Milljarðs landsbyggðarstyrkur fer á Reykjanesið í stað Húsavíkur

Á eftir að kynna mér sjálfan úrskurð umhverfisráðherra, en nú er ljóst að ráðherra iðnaðarmála, sem er um leið ráðherra byggðamála hefur engan annan möguleika en að úthluta Helguvíkurálverinu þeim losunarheimildum sem eftir er að úthluta. Kapphlaupinu milli Húsavíkur og Helguvíkur er nær örugglega lokið með úrskurði Þórunnar Sveinbjarnardóttur.

Húsavíkurálverið þarf því að kaupa sínar losunarheimildir á markaði.

Þessar heimildir eru rúmlega milljarðs króna virði eins og ég hef áður bent á, en ríkisstjórnin tók þá undarlegu ákvörðun að gefa losunarheimildirnar, sem er takmörkuð auðlind í eigu þjóðarinnar. Ég sem hélt að menn hefðu lært eitthvað af fiskveiðikvótakerfinu!

Með fullri virðingu fyrir Reykjanesbæ, sem hefur nýlega fengið mannvirkin á Keflavíkurflugvelli sem óvæntan byggðastyrk, er rétt að styrkja þá byggð aukalega um milljarð á ári en láta Húsavík þurfa að borga milljarð á ári?


mbl.is Undirbúningur skemmra kominn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sævar Helgason

"en láta Húsavík þurfa að borga milljarð á ári?"

 Þennan kostnað hlýtur álverið að bera - varla erum við með sveitastyrk til þess ?   Það eru breyttir tímar .  En tek undir með þér - auðvitað áttum við að leigja okkar lounarkvóta.

Sævar Helgason, 1.8.2008 kl. 00:27

2 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Því miður hefur Samfylkingin ekki svo mjög látið sig landsbyggð varða hvorki hvað varðar fiskveiðistjórn ellegar landbúnað og orkunýting virðist þar engin undantekning á.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 1.8.2008 kl. 02:10

3 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sævar: Þegar verið er að semja um orkuverð og annað tengt þessu, hljóta aðilar að gera sér grein fyrir heildarmyndinni. Þessi milljarður er óneitanlega inni í henni á Húsavík, en ekki í Helguvík og getur orðið til þess að það verði af Helguvíkurframkvæmdinni en ekki hinni.

Guðrún. Já, því miður virðast kratar aldrei hafa að fara yfir þau mörk sem stofnandi þeirra, Jónas frá Hriflu setti þeim. Austan Elliðaáa er skemmtiland. Kannski eru þau mörk komin eitthvað austar

Gestur Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 11:00

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Ægir: Þú ert sjálfum þér líkur í drullumokstrinum. Það er enginn að tala um að framkvæmdirnar þurfi ekki að fara í umhverfismat, það hlýtur þú að vita, en kýst að snúa út úr og vera með moðreyk. Ef það finnst meiri orka á svæðinu en Alcoa þarf á að halda, þarf þá samkvæmt úrskurðinu að stoppa allt og meta umhverfisáhrif annarar starfsemi sem nýtti þá orku með öllum pakkanum, eða má ekki nýta meiri orku á svæðinu en sem nemur því sem menn áætla að hugsanlega væri að finna?

Gestur Guðjónsson, 1.8.2008 kl. 20:44

5 Smámynd: Sævar Helgason

Gestur

Ég er alveg sammál þér með það . Álver á Bakka verður væntanlega að kaupa losunarkvóta.  Það er bara sá skuggi á að við álpumst til að kaupa kvótann fyrir álverið til að tryggja okkur staðsetninguna... 

Sævar Helgason, 1.8.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband