Ljósmæður fara fram á leiðréttingu - ekki kauphækkun

Fjármálaráðherra, Árni Mathiesen á Kirkjuhvoli viðurkenndi í ræðustól í dag að ljósmæður væru að fara fram á leiðréttingu launa sinna, en sagði um leið að ekki væri svigrúm til að hækka laun eins og árferðið væri.

Ljósmæður eru ekki að fara fram á kauphækkun umfram það sem hjúkrunarfræðingar sömdu um, heldur leiðréttingu á því hvernig nám þeirra er metið til launa.

Á því er reginmunur hvort verið sé að fara fram á almenna kauphækkun umfram aðra launþega, eða hvort verið sé að fara fram á leiðréttingu mistaka.

Í því sambandi er rétt að minna á að hjúkrunarfræðingar standa með ljósmæðrum í sinni baráttu og viðurkenna þar með að þeir eigi rétt á því að hækka í samanburði við hjúkrunarfræðinga.

Ályktun stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga vegna kjaradeilu ljósmæðra:28.8.2008 10:33:41

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) tekur undir kröfur Ljósmæðrafélags Íslands um aukið verðmat á háskólanámi. Stjórn Fíh minnir á fyrirheit þau sem sett voru fram í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um jafnrétti þar sem segir m.a.: „Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta“.


mbl.is Lokað og læst á ljósmæður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Hvað er að Árna, að geta ekki leiðrétt. Þvílík þver......... ja best að klára þetta ekki.

Eiríkur Harðarson, 3.9.2008 kl. 17:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband