Spuni íhaldsins heldur áfram

Í gær var sú frétt sett í loftið að íhaldið væri reiðubúið að starfa með Framsókn, í þeirri von að fram kæmi yfirlýsing um samstarfsvilja frá Óskari Bergssyni, sem bætti svo aftur samningsstöðuna gagnvart Ólafi F.

Sú yfirlýsing kom ekki, svo hún er bara búin til í gegnum ónafngreinda sjálfstæðismenn og sett í loftið.

Ólafur F sér jú rautt þegar minnst er á Framsókn og hefur kennt flokknum um flest það sem aflaga hefur farið í borginni að hans mati og veist að æru okkar framsóknarmanna án þess að færa fyrir því nein rök, þótt hann hafi beðinn skriflega um svör. Líklegast telur Ólafur F sig yfir það hafinn að svara borgarbúum og fylgja stjórnsýslulögum.

Nú verður fróðlegt að sjá hvort þessi leikur íhaldsins hafi einhver áhrif á Ólaf F, sem á sína pólitísku framtíð jú undir því að fá að sitja áfram sem borgarstjóri, ef hann ætlar ekki að sækja um inngöngu í Sjálfstæðisflokkinn og vonast eftir uppstillingu fyrir næstu kosningar.

Á meðan situr borgarstjóri í boði Sjálfstæðisflokksins


mbl.is Frumkvæði frá Framsókn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Spuni vegna þess fundar sem nú stendur í ráðhúsinu. Reynt að sýna fram á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi eitthvað val, til að skapa sér einhverja samningsstöðu gagnvart Ólafi F.

Gestur Guðjónsson, 13.8.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband