Davíð svarar Þorgerði Katrínu

Það er afar merkilegt að fylgjast með því hvernig fjölmiðlar segja frá viðbrögðum Davíðs Oddssonar við þjóðstjórnarumræðunni sem lak út af ríkisstjórnarfundi, sem er trúnaðarsamkoma og gagnárás hans á Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur.

Við skulum muna að Þorgerður Katrín, menntamálaráðherra, varaformaður Sjálfstæðisflokksins og yfirmaður RÚV, réðst mjög harkalega á Davíð Oddsson, í viðtali á Stöð 2 þann 2. okt og sagði hann verið kominn langt út fyrir sitt verksvið með svona ummælum.

Hún staðfestir í því viðtali að hann hafi lagt þetta til á ríkisstjórnarfundi og lýsti frati á þessa meintu skoðun hans, í stað þess að gera það sem rétt hefði verið, að vísa til þess að ríkisstjórnarfundir væru trúnaðarfundir.

Stöð 2 spilar allt sem Davíð hafði um þetta mál að segja í dag. Þar kemur skýrt fram að fyrst búið væri að brjóta trúnað, hefði Davíð lýst því á fundinum að hann væri á móti þjóðstjórn en hafi einnig lýst því þar að þeir sem væru hlynntir þjóðstjórnum, væru aðstæður til þess núna "þeir sem telja að ég hafi þarna verið að leggja til þjóðstjórn, þeir hafi verið verulega utanvið sig á fundinum."

-  þetta er ekkert annað en hnitmiðað fast davíðskt skot á Þorgerði Katrínu, sem sagði á föstudaginn hann vera kominn langt út fyrir sitt verksvið með þessum ummælum sinum.

En RÚV segir aðra sögu með sama viðtali, þar sem sagt er að hann sé á móti þjóðstjórn, en bara er spilað "og ef að menn sem hlynntir væru þjóðstjórnum, þurfa aðstæður í landinu, til að bjóða upp á slíkt þá væru þær aðstæður núna".

- sem sagt er látið liggja að því með uppsetningu fréttarinnar að hann hefði verið að leggja þetta til.

Ætli staða Þorgerðar Katrínar gagnvart RÚV hafi eitthvað með þessa framsetningu að gera?

mbl.is fer ekki einu sinni rétt með, þegar skrifað er að Davið hafi sagt að "Við sérstakar aðstæður gæti þó reynst nauðsynlegt að mynda slíka stjórn"


mbl.is Davíð: Trúnaðarbrestur kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Það er froðlegt að fylgjast með fjölmiðlum þessa dagana Gestur mér finnst þeir eiginlega alveg berrassaðir og þyrfti jafnvel að skoða ábyrgð þeirra á stöðunni að mínu mati.

Jón Aðalsteinn Jónsson, 4.10.2008 kl. 22:54

2 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Davíð var afar ótrúverðugur þegar hann gaf sína skýringu. Hann leit til hliðar, varð fjarrænn í augunum eins og hann væri að leita orða yfir það sem hann vildi segja. hann var sem sagt að semja skýringu á staðnum.

Ef þess er gætt að á fundi í Seðlabankanum eru engir pólitíkusar sem vænta þjóðstjórnar og að á ríkisstjórnarfundi eru væntanlega ekki aðilar sem sem æskja þjóðstjórnar nú, í þeim þingstyrk sem ríkisstjórnin hefur, þá er skýring Davíðs hreinlega langt úti á túni.

Einfalda skýringin er sú að hann var að reyna að skrökva sig frá óheppilegu hugdettum sínum, vegna þess að hann var farinn að óttast afleiðingar ákvörðunar sinnar um þjóðnýtingu Glitnis. 

Guðbjörn Jónsson, 4.10.2008 kl. 23:08

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Rétt er það að ábyrgð fjölmiðla er mikil og þó einkum við svo viðkvæmar aðstæður sem nú. Það er mikill ábyrgðarhluti að gera stjórnmálamönnum upp orð og túlka ályktanir frjálslega. Yfirleitt er það svo að flestir vita betur hvað þeir meina með eigin orðum en þeir sem á þau hlýða.

Þjóðstjórn er aftur á móti svo óvenjulegt fyrirbæri að það býður upp á túlkun og leyfir yfirfærða merkingu. Ég fæ ekki betur séð en að nokkurs konar þjóðstjórnarvinna sé núna í gangi með svo víðtækri aðkomu að bráðri lausn á aðsteðjandi vanda sem fundahöld dagsins sýna. Og enda þótt ríkisstjórnin verði ekki leyst frá störfum er öllum ljóst að næstu viðbrögð verða ekki einhliða stjórnvaldsaðgerðir.

En nú verða fjölmiðlar að gæta sín sem aldrei fyrr en rækja þó sínar upplýsingaskyldur. 

Árni Gunnarsson, 4.10.2008 kl. 23:18

4 Smámynd: Gestur Guðjónsson

Sammála þér Árni. Það er einmitt þjóðstjórn að störfum núna, að vinna að þjóðarsátt um björgun fjármálakerfisins til skamms tíma.

Eitthvað sem núverandi ríkisstjórn hefði átt að nýta sumarið í, í stað þess að gera það í flýti nú í vetrarbyrjun. Það er ekki eins og þeim hafi ekki verið bent á nauðsyn þess...

Svo tekur við umræða um hvernig við ætlum að koma í veg fyrir að þetta endurtaki sig...

Gestur Guðjónsson, 4.10.2008 kl. 23:21

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Eftir að Halldór Ásgrímsson flúði land hefur mér smám saman farið að skiljast að til gætu verið gáfaðir framsóknarmenn.

Baldur Fjölnisson, 5.10.2008 kl. 00:24

6 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sæll Gestur.

Sýnist Guðbjörn nú vera úti á túni frekar en Davíð sem komst vel frá útskýringum um trúnaðarleka af fundum ríkisstjórnar.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 5.10.2008 kl. 02:33

7 Smámynd: corvus corax

Ceaucescu Oddsson í Bleðlabankanum er aldrei trúverðugur, hvorki nú né áður. Og það eru ekki til gáfaðir framsóknarmenn í landinu eftir brottför Halldórs Ásgrímssonar en gæti hugsast að það leynist einhvers staðar gáfaður framsóknarmaður en hann er örugglega upptekinn við sveitastörf og má ekkert vera að því að styrkja flokkinn með andlegu atgervi sínu.

corvus corax, 5.10.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband