Landsskipulag: Góð hugmynd misskilin í framkvæmd

Grunnhugmyndin með landsskipulagi kom frá okkur Framsóknarmönnum og var samþykkt sem ályktun á flokksþingi, en hún fól í sér allt annað en það sem nú er verið að fjalla um.

Sú hugmynd fól í sér að ríkið ætti að samhæfa sínar áætlanir og koma þeim á framfæri við sveitarfélögin á einum stað til að einfalda skipulagsvinnu sveitarfélaganna.

Ríkið væri þar með skyldað til innbyrðis samhæfingar en vera ekki að skipuleggja þvers og kruss út frá sitt hvorum forsendunum eins og mörg dæmi eru um.

Það er allt önnur nálgun en að ríkið deili og drottni eins og felst í því frumvarpi sem nú er komið fram og ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar vill koma í gegn með lófaklappi Græna netsins.

Eftir sem áður þurfa sveitarfélögin auðvitað að taka afstöðu til þeirra óska sem koma fram um landnotkun í sinni skipulagsvinnu, þ.á.m. óska ríkisins um landnotkun til vegagerðar, flugvalla, fjarskiptamannvirkja, línulagna o.s.frv en endanlega ákvarðanatökuvaldið á að vera hjá sveitarfélögunum en skipulagsvinnan ætti að vera einfaldara hvað varðar óskir ríkisins með tilkomu þess landsskipulags sem Framsókn vildi koma í lög.


mbl.is Græna netið vill landsskipulag á næsta þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Án þess að hafa kynnt mér þessa hugmynd ykkar til hlítar þá hljómar þetta sem þú hér nefnir skynsamlega, því það hefur stórskort á samhæfingu á þessu sviði vægast sagt.

Hins vegar er án efa allsendis ekki sama hver útfærslan er á þessu og valdboð ofan frá er ekki það sem skila mun mestu.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 7.9.2008 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband