Eru VG auðtrúa eða klækjarefir?
15.8.2008 | 21:22
Sú saga sem Árni Þór Sigurðsson bar út í kvöldfréttum Sjónvarpsins í gær um að Ólafur F hefði verið tilbúinn til að víkja til að rýma fyrir Tjarnarkvartettinum getur verið merki um tvennt.
Annað hvort er borgarstjórnarflokkur VG auðtrúa eða klækjarefir og víla ekkert fyrir sér þegar kemur að stjórnmálum, þvert á allan fagurgalann.
Kannski er þetta blanda af hvoru tveggja.
Fram hefur komið að Ólafur F hefði verið tilbúinn að skoða að greiða fyrir meirihluta Tjarnarkvartettsins með því skilyrði að Óskar Bergsson krefðist afsagnar hans og byggi um leið til svarinn fjandmann Ólafs F úr sér, sem Ólafur F gæti svo hamast á með brigslyrðum út kjörtímabilið.
Það kom ekki til greina af hálfu Ólafs F að Tjarnarkvartettinn í heild sinni skoraði á hann. Ólafur var heldur ekki tilbúinn að segja af sér, heldur var hann tilbúinn til að taka Tjarnarkvartettinn í gíslingu, sömu gíslingu og íhaldið hefur verið í síðastliðna 203 daga, með því að víkja tímabundið frá.
Ólafur F má í sjálfu sér alveg vera með tilraunir til að hanna slíka atburðarás, það lýsir kannski best hans nálgun á stjórnmál, en það er alveg ótrúlegt að Árni Þór Sigurðsson skuli bera þetta yfirhöfuð á borð fyrir flokksmenn sína, Samfylkinguna, að maður tali ekki um Óskar Bergsson.
Halda VG virkilega í ljósi sögunnar að hægt hefði verið að treysta Ólafi F, fyrst hann var ekki tilbúinn að segja af sér eða er þetta hin endanlega birtingarmynd klækjastjórnmála VG?
Ég trúi því ekki að VG hafi verið tilbúin að gangast sjálfviljug í gíslingu Ólafs F og framlengja vitleysuna sem verið hefur í gangi síðustu 203 daga. Nei, það getur enginn viljað, er það?
Framsóknarfélög styðja Óskar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Óska ykkur góðs gengis það sem að ég hef séð frá Óskari komið er mjög vitrænt og hann alltaf samkvæmur sjálfum sér
Jón Aðalsteinn Jónsson, 15.8.2008 kl. 22:29
Ægir: Kommon. Þetta getur þú sagt núna þegar það er ljóst að þú þarft ekki að standa við það sem þú segir. Ég trúi ekki öðru en Samfylkingarmenn séu hæstánægðir núna þegar Framsókn hefur enn og aftur tekið að sér hlutverk litlu gulu hænunnar og þið getið pakkað í vörn og reynt að halda fylginu.
Jón: Takk
Gestur Guðjónsson, 15.8.2008 kl. 23:29
Ægir; Auðvitað hefði verið léttast að segja hí á ykkur og láta borgina vera stjórnlausa áfram.
Er það ábyrg afstaða?
Borgarstjórn er kjörin til að stjórna borginni. Við það verður fólk að sætta sig, jafnvel þótt það sé ekki beint vinsælt. Samfylkingin hljóp frá sinni ábyrgð þegar hún sagðist aldrei geta unnið eða viljað vinna með íhaldinu, sem ásamt sömu afstöðu VG setti Ólaf F í þá stöðu sem hann komst í og gerir B + D eina möguleikann sem eftir er í stöðunin til að mynda starfhæfan meirihluta. Sama afstaða slær einnig út þjóðstjórnarmöguleikann út úr myndinni.
Það er ekki hægt að borða bara uppáhaldsnammið úr pokanum.
Gestur Guðjónsson, 16.8.2008 kl. 00:13
Sæll Gestur.
Óskar axlaði sína ábyrgð og vonandi til þess að Reykvíkingar þurfi ekki að meðtaka meira en orðið er af niðurrifi á trúverðugleiga stjórnmálamanna almennt.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 16.8.2008 kl. 01:57
Ægir, viltu útskýa hvað þú átt við með svik og fals, séstaklega í ljósi sjónarspils Árna Þórs?
Málefnasamningur 1. meirihlutans er ítarlegur og liggur fyrir og á honum er auðvelt að byggja, þannig ef Óskar og Hanna Birna hefa útkljáð þau mál sem út af stóðu, eins og REI málið, liggur málefnagrundvöllurinn að mestu leiti fyrir.
Gestur Guðjónsson, 16.8.2008 kl. 11:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.