Trúnaðarbrot Davíðs Oddssonar

Í því fári sem hefur orðið um birtingu færslna úr dagbók Matthíasar Johanessens, finnst mér undarlegt að meginfréttin í henni skuli ekki hafa farið hátt.

Það er hvernig Davíð Oddson, þá æðsti embættismaður þjóðarinnar, brýtur trúnað í starfi, þegar hann fer að tala um einkahagi forseta lýðveldisins við mann úti í bæ.

Hann lekur þar með upplýsingum sem hann hefur einungis vitneskju um í krafti þess að hann er æðsti embættismaður þjóðarinnar.

- Og það ekki hvaða mann úti í bæ, heldur ritstjóra dagblaðs.

Það er óþarfi að minna á að hann er enn embættismaður íslensku þjóðarinnar og því eðlilegt að spyrja hvort honum sé sætt í sínum stóli, ef vitnisburður Matthíasar er sannleikanum samkvæmur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og enginn hefur ennþá séð ástæðu til að tjá sig um þessa færslu þína Gestur!

Ætli það segi ekki dálitla sögu um það andrúmsloft í stjórnmálum sem þjóðin þekkir svo vel og er hætt að kippa sér upp við?

Kannski er það ekki minnsta áhyggjuefnið að svo skuli nú vera komið hjá þessari þjóð að hún sér ekki lengur ástæðu til að gera kröfur um heiðarlega stjórnsýslu.

Árni Gunnarsson, 30.8.2008 kl. 16:04

2 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Já það er sorglegt.

Gestur Guðjónsson, 30.8.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband