, en Jón Baldvin var svo orðinn utanríkisráðherra þegar lokaskrefið var tekið.

Kratar hafa aldrei kunnað á efnahagsmál, síðasta kreppa var nefnilega einnig í valdatíð samsteypustjórnar krata og íhalds og ef ég man rétt sú þar síðasta líka.

Gestur Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 01:15

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ef þú lest það sem ég skrifaði, þá var öll undirbúningsvinnan unnin í tíð Steingríms Hermannssonar. EES samningurinn var síðan kláraður af krötum og þeir hafa verið duglegir við að gleyma því að slíkt þarf undirbúningsvinnu, sem þeim hefur þótt algerlega óþarft að minnast á. Höfðingjarnir.

Gestur Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 01:34

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ertu búinn að hlusta á viðtalið við Árna þar sem hann kemur sér hjá því að tala um efnahagsmálin og fer, eins og venjulega að tala um evruna, sem það sem ætti að fara í núna.

Það yrðu engin fyrirtæki eftir ef það væri það eina sem ætti að gera.

Hvar er vísmannaráðið sem ISG boðaði?

Hvar er samráðið við atvinnulífið?

Hvar eru faglegu vinnubrögðin sem ISG boðaði?

Gestur Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 01:37

6 Smámynd: Liberal

Mér finnst dæmigert fyrir umræðuna að A) Framsóknarmenn vilja skreyta sig stolnum fjöðrum og B) Samfylkingarfólk er algerlega ófært um að tala um nútímann .

Gestur, Framsóknarmenn eru engir kraftaverkamenn, en þeir mega eiga það að þeir takast á við hlutina, oft á tíðum.

Arnþór, þú getur talað um hvað kratar voru frábærir fyrir 15 árum síðan (þið megið alveg eigna ykkur EES, það er rangt, en skiptir engu máli) og hvað það yrði flott að ganga í ESB (sem er rangt, en skiptir engu máli).  Eftir stendur að þið í Samfylkingunni hafið lagt til nákvæmlega ekki neitt til að taka á málum í dag (evran, ESB eru hlutir sem engu skipta næstu mánuðina í efnahagslífinu).

Samfylkingin er ófær um að taka ákvarðanir, að leysa vandamálin.  Hún vill frekar fílósófera um fortíðina eða fabúlera heimspekilega um framtíðinn, en lamast af ótta þegar þarf að bretta upp ermarnar.  Það eina sem Samfylkingin hefur lagt fram í þessu stjórnarsamstarfi er stóraukin útgjöld og gaspur sinna ráðherra um hluti sem þeir hafa ekkert vit á. 

Liberal, 22.7.2008 kl. 09:09

7 Smámynd: Sævar Helgason

 Já Gestur ég var að hlusta á spjall þeirra Guðna flokksformanns og Árna Páls , þinmanns Samfylkingarinnar.

Málflutningur Árna Páls, þingmanns Samfylkingarinnar er alveg í samræmi við það sem ég sagði hér í athugasemd #1  

"Það er engin ástæða og ekki hepplegt að vera með einhvern hávaða vegna þessa í fjölmiðlaumræðunni. "

Það er öflug ríkisstjórn í landinu.

En ég tek undir þá skoðun að það var mjög óheppilegt þegar Framsóknarflokkurinn var aðili að því að leggja Þjóðhagsstofnun niður á sínum tíma...  Það er svo með fleira sem úrskeiðis hefur farið sem verður að laga í stjórnkerfinu.  Allt kostar þetta vinnu og tíma ef vanda skal til verka... 

Sævar Helgason, 22.7.2008 kl. 09:33

8 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sævar. Það er rétta að ríkisstjórnir eiga að undirbúa sig vel og koma svo fram og tilkynna hvað þær ætli að gera.

En þegar ríkisstjórnir tilkynna að þær ætli að gera eitthvað og ekkert gerist er ekki hægt að kalla það öflugt, tökum lántökuna, endurskoðun peningamálastefnunnar, samráðsvettvanginn sem fyrstu og mest öskrandi dæmin, áður en við tökum yfirlýsingarnar um stimpilgjöldin, sem frystu húsnæðismarkaðinn enn frekar meðan beðið var eftir efndum.

Gestur Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 11:15

9 Smámynd: Sævar Helgason

Það er oft mikil vanlíðan þegar verstu timburmennirnir ganga yfir eftir stjórnlítil veisluhöld í alltof langan tíma.  Þjóðin er núna rétt að vakna og skjálftinn mikill.

Kannski þarf hún á 12 sporakerfinu að halda ? 

Sævar Helgason, 22.7.2008 kl. 11:35

10 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Það er spurning. Held að þegar á öllu er á botninn hvolft hefði verið þægilegra að hafa "bara" 50% kaupmáttaraukningu í stað þess að fara í 60% og svo 10% til baka.

Gestur Guðjónsson, 22.7.2008 kl. 14:09

11 Smámynd: Sævar Helgason

Er ekki skuld fyrirtækja og einstaklinga um 14-15  hundruð milljarðar ísl.kr- ?

Ég held að margir hefðu núna viljað vera án þeirrar "tímabundnu kaupmáttaraukningar " 

Það á eftir að borga alla veisluna undanfarin 4-6 árin... Það er verkurinn .   Það er þessarar ríkisstjórnar að finna færar leiðir út úr þeim vanda- það er ekk létt verk né löðurmannlegt.. 

Á meðan þenur Guðni formaður brjóst og sperrir stél eins og hann hafi hvergi nærri komið,  kannski var hann einangraður í fyrri stjórn (um)

Sævar Helgason, 22.7.2008 kl. 15:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband