Sjálfstæðisflokkurinn að berja Ólaf F til hlýðni

Það er holur hljómur í málflutningi Þorsteins Pálssonar og félaga hans í Sjálfstæðisflokknum um að fá Framsókn inn fyrir Ólaf F í borgarstjórn Reykjavíkur.

Það sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að fá fram, er yfirlýsing Framsóknar um samstarfsáhuga.

Þá yfirlýsingu verður svo farið með sem svipu til Ólafs F, sem mun samkvæmt orðrómi fara fram á að fá að sitja sem borgarstjóri út kjörtímabilið.


mbl.is Vilja styrkja meirihlutann í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Bjarnason

Sniðugt á Íslandi segir maður nú bara

Ragnar Bjarnason, 12.8.2008 kl. 20:44

2 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Já sei sei ÞESSIR REYKVÍKINGAR.

Eiríkur Harðarson, 12.8.2008 kl. 21:04

3 Smámynd: Þorbjörn

Þetta er hárrétt greining hjá þér. Bara biðleikur.

Í einni ömurlegustu skák aldarinnar.

Þorbjörn, 12.8.2008 kl. 21:25

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Við Reykvíkingar eigum 15 borgarfulltrúa kosna með öllum greiddum atkvæðum. Þessir fulltrúar buðu sig fram af fúsum og frjálsum vilja til að stýra fjármálum og velferðarmálum okkar sem kusum þá. Þeir sárbændu okkur um að sýna þeim traust og veita þeim umboð okkar. Það gerðum við svo sannarlega. Nú er meira en hálfnaður sá tími sem umboð þessa ógæfufólks gildir. Ég segi ógæfufólks því allur kraftur þessara vesalinga hefur farið í að deila um einhvern meirihluta! Bíðum við! Vorum við þá ekki að velja okkur starfsfólk?

Greinilega ekki. Þetta fólk telur sig hafa það eina hlutverk að mynda meirhluta til að treysta einhverja pólitíska stöðu stjórnmálaafls.

Framsóknarmaður getur auðvitað ekki verið þekktur fyrir að samþykkja einstefnuakstur ef hann er skipulagður af fulltrúa sjálfstæðismanna, og öfugt. Það hlýtur nú hver maður að geta skilið.

En án gamans. Mikið óskaplega eru nú pólitíkusar skýrt dæmi um vanþróað samfélag.  

Árni Gunnarsson, 12.8.2008 kl. 22:27

5 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Árni: Mikið óttalega hefur þú rétt fyrir þér. Ég er á því að sveitarstjórnarmál séu ekki flokkspólitísk á sama hátt og landsmálin. Besta formið á sveitarstjórnarstigi væri að hafa persónukjör þar sem hver fulltrúi hefur sitt umboð beint frá kjósendum og þurfi að standa að hverri ákvörðun út frá eigin forsendum, samþykki það sem til framfara horfir en reyni að koma í veg fyrir mistök.

Gestur Guðjónsson, 12.8.2008 kl. 22:37

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Sjálfstæðismenn eru að leika þann leik að gera sig að píslarvottum, í borgarstjórnarsamstarfinu á sama tíma og umræða um óvinsæla brottvikningu fulltrúa borgarstjóra í skipulagsráði á sér stað.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2008 kl. 00:17

7 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sæl Guðrún María

Þeim sem líður illa en telja sig samt hafa gert allt rétt hljóta að álykta að um píslarvætti sé að ræða. Held bara að það séu fáir Sjálfstæðismenn sem fylgi þeirri skoðun. Helst er þá þó að finna í borgarstjórnarflokki þeirra, þeim hóp sem drakk úr eitruðum kaleik blindrar valdagræðgi, með von um að ná að bæta fyrir REI klúðrið sem splundraði 1. meirihlutanum. Svolítið eins og spilafíkillinn sem notar síðustu krónuna til að reyna að vinna upp það sem búið er að tapa.

En drulludýið verður bara dýpra eftir því sem meira er spólað í því.

Gestur Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 00:27

8 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Já Gestur ef það er eitthvað sem litað hefur borgarstjórnarmálin í Reykjavík þá er það blind valdagræðgi svo mikið er víst, og það atriði að Sjálfstæðisflokkurinn byði borgarstjóra án baklands í eigin flokki sem hann gekk úr, borgarstjórastólinn, segir meira en mörg orð í því efni.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 13.8.2008 kl. 02:21

9 Smámynd: Dunni

Það lítur út fyrir að Sjálfstæðismönnum hafi tekist ætlunarverksitt. Alla vega beit Guðni Á. / Ragnar Reykás, fyrsti fjósamaður í Frasóknarfjósinu, á agnið.

En við skulum vona að Framsóknarmenn í Reykjavík séu heilsteyptari en fromaður þeirra og láti sér ekki til hugar koma að koma sér í hlutverk hækjunnar hjá Íhaldinu aftur.  En hugmynd Sjálfstæðismanna er brosleg.  Því verður varla neitað.

Dunni, 13.8.2008 kl. 06:08

10 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Sæll Gestur

Þurfum við ekki að kjósa í haust og fá starfhæfan meirihluta ég held það

Gylfi Björgvinsson, 13.8.2008 kl. 09:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband