Furðuleg yfirlýsing iðnaðarráðherra

Það er furðulegt að iðnaðarráðherra skuli yfirhöfuð tjá sig um rannsóknarleyfisumsókn landeigenda í Reykjahlíð í Mývatnssveit.

Össur er reyndur stjórnmálamaður og hlýtur að vita að hann getur orðið vanhæfur með yfirlýsingum sínum, en hann hefur það hlutverk að úthluta rannsókna- og nýtingarleyfum á jarðhita. Hugsanlega er hann að beita sömu aðferð og aðrir ráðherrar Samfylkingarinnar hafa verið að beita undanfarið til að koma sér hjá því að taka afstöðu í erfiðum málum.

Landeigendur seldu ríkinu á sínum tíma jarðhitaréttindin á því svæði sem megnið af jarðhitanum er að finna og ljóst að það svæði sem landeigendur ætla sér að vinna á mun taka orku úr sama jarðhitageymi og sá sem ríkið á réttindi í.

Þannig að fyrir liggur að meta hvaða hlutfall landeigendur eiga í orkunni á grundvelli þess lands sem liggur utan þess svæðis þeir hafa ekki selt jarðhitaréttindin frá.

Samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum er talið að um 90 MW megi vinna úr þessum jarðhitageymi þannig að auðlindin er takmörkuð og verður málsmeðferðin að tryggja að svæðið verði nýtt með sjálfbærum hætti.

Það hlýtur að vera forgangsmál.

Hér er um afar flókið mál að ræða og ef Össur úrskurðar ekki með þeim hætti að báðum aðilum líki, eru flókin og erfið málaferli framundan, þar sem mat dómstóla mun hafa mikið fordæmisgildi.


mbl.is Umsókn landeigenda í Reykjahlíð vekur furðu ráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband