Hvar er Össur?

Í veikindum Ingibjargar Sólrúnar var það Össur Skarphéðinsson sem fékk umboð hennar til að ráða þeim ráðum sem Sjálfstæðisflokknum þóknaðist að leyfa Samfylkingunni að vera með í.

Ekki Björgvin G Sigurðsson, bankamálaráðherra, sem virðist nú gegna hlutverki upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, ekki Ágúst Ólafur Ágústsson varaformaður og ekki Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður. Þeim var öllum stillt upp gagnvart orðnum hlut, teknum ákvörðunum.

En hví í ósköpunum er Össur ekki spurður um málið?

Hann er jú ekki vanur að halda aftur af sér sé hann spurður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Aðkoma Samfylkingarinnar og sérstaklega Björgvins er til mikillar skammar þar sem Björgvin virðist nú segja hvað sem er til að gangast við fullri hlutdeild og ábyrgð þó hann og Össur hafi ekki verið upplýstir um málið fyrr en seinni part sunnudags þegar búið var að henda öllum leiðum útaf borðum nema yfirtöku.

Þá er líka til þess að líta að ef rétt er hjá Sigurði G Guðjónssyni að seðlabankastjóri hafi ekki haft skirflegt tilboð til Glitnis heldur aðeins munlegt sem lögfræðingar Glitnis þurftu að „glósa“ niður til að geta borið undir sína menn, þér er útilokað að ráðherrar Samfylkingar hafi áður getað farið vandlega yfir tillöguna og skilmálana með sínum sérfræðingum ef það hafði ekki einu sinni verið sett niður á blað.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.10.2008 kl. 12:17

2 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Smá villa átti aðstanda svona:

... ,

þá er útilokað að ráðherrar Samfylkingar hafi áður getað farið vandlega yfir tillöguna og skilmálana með sínum sérfræðingum ef það hafði ekki einu sinni verið sett niður á blað.

Helgi Jóhann Hauksson, 1.10.2008 kl. 12:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband