Þjóðstjórn í borgina
14.8.2008 | 09:52
Ef rétt er að borgin hafi verið stjórnlaus í 2-3 mánuði er það stóralvarleg vanræksla af hálfu Sjálfstæðisflokksins að bregðast við því fyrst núna. Vanræksla sem mun fylgja Sjálfstæðisflokknum út kjörtímabilið.
Best væri að Ólafur F segði af sér og hleypti Margréti Sverrisdóttur að aftur og Tjarnarkvartettinn tæki við stjórninni aftur. Það er þó ólíklegt að Ólafur F geri það, svo það eina rétta í stöðunni væri að Tjarnarkvartettinn settist niður með Sjálfstæðisflokknum og borgarfulltrúarnir spyrði sig einnar spurningar:
Hvernig ætlum við að stjórna borginni út kjörtímabilið?
Það bera allir borgarfulltrúar ábyrgð á því að þessari spurningu verði svarað.
- Allir -
Líka þeir sem standa vel í skoðanakönnunum og vilja gjarnan leika vörn til að halda fengnum hlut.
Það gera menn með því að mynda ekki fastan merihluta, heldur reyna að ná sáttum um sem flest mál, en una flokkunum að mynda breytilega meirihluta um einstök mál.
En allir flokkar verða að standa saman að fjárlagsáætlun borgarinnar. Það er lykilatriði.
Samstarfið á endastað" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.