Er hægt að treysta trausti borgarstjóra?

Það virðist ekki vera auðvelt að vinna með borgarstjóra Reykjavíkur. Hver samstarfsmaðurinn á fætur öðrum lýsir yfir algerum trúnaðarbresti við borgarstjóra og þeir sem ekki lýsa yfir trúnaðarbresti eru reknir á braut af honum, ef þeir makka ekki nákvæmlega rétt og vilja jafnvel hafa einhverja sjálfstæða skoðun eða skoða mál betur.

Allt í boði Sjálfstæðisflokksins.

Sjálfstæðisflokkurinn beita mjög sérstakri taktík gagnvart borgarstjóra. Borgarfulltrúar flokksins, sem bera jú allir ábyrgð á setu þessa borgarstjóra, láta sem hann sé ekki til og skipta sér alls ekkert af honum og vitleysunni í honum.

Enda sjá þeir afleiðingar þess að mögla eitthvað við hann.

Vona svo að kjósendur tengi hann við ekki Sjálfstæðisflokkinn í næstu kosningum.

Líklegast er borgarstjórnarflokkurinn að undirbúa að gera innkomu Hönnu Birnu í borgarstjórastólinn sem glæsilegasta. Í það minnsta munu borgarbúar upplifa breytingu stjórnunarstíl svo um munar og einnig mun fjöldi mála sem borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa verið að undirbúa í nefndum koma til framkvæmda, allt til væntanlegs vegsauka þeirra.

En mun Ólafur líða það?

Hann virðist ekkert víla fyrir sér að stúta samstarfi ef sá gállinn er á honum, því honum hlýtur örugglega að sárna allar þær borðaklippingar sem hann mun ekkert fá að taka þátt í síðustu og mikilvægustu mánuðina fyrir næstu kosningar.


mbl.is Vaxandi óvissa um Listaháskóla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband