Bara ef það hentar mér - öskrandi þögn VG um olíuleit

Ég fagna því að við skulum ætla að rannsaka það hvort olíu sé að finna á íslenska landgrunninu. Veitti umsögn um frumvörpin um leitina á sínum tíma og veit að unnin hefur verið góð vinna við þennan undirbúning, bæði í tíð núverandi og fyrrverandi iðnaðarráðherra.

En það sem stingur í augun er öskrandi þögn VG um málið. Ekkert er að finna um málið í ályktunum síðasta flokksráðs og ekkert í stefnuskrá flokksins. Þar er bara talað gegn stóriðju.

Steingrímur J Sigfússon talar á móti álverum og olíuhreinsistöð á Vestfjörðum og staglast endalaust á því að Ísland hafi ekki losunarkvóta fyrir alla þessa uppbyggingu. Það er rétt og óumdeilt og ekki rök í málinu. Þeir aðilar sem ekki fá kvóta úthlutað frá ríkinu kaupa hann einfaldlega á markaði.

Steingrímur J talar aftur á móti ekkert gegn olíuleitinni, heldur er hann meðflutningsmaður á þingsályktunartillögu á yfirstandandi þingi um byggingu þjónustumiðstöðvar fyrir olíuleitina í heimabyggð sinni.

Er þetta hámark NIMBY-ismans?

Það má engin sóða - nema það henti honum?


mbl.is Fagnar áhuga olíurisanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Yngvi Ásgrímsson

Steingrímur gasprar um allt sem hann heldur að bæti við atkvæðamagnið hjá honum og passar sig á að komast ekki í þá stöðu að vera í stjórn, þá gæti hann þurft að sýna fram á að það er ekki innistæða fyrir neinu af því sem hann hefur sagt. Það er eiginlega kominn tími til að einhver segi við hann Þegiðu Steingrímur

Jónas Yngvi Ásgrímsson, 4.9.2008 kl. 17:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband