Er Samfylkingin líka hlaupin frá Evrópustefnu sinni?
20.9.2008 | 21:28
Samfylkingin hefur haft það á stefnuskrá sinni um talverða hríð að Ísland eigi að vera í Evrópusambandinu, að setja eigi samningsmarkmið og sækja um. Í það minnsta fyrir kosningar:
"Ísland á að vera fullgildur þátttakandi í Evrópusamstarfi. Ísland er nú þegar aðili að flestum þáttum Evrópusamstarfsins og því ástæðulaust að ætla annað en að aðildarviðræður gætu gengið greiðlega."
Þess vegna skýtur það skökku við að formaður Samfylkingarinnar skuli nú vilja að sótt verði um aðild að evrunni án inngöngu í ESB.
Er innganga í ESB sem sagt enn eitt dæmið um að það sé ekkert að marka það sem sagt var fyrir kosningar, þar sem flokkurinn sé kominn í ríkisstjórn?
Er sem sagt hægt að breyta stefnu Samfylkingarinar án þess að landsfundur flokksins samþykki það, bara að það líti vel út og hljómi svipað og síðasti ræðumaður?
Reyndar er þessi málsmeðferð í samræmi við meðhöndlun næsta máls á dagskrá Samfylkingarinnar:
"Samfylkingin hefur þá staðföstu skoðun að það eigi að verða eitt fyrsta verk nýrrar ríkisstjórnar að taka Ísland út af lista hinna vígfúsu þjóða."
Eyða þarf óvissu um evru | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gestur, fyrirgefðu hvað ertu að reyna að gera skylgreina stefnu eða hvað Sf stendur fyrir eða stendur ekki fyrir - það veit það enginn en það ræðst mikið af því hver talaði síðast. Solla getur ekki einu sinni svarað Valgerði hvort hún styður Össuri eða Þórunni í virkjanamálum -
Óðinn Þórisson, 21.9.2008 kl. 11:01
Af undarlegum ástæðum halda Framsóknarmenn (og jafnvel íhöld) að þeir geti talað vígalega um stefnuleysi Samfylkingar í Evrópumálum. Það er þó eini flokkurinn sem hefur unnið heimavinnuna sína á meðan að Framsókn, sem er örflokkur með pilsner fylgi er gjörsamlega klofinn í þessu mikilvæga máli. Satt best að segja ber svo mikið á milli fylkinga Guðna aog Valgerðar að erfitt er að sjá hvernig er hægt að lenda þeim ágreiningi.
Ingibjörg var eingöngu að tala um mikilvægi þess að athuga hratt hvort hægt væri að leysa vandamál tengt krónunni með aðild að myntbandalaginu. Það er út frá efnahagsvandanum næstu misserin. Vitað er ferlið að gerast fullgildir aðilar að Evrópusambandinu tæki um fimm ár. Þar hefur stefnan ekkert breyst og hér er því ódýr útúrsnúningur úr orðum okkar mikla formanns. Mbk, G
Gunnlaugur B Ólafsson, 21.9.2008 kl. 11:55
Framsókn hefur ekki mótað sér afstöðu í málinu, eðlilega, enda liggja forsendur þeirrar ákvörðunar ekki fyrir.
En lítur Samfylkingin þannig á evruupptöku án aðildar sem skyndilausn á efnahagsvandanum?
Gestur Guðjónsson, 21.9.2008 kl. 12:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.