Ríkisstjórnin úr öllu sambandi við Seðlabankann

Árni M Mathiesen á Kirkjuhvoli, virðist ekki vera í miklu sambandi við það sem er að gerast í efnahagslífinu. Ekki einu sinni það sem er að gerast á vettvangi hins opinbera.

Í viðtali við Bloomberg segir hann að ríkið ætli ekki að taka lán í bráð til að auka gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, meðan kjörin eru eins og þau eru.

Á sama tíma kemur fram í fréttum að Seðlabankinn hefur þegar aukið gjaldeyrisvaraforðann um 12 % með lántöku. Skynsamlegri, rólegri lántöku í litlum bitum, sem vinnur í haginn fyrir hugsanlega stærri lántökur,

Það er ekki til þess að auka traustið á íslensku efnahagslífi, þegar fjármálaráðherra þjóðarinnar fer með staðleysur.


mbl.is Of dýrt að efla gjaldeyrisforðann nú
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Það er kanski ekki símasamband frá Kirkjuhvoli í Seðlabankann, alltént virðist ríkisstjórnin ekki vita hvað Seðlabankinn er að sýsla.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 11.8.2008 kl. 01:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband