Þolinmæði aðila vinnumarkaðarins aðdáunarverð

...eða kannski vítaverð.

Ríkisstjórnin talaði um það strax við myndun að stofna skuli samráðsvettvang aðila efnahagslífsins. Samfylkingin hafði þetta meira að segja í kosningastefnuskrá sinni.

Síðan hefur verið haldið eitt kaffiboð, fyrir hálfu ári síðan. Meðan hefur Róm brunnið.

Fyrst um sinn svöruðu ráðherrar ríkisstjórnarinnar því að verið væri að undirbúa aðgerðir, sem þýðir að hún hefur talið aðgerða þörf, þótt hún hafi greinilega ekki getað komið sér saman umhvaða, en nú er hún farin að stæra sig af því að hafa ekkert gert.

Var þá ekkert að marka yfirlýsingarnar þá, eða er þetta eftiráskýring núna?

Þeir sem geta rekið ríkisstjórnina áfram, verða að taka höndum saman og gera það sem í þeirra valdi stendur til að vekja hana af svefni sínum í stólunum þægilegu.

Það er ábyrgðarhluti að gera það ekki.


mbl.is Til í slaginn saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Er þetta innlegg Framsóknarflokksins inn í umræðuna. Megi hinn nýi Framsóknarflokkur vera sem lengst frá allri ákvarðanatöku í íslensku samfélagi.

Sigurður Þorsteinsson, 9.8.2008 kl. 12:22

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Hvað áttu við Sigurður?

Ákvarðanatökufælni núverandi ríkisstjórnar hefur kostað þjóðarbúið stórfé. Framsókn hefur komið fram með málefnalega gagnrýni og tillögur í efnahagsmálum trekk í trekk, meðan ríkisstjórnin heldur bara teboð. Skömm sé henni.

Gestur Guðjónsson, 9.8.2008 kl. 16:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband