Ónotatilfinning á lokahátíð Olympíuleikanna

Er ég einn um að fá ónotatilfinningu þegar hermenn eru látnir handleika olympíufánann með öllum sínum hermannakúnstum, eins og þeir gerðu í lokaathöfn leikanna í kvöld?

Í þessu samhengi er rétt að minnast markmiðs Olympíuhreyfingarinnar:

"the goal of the Olympic Movement is to contribute to building a peaceful and better world by educating youth through sport practised without discrimination of any kind and in the Olympic spirit, which requires mutual understanding with a spirit of friendship, solidarity and fair play."

En mikið rosalega voru þetta samt flottir leikar og vonandi verða þeir til þess að bæta ástand mannréttindamála í þessu fjölmennasta ríki heims sem hlýtur nú að hafa kynnst umheiminum örlítið betur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það ástand versnaði hjá ýmsum þar í aðdraganda leikanna, bæði hjá vissum hópum, sem þóttu líklegir til að minna á mannréttindabrot, s.s. Falun Gong-fólki, og hjá íbúum í borgarhverfum sem voru einfaldlega jöfnuð við jörðu til að rýma fyrir ólympíuþorpinu. Fólk fekk að vísu leyfi til að sækja um að mótmæla á fáeinum tilgreindum, afmörkuðum stöðum, en mörgum umsóknum var hafnað, og ýmsir umsækjendanna voru teknir höndum!

Andófsmenn eiga ekki á góðu von í kínverskum fangabúðum, ekki frekar en Tíbetar sem leyfa sér þá ósvinnu að eiga sinn eigin þjóðfána eða mynd af Dalai Lama. Ein slík, tíbezk stúlka, var dregin út á götu og skotin beint í ennið að nágrönnum hennar ásjáandi. Kynnið ykkur staðreyndir, þá hættið þið að gæla við falsvonir!

Jón Valur Jensson, 25.8.2008 kl. 01:56

2 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Þetta er algengt, minnir mig, fremur en undantekning, að menn í júníformi beri inn ólympíufánann. Ætla þó ekki að standa á því fastar en fótunum. Minnir t.d. að dátasveit hafi borið fánann inn á leikana í Los Angeles.

Ágúst Ásgeirsson, 25.8.2008 kl. 10:28

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Gleymdi öðru, en það er að ég er þér algjörlega sammála hvað leikarnir voru flottir hjá Kínverjunum, framkvæmdir hnökralaust og með bos á vör, eins og franskir fjölmiðlar t.a.m. segja. Tek líka undir með þér um að vonandi verði þeir til að bæta stöðu almúgans í Kína hvað réttindi, sem okkur þykja sjálfsögð og eðlileg, varðar.

Í þeim efnum eru Kínverjar með allt niðrum sig, ef svo mætti segja, en ólympíuleikunum verður ekki kennt um það. 

Ágúst Ásgeirsson, 25.8.2008 kl. 10:32

4 Smámynd: Helga Sigrún Harðardóttir

Einhverjir hafa nú haldið því fram að Ólympíuleikarnir í Moskvu 1980 hafi verið upphafið að endalokum Sovét?? Spurning, Jón Valur, hvað gerist á komandi árum??

Helga Sigrún Harðardóttir, 25.8.2008 kl. 16:10

5 Smámynd: Gísli Tryggvason

Verð því miður að taka undir neikvæða mynd Jóns Vals - að mannréttindaástand hafi (vonandi tímabundið) - þvert á opinber áform og væntingar margra - versnað í tilefni af OL.

Gísli Tryggvason, 25.8.2008 kl. 20:32

6 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Góð athugasemd. Er sannfærður um að leikarnir munu hafa jákvæð áhrif í Kína. Ógnarstjórn alræðisríkja verður ekki breytt með einangrunarstefnu, heldur með samskiptum. Notkun hermanna er allsóviðeigandi.

Sigurður Þorsteinsson, 2.9.2008 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband