Busar

Ég er illa sekur í busavígslumálum. Í gaggó settum við matarolíu í tómt laxerolíuglas og gáfum nokkrum 7. bekkingum. Einhverjir þurftu að fara af eðlilegum ástæðum á klósettið í næsta tíma og voru eðlilega illa hræddir. Man ekki hvort við gerðum eitthvað fleira, held ekki.

Maður skammast sín fyrir svona lagað núna, en þegar ég kom í nemendaráð FSu fundum við betri leið að bjóða nýnema velkomna, en áður höfðu subbulegar vígslur átt sér stað þar, sem við vildum stoppa.

Busarnir voru boðnir upp.

Þeir sem áttu hæsta boð áttu þá í viku og áttu að þjóna eigendum sínum, innan allra velsæmismarka, láta þá bera fyrir sig töskur, fara í sendiferðir oþh. Algert skilyrði var að fíflalætin mættu ekki bitna á náminu og skróppunktar busanna voru settir á eigendurna sem ullu skrópunum.

Á þennan hátt kynntust nýnemarnir eldri nemendum á fljótlegan og skemmtilegan hátt og ég man ekki betur en að þetta hafi verið græskulaust, fyrir utan einstaka skróp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband