Að hjálpa þeim sem þurfa hjálp

Aðgerðir lögreglunnar beindust að þeim sem ljúga til um uppruna, nafn og aðstæður, eru með fölsuð skilríki, segjast ekki hafa skilríki, eyðileggja þau við komuna, svo þau geti búið frítt hér á meðan mál þeirra er í vinnslu, hugsanlega með von um að fá óréttmæta stöðu flóttamanna.

Asylum shopping er mikið vandamál í flóttamannamálum, þar sem verið er að misnota það góða kerfi sem flóttamannassamningurinn hefur komið á.

Umsækjendur fara á milli landa, sækja um landvist sem flóttamenn, búa þar um hríð á kostnað viðkomandi ríkis, en áður en búið er að úrskurða, draga þeir umsóknina til baka eða flýja land og dúkka upp í næsta landi og sækja aftur um landvist sem flóttamenn og svo koll af kolli.

Til að reyna að stemma stigu við þessu var svokallað Dyflinarsamkomulag II gert, þar sem tekin eru fingraför af hælisleitendum og þau borin saman við gagnagrunn sk. EURODAC til að stytta þetta ferli eins og kostur er.

Á heimasíðu Útlendingastofnunnar er nýjasta ársskýrslan frá 2004. Þar kemur fram að 76 sóttu um hæli og var 63 umsóknum lokið á árinu. 15 umsóknir voru dregnar til baka eða að viðkomandi fór úr landi án þess að draga umsóknina til baka og af þeim 31 sem var synjað voru 10 tilhæfulausar. 17 voru sendir til fyrsta komulands á grundvelli Dyflinarsamnings I og Norðurlandasamningsins.

Af þessum 76 umsóknum fóru aðeins 7 í efnislega afgreiðslu þannig að einungis 10% af þeim sem sóttu um hæli komu til greina sem hugsanlegir flóttamenn. Það verður að kallast mikill minnihluti ekki satt?

Nú hefur komið fram hjá Útlendingastofnun, að fjórir hælisleitendanna höfðu umtalsverðar fjárhæðir í fórum sínum og með gilt dvalarleyfi. Hvað er þetta annað en Asylum shoppers?

Maður með franskt vegabréf er hælisleitandi.

Maður með þungan sænskan refsidóm á bakinu. Er hann einstaklingaur sem við viljum inn í landið?

Auðvitað er það ömurlegt fyrir það fólk sem er ekki að reyna að svindla á kerfinu að þurfa að sæta innrás eins og þeirri sem gerð var í Reykjanesbæ. En hvaða öðrum ráðum er hægt að beita ef rökstuddur grunur er til staðar?

Við eigum að axla okkar ábyrgð í flóttamannamálum. Við höfum verið að gera það svo eftir hefur verið tekið, nú síðast á Akranesi og eigum við að gera meira af því. Það er okkur til sóma og því fólki, sem án nokkurs vafa eru flóttamenn, vonandi til hamingjuauka og til að auðga íslenskt þjóðlíf.


mbl.is Drógu umsóknir til baka eftir húsleit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Það eru greinilega margir sem reyna að misnota kerfið. Það eyðileggur að sjálfsögðu fyrir hinum. Aðgerðin var að mínu mati þörf.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 1.10.2008 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband