Atlaga að heilbrigðiskerfinu í vændum
18.8.2008 | 11:51
Það verður afar áhugavert að fylgjast með því hvort fólki verði gert heimilt að kaupa sig fram fyrir í röðinni á einkastofum úti í bæ eða úti í heimi og fá það svo endurgreitt hjá Tryggingastofnun, þ.e. almenningi, sem þarf að bíða í röðinni eins og hinir. Það er grundvöllurinn í málflutningi fjölskylduföðursins úr Hafnarfirði.
Hans helsta röksemd verður líklegast að Tryggingastofnun hefði hvort eð er greitt aðgerðina á endanum og varakrafa að hann fái greitt það sem þetta hefði kostað á Íslandi.
Ef niðurstaða málsins verður svo að hann fái það greitt, hvort heldur að það gerðist strax eða á þeim tíma sem hann hefði annars komist að, er hoggið fast að grundvelli íslenska heilbrigðis- og tryggingakerfisins, sem góð og breið sátt hefur verið um hjá öllum flokkum, nema helst Sjálfstæðisflokknum. Það kallaði á tafarlausa lagabreytingu. Ef EES samningurinn myndi valda svona stórskemmdum á íslensku velferðarkerfi, þyrfti að skoða þann samning alvarlega reyna að fá hann endurskoðaðan mtt þessa, því hér er um slíkt grundvallarmál í íslenskri samfélagsgerð að ræða.
Þetta er einmitt mál sem íhaldið hefur viljað fá upp, kannski ekki alveg strax. En málið er einmitt birtingarmynd þess hvað gerist ef heilbrigðiskerfið er hugsanalaust einkavætt og sett í einkarekstur.
Þess vegna fer um mann kaldur hrollur þegar maður hugsar til þess að íhaldið hefur skipað að ég held alla hæstaréttadómara Íslands. Suma umdeilt, svo ekki sé meira sagt.
Vill fá kostnað bættan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er endalaus umræða Guðmundur. Það fyrsta sem þarf að hafa í huga er einnig það leiðinlegasta:
Það eru ekki til endalausir peningar.
Það verður því að forgangsraða og þeir sem "verða fyrir" forgangsröðuninni verða að hlýta því. Það er algerlega í mótsögn við grunnhugsun íslenska velferðakerfisins að þeir sem hafa efni á því að borga sig fram fyrir í röðinni hafi endurgreiðslurétt á tryggingakerfið. Rétturinn á að vera óháð efnahag.
En svo er aftur endalaus umræða um hvernig best sé að forgangsraða milli hinna einstöku aðgerða og hvernig þær ákvarðanir eru teknar.
Gestur Guðjónsson, 18.8.2008 kl. 22:27
Sæll Gestur.
Ég get ekki ímyndað mér að fallist verið á það atriði að greiða alla aðgerðina.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 18.8.2008 kl. 23:44
Æ veistu Guðrún María. Ég óttast þessa niðurstöðu.
Gestur Guðjónsson, 19.8.2008 kl. 00:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.