Árni á Kirkjuhvoli þarf að útskýra sitt mál

Ég er steinhissa á því að Ísland skuli ekki vera með í þessu samkomulagi um aðgang að skattaupplýsingum á Ermasundseyjum.

Ég á erfitt með að trúa því að okkur hafi ekki verið boðið að vera með norrænum vinum okkar, svo annaðhvort hefur verið tekin meðvituð ákvörðun um að vera ekki með eða einhver embættismaður þarf að útskýra af hverju hann les ekki tölvupóstinn sinn.

Ég hallast að fyrri skýringunni og þarf Árni Mathiesen, fjármálaráðherra, á Kirkjuhvoli í Þykkvabæ að útskýra fyrir okkur af hverju hann vill ekki þessar upplýsingar.

Þetta getur ekki annað en stráð fræjum efasemda og vantrausts. Hélt að nóg væri komið af þeim þegar.


mbl.is Norðurlönd semja við Ermasundseyjarnar um skattaupplýsingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Já ég er ansi hrædd um að sá hinn sami þurfi að skýra hvers vegna, ásamt utanríkisráðuneytinu jafnframt.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.8.2008 kl. 02:09

2 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

sammála

Hólmdís Hjartardóttir, 5.8.2008 kl. 02:09

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Merkilegt!

Þarna sýnist mér að von sé á einni pólitísku skýringunni enn sem rekja má til náms í dýralækningum.

Árni Gunnarsson, 5.8.2008 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband