Ljósmæðradeilan: Til hvers er Samfylkingin í ríkisstjórn?
5.9.2008 | 11:04
Meðan gusurnar hafa gengið yfir Árna M Mathiesen fjármálaráðherra vegna afstöðu hans til leiðréttingarkröfu ljósmæðra gerir Samfylkingin... ekkert.
Formaður flokksins hefur ekkert tjáð sig hvað ég hef tekið eftir og í ljósi þess hve foringjaræðið er orðið mikið í íslenskum stjórnmálum þýðir það bara eitt. Hún ætlar ekki að beita sér.
Send er út fréttatilkynning í gegnum kvennahreyfingu Samfylkingarinnar um að hún sé á móti. Líklegast í von um að gusurnar lendi ekki á þeim.
Það er kattarþvottur af aumustu gerð.
Samfylkingin er í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum og ber þar með sameiginlega ábyrgð samkvæmt lögum, enda hlýtur málið að hafa verið rætt í ríkisstjórn. Málið er aukinheldur meitlað fast í stjórnarsáttmálanum, svo hæg eru heimatökin ef viljinn er fyrir hendi.
Þarf að minna á jafnréttisstefnuna sem Samfylkingin var kosin út á í síðustu kosningum eða ætlar Samfylkingin að ástunda sömu vörusvik þar og hún hefur þegar gert með Fagra Ísland?
Er nema von að maður spyrji til hvers er Samfylkingin sé í ríkisstjórn?
Mikið álag á starfsfólki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:06 | Facebook
Athugasemdir
Ég spurði eina unga konu hvort ljósmæðurnar væru kannski orðnar óþarfar og þetta væri orðið læknamál og neitaði hún því ákveðið og sagði að ákveðin ljósmóðir hefði fylgst með öllu sínu þungunarferli og þannig vildi hún hafa það í stað þess að þurfa etv. að hlaupa á milli péturs og páls í einhverju læknasístemi. Þetta snerist sem sagt um miklu meira en bara að taka á móti og þótti mér það afar mikilvægur punktur. Auðvitað vill læknamafían gína yfir sem mestu og stórir peningalegir hagsmunir eru í húfi en kerfið á að vinna fyrir fólk og því segi ég að ljósmæðurnar þurfi að fá sín mál í gegn og þeim þurfi að fjölga ef eitthvað er.
Baldur Fjölnisson, 5.9.2008 kl. 19:15
Konur eru afar gáfaðar og næmar og eru þannig sérstaklega útbúnar af náttúrunnar hendi í þágu tegundarinnar og hennar viðhalds. Þetta er í genunum. Best væri að konur sæju um konur sem allra mest. Frá sjónarhóli hagsmuna tegundarinnar hefur karlmaðurinn vissulega haft ákveðið hlutverk en það er í rauninni aðallega formlegt og núna eru vísindin komin það langt að hann er í raun óþarfur í sambandi við framgang tegundarinnar og reyndar til greinilegrar bölvunar þar sem hann virðist stefna markvisst að útrýmingu hennar sbr. sífellt örvæntingarstríðsbrölt og ruglanda sem því fylgir. Hugsanir?
Baldur Fjölnisson, 5.9.2008 kl. 19:51
Eina leiðin til að bjarga okkur út úr þessu skuldaframleiðslu/þjónustu/græðgisvæðingar hagkerfi sem við búum við og er algjörlega dæmt til að hrynja með skelfilegum afleiðingum - er að stefna í átt til grunnhagsmuna tegundarinnar og viðhalds hennar, það er mæðraveldis. Við þurfum kannski einn kall á móti 8-10 konum - í mesta lagi. Hugsið ykkur sparnaðinn og hagvæmnina sem þessu fyrirkomulagi myndi fylgja. Við gætum lagt niður megnið af ríkisbatteríinu og sköttum þess og látið fólk sjálft sjá um sín mál. Nothæfur karl gæti verið með tíu konur segjum á aldrinum 18-70 ára og væru þá menntunar- og barnaheimilismál á vegum fjölskyldunnar og líka gætu slíkar stórfjölskyldur sameinast um slík mál. Sparnaðurinn í fjárfestingarkatastrófum hvað fasteignir varðar yrði einnig augljós.
Baldur Fjölnisson, 5.9.2008 kl. 20:41
Gestur hefur reyndar sjálfur greinilega eflst af greindarlegu sambandi við kvenfólk (til að eyða öllum misskilningi um hvers vegna ég ræði þessi grundvallarvandamál hér) en það virðist heldur vera undantekning hérna á blogginu eins og blasir við. Þetta er hræðileg eyðimörk víða og svo klónar heimskan sjálfa sig og ruslveitan hampar því sérstaklega. Það er vissulega sorglegt.
Baldur Fjölnisson, 5.9.2008 kl. 21:45
Góð spurning. Þetta er eitt af erfiðu málunum og þá er Samfylkingin stikkfrí. Þó mér finnist að Árni Matt eigi að höggva á hnútinn og leysa málið á ekki að gleyma því að Samfylkingin hafði uppi stór orð fyrir síðustu kosningar um að rétta hlut kvennastéttanna. Nú er hún í ríkisstjórn og ætti því að geta haft áhrif. Það er ekki bara hægt að kenna Sjálfstæðisflokknum um.
Sigurður Jónsson, 6.9.2008 kl. 13:54
Nákvæmlega Sigurður.
Gestur Guðjónsson, 6.9.2008 kl. 20:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.